Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 42
30 4. september 2009 FÖSTUDAGUR Grindavíkurvöllur, áhorf.: 781 Grindavík ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9-20 (5-4) Varin skot Óskar 2 – Albert 3 Horn 8-6 Aukaspyrnur fengnar 12-24 Rangstöður 5-4 ÍBV 4–4–2 Albert Sævarsson 7 Pétur Runólfsson 6 Andrew Mwesigwa 5 Eiður Aron Sigurbj. 6 Þórarinn Ingi Valdim. 5 (46., Bjarni Einars. 5) Arnór Eyvar Ólafsson 7 Yngvi Borgþórsson 5 *Tonny Mawejje 8 Andri Ólafsson 7 Augustine Nsumba 7 (78., Ingi Ingibergs. -) Viðar Örn Kjartans. 6 (78., Gauti Þorvarðar.-) *Maður leiksins GRINDAV. 4–4–2 Óskar Pétursson 5 Ray Anthony Jónsson 3 Orri Freyr Hjaltalín 6 Óli Stefán Flóvents. 5 Jósef Kr. Jósefsson 4 Tor Erik Moen 4 (87., Páll Guðmunds. -) Þórarinn Kristjánsson 4 (67., Óli B. Bjarnas. 6) Jóhann Helgason 5 Scott Ramsay 4 Sveinbjörn Jónasson 3 Gilles Mbang Ondo 5 0-1 Augustine Nsumba (13.) 1-1 Gilles Mbang Ondo (43.) 1-1 Erlendur Eiríksson (4) sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Enska dagblaðið The Guardian sagði í gær framtíðar- horfur enska úrvalsdeildarfélags- ins West Ham allt annað en góðar vegna slæmrar afkomu þess á síðasta ári auk þess sem félagið sé stórskuldugt. Björgólfur Guð- mundsson keypti félagið árið 2006 í fyrstu í félagi við Eggert Magn- ússon, fyrrum formann KSÍ, sem hætti rúmu ári síðar. The Guardian hefur undir hönd- um ársskýrslu West Ham frá árinu 2008. Á þeim tíma var tap félagsins 37,4 milljónir punda, um 7,7 millj- arðar króna á núverandi gengi. Björgólfur lagði fram 30,5 millj- ónir punda í félagið vegna þessa auk þess sem það tók bankalán upp á sautján milljónir punda. Skuldastaða West Ham er þar að auki slæm. Það er sagt vera í ábyrgð fyrir um 100 milljónum punda eða rúmum 20 milljörðum króna. Félagið hefur gripið til aðgerða að undanförnu og það skilaði 11,67 milljóna punda hagnaði á tólf mán- aða tímabili sem lauk 5. júní í ár. Útlitið sé þó enn mjög dökkt, segir greinarhöfundur. West Ham er nú í eigu eignar- haldsfélagsins CB Holding, sem er dótturfyrirtæki skilanefndar Straums-Burðaráss. Nick Igoe, fjármálastjóri West Ham, segir í samtali við blaðið að slæmri viðskiptastefnu félagsins á meðan það var í eigu Björgólfs sé um að kenna – þá einkum hvað varðaði leikmannakaup og launa- greiðslur leikmanna. Launakostnaður hafi rokið upp úr öllu valdi eftir að Björgólf- ur eignaðist félagið. Því hafi það neyðst til að selja leikmenn eins og Anton Ferdinand, Bobby Zam- ora, Matthew Etherington og Craig Bellamy. „Á þessum tíma var árleg- ur launakostnaður 63,3 milljón- ir punda en veltan einungis 81,5 milljónir. Slíkt gat ekki gengið til lengdar og það vissi félagið.“ Fleira kom til. Aðalstyrktaraðili West Ham fór á hausinn og félagið þarf að greiða Sheffield United 21 milljón punda í skaðabætur vegna Tevez-málsins svokallaða. Sú upp- hæð skiptist í jafnar greiðslur sem verða inntar af hendi til ársins 2013. - esá The Guardian segir afkomu West Ham slæma og félagið stórskuldugt: West Ham steypt í stórskuldir STOLTIR EIGENDUR Björgólfur Guð- mundsson og Eggert Magnússon skömmu eftir að þeir keyptu félagið árið 2006. 5. september á Ljósanótt í Reykjanesbæ Flögu tímataka Kort af hlaupaleið er á hlaup.is Skráning er hafin á hlaup.is og í Lífsstíl 420 7001 Glæsileg úrdráttarverðlaun, m.a. peningaverðlaun Rásmark hjá Lífsstíl sundmiðstöð Hálfmaraþon (ræsing kl. 9:30) 10 km hlaup (ræsing kl. 10:15) 3,5 km skemmtiskokk (ræsing kl. 10:20) Auglýsingasími – Mest lesið Golfsamband Íslands stendur í fyrsta skipti fyrir keppninni um „Bikar- inn“ svokallaða og fer keppnin fram í dag og á morgun á Urriðavelli en þar mætast tvö lið skipuð annars vegar kylfingum úr golfklúbbum höfuðborgarinnar og hins vegar kylfingum úr golfklúbbum lands- byggðarinnar. Keppnisfyrirkomulagið er holukeppni í anda keppninnar um Ryder-bikarinn þar sem lið Banda- ríkjamanna og Evrópubúa eigast við. Alls taka nú tuttugu og fjórir kylfingar þátt í mót- inu, tólf í hvoru liði fyrir sig, en átta efstu karlar og tvær efstu konur á stigalista GSÍ veljast í hvort lið fyrir sig. Tveir kylfingar til viðbótar eru svo valdir af fyrirliðum eða liðsstjórum liðanna en það hlutverk féll að þessu sinni í skaut reynsluboltanna Sigurðar Péturssonar fyrir höfuðborgarsvæðið og Gylfa Kristinssonar fyrir landsbyggðina. Fljótt á litið virðist lið landsbyggðarinnar vera skipað mun reyndari kylfingum en Sigurður er þó hvergi banginn. „Þetta verður mjög skemmtilegt og er vonandi komið til þess að vera. Lið höfuðborgarsvæðisins er mun yngra og óreyndara og þau verða bara grimmari fyrir vikið og það getur gert útslagið í þessu. Maður hefur lyft mörgum bikurum í gegnum tíðina og mér líst vel á þennan sem er í boði núna og mikil eftirvænting að fá að halda á honum að keppni lokinni,“ segir Sigurður vongóður. Gylfi er þó ekki síður bjartsýnn fyrir hönd liðs síns fyrir keppnina. „Það er náttúrulega mikill heiður að hafa verið valinn liðsstjóri þessa lands- byggðarliðs. Við höfum marga reynslu- bolta í okkar liði og ég á því eftir að sofa vel nóttina fyrir keppni. Reynslan er auðvitað mikilvæg en dagsformið skiptir vitaskuld miklu máli einnig og ég veit að mitt lið mætir vel stemmt til leiks og það verður því gaman að hampa bikarnum á laugardaginn,“ segir Gylfi að lokum. SIGURÐUR PÉTURSSON OG GYLFI KRISTINSSON: ERU LIÐSSTJÓRAR LIÐANNA SEM KEPPA UM „BIKARINN“ Í GOLFI Lið höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar mætast Pepsi-deild karla 1. FH 19 14 2 3 49-20 44 2. KR 19 12 3 4 44-26 39 3. Fylkir 19 11 3 5 35-23 36 4. Fram 19 8 4 7 34-29 28 5. Breiðablik 19 8 4 7 33-31 28 6. Keflavík 19 6 8 5 29-34 26 7. Stjarnan 19 7 3 9 38-33 24 8. Valur 19 7 3 9 21-33 24 9. Grindavík 19 6 4 9 33-37 22 10. ÍBV 19 6 4 9 21-31 22 11. Fjölnir 19 3 5 11 25-41 14 12. Þróttur 19 3 3 13 20-44 12 Næstu leikir: FH-ÍBV 13. sept. Fylkir-Þróttur 13. sept. Valur-Stjarnan 13. sept. Fram-Fjölnir 15. sept. Keflavík-Grindavík 16. sept. Breiðablik-KR 16. sept. STAÐAN > Breytt fyrirkomulag á lokahófi KSÍ Stjórn KSÍ hefur tilkynnt félögum á landinu að í haust verði breytt fyrirkomulag á lokahófi og verðlaunaaf- hendingum knattspyrnumanna fyrir sumarið. Að þessu sinni verði ekki um að ræða samkomu á Broadway með kvöldverði og skemmtun. „Við vildum prófa að hafa þetta með öðruvísi sniði núna og breytingarnar koma bara til af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna beiðnar frá félögunum sjálfum. Hugmyndin er fyrst og fremst að veita afhendingu verðlauna meira vægi en áður. Dagsetningin 30. september hefur komið fram en geng- ur líklega ekki upp þar sem Valsstúlkurn- ar eru þá að keppa erlendis,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ. FÓTBOLTI Grindavík og ÍBV náðu loks að spila leik sem frestað var á sínum tíma vegna svínaflensu- faraldurs í herbúðum Grindjána. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli. Grindavík gat þakkað fyrir stigið en Eyjamenn áttu meira skilið. Það viðraði óvenju vel í Grinda- vík, nokkuð hlýtt og ekki of hvasst sem eru kannski ekki beint þær aðstæður sem liðin þekkja hvað best. Eyjamenn mættu til leiks án Englendinganna Ajay Leitch-Smith og Chris Clements. Það virtist ekkert há liðinu í fyrri hálfleik þar sem gestirnir voru mikið betri aðilinn og hrein- lega yfirspiluðu meðvitundarlausa Grindvíkinga. Ef maður vissi ekki betur þá hefði maður haldið að þeir væru enn með svínaflensu – svo slappir voru þeir. Sóknir Eyjmanna voru beittar og eftir eina slíka kom Nsumba boltanum í netið. Hann fékk bolt- ann í teignum, lék á Óskar mark- vörð og lagði boltann í tómt mark- ið. Sanngjörn staða. Eyjamenn voru líklegri til að bæta við í hálf- leiknum en þvert gegn gangi leiks- ins jöfnuðu heimamenn rétt fyrir hálfleik. Eftir nokkuð krafs í teignum barst boltinn á Gilles Ondo sem potaði boltanum í markið af stuttu færi. 1-1 í hálfleik sem var sárt fyrir Eyjamenn sem áttu hálfleik- inn með húð og hári. Síðari hálfleikur var ekki eins fjörugur og sá síðari. Eyjamenn réðu þó ferðinni lengstum en gekk erfiðlega að skapa sér opin færi. Þeir vildu í þrígang fá víti í leikn- um og virtust hafa eitthvað til síns máls í að minnsta kosti tvö skipti. Ekki komu mörkin í hálfleiknum og liðin sættust því á skiptan hlut og sendu Þrótt niður í 1. deild í leiðinni. „Fyrirfram hefði ég verið sátt- ur við stig í Grindavík en miðað við hvernig við spiluðum hefði ég viljað fá öll stigin. Við spiluðum á köflum glimrandi fótbolta í leikn- um,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, og hafði mikið til síns máls. Eyjamenn yfirspiluðu þreytta Grindvíkinga lengstum. Boltinn gekk hratt og í fáum snert- ingum á milli manna. „Það hefur verið fínn stígandi hjá okkur í seinni umferðinni og mér finnst fótboltinn einnig verða betri. Menn héldu að leikur okkar myndi hrynja án útlendinganna en það komu aðrir menn inn og stigu upp.“ Lúkas Kostic, þjálfari Grinda- víkur, var nokkuð sáttur við stig- ið en hans menn voru þungir og þreyttir í leiknum eftir mikið álag upp á síðkastið. „Auðvitað vill maður alltaf fá samt meira en þetta var erfiður og harður leikur. Strákarnir voru vissulega þungir enda höfum við spilað fjóra leiki á stuttum tíma og það eftir mikil veikindi. Strák- arnir þurfa smá hvíld samt núna,“ sagði Lúkas en verður þá ekkert æft næstu daga? „Það verður létt æfing á morg- un og svo hvíld yfir helgina,“ sagði Lúkas léttur og hló dátt. henry@frettabladid.is Bæði lið skrefi nær öruggu sæti Þróttur féll niður í 1. deild í gær þegar Grindavík og ÍBV skildu jöfn suður með sjó. Eyjamenn voru betri og þreyttir Grindvíkingar mega þakka fyrir að hafa náð í stig. Bæði lið vantar tvö stig til að tryggja sæti sitt. FÖGNUÐUR Grindvíkingar höfðu ærna ástæðu til þess að fagna í gær þar sem þeir eru nú skrefi nær því að halda sæti sínu í efstu deild eftir jafntefli gegn ÍBV. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.