Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 8
8 4. september 2009 FÖSTUDAGUR 1. Hve mörg fyrirtæki hefur ríkisskattstjóri sektað vegna vanskila á ársreikningum 2006? 2. Hversu margir eru atvinnu- lausir? 3. Hver leikstýrði Blossa/810551 SVÖR Á SÍÐU 34 LÖGREGLUMÁL Framkvæmdastjór- ar flokkanna, og ef til vill fleiri, kunna að bera refsiábyrgð á meint- um brotum á lögum um fjármál stjórnmálaflokka. Í lögunum er ekki skilgreint nákvæmlega hver ber ábyrgð á því þegar stjórnmálaflokkur tekur við ólöglegum styrkjum. Hluti af rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra snýst um að komast að þessu. Greint var frá rannsókn deildarinnar í blaðinu á miðvikudag. Framsókn, Samfylking, Sjálf- stæðisflokkur og VG þáðu styrki frá Íslandspósti, opinberu fyrir- tæki, fyrir alþingiskosningarnar 2007. Sjálfstæðisflokkurinn þáði einnig styrki frá tveimur öðrum slíkum fyrirtækjum. „Framkvæmdastjórarnir kunna að bera ábyrgðina, en það getur komið til greina að undirmenn geri það líka, ef þeir hafa komið að þessu,“ segir Helgi Magnús Gunn- arsson, saksóknari deildarinnar. Þetta sé eitt helsta vafaatriðið í málinu enda geta utanaðkomandi einstaklingar greitt inn á reikn- inga flokkanna, án þess að nokkur veiti fénu formlega viðtöku. Helgi telur að leita megi svara við þessari spurn- ingu í reglum félagaréttar og almennum regl- um refsiréttar, um að hver m að u r ber i ábyrgð á eigin gjörðum. Í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka segir: „Hver sem af ásetningi eða stór- felldu gáleysi brýtur gegn ákvæð- um laga þessara skal sæta fésekt- um, en alvarleg brot geta varðað fangelsi allt að sex árum.“ Þar segir ekkert um smávægilegt gáleysi eða vanþekkingu. „Gáleysið þarf að vera stórfellt, en þú getur ekki borið við þekk- ingarleysi á lögum, frekar en ef þú keyrir yfir á rauðu ljósi,“ segir Helgi Magnús. Spurður hvort þetta séu mild viðurlög, í því ljósi að gáleysið þarf að vera stórfellt, segir Helgi það vissulega erfiðara að sanna ásetn- ing eða stórfellt gáleysi, heldur en „einfalt gáleysi“, en vill ekki leggja mat á lögin. klemens@frettabladid.is Ýmsir gætu borið ábyrgð á móttöku opinberra styrkja Í lögum um fjármál flokka er ekki skýrt kveðið á um hverjir innan flokkanna beri ábyrgð á lögbrotum. Saksóknari efnahagsbrota segir að bæði framkvæmdastjórar og undirmenn þeirra kunni að bera ábyrgð. Ríkisendurskoðun gerði ekki athugasemdir við að Íslandspóstur styrkti stjórnmálaflokkana á sínum tíma. HELGI MAGNÚS GUNNARSSON „Ég taldi þetta mál upplýst. Það var tekið við þessum styrk frá Íslands- pósti. Þetta voru bara hrein mistök og svo var það endurgreitt,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, framkvæmda- stjóri Framsóknar. Styrkurinn hafi borist í gegnum kjördæmasamband flokksins í Reykjavík. „Við fáum þessar upplýsingar þegar samreikningarnir eru skoðaðir,“ segir hann. Spurður um hver beri ábyrgð á þessu að hans mati, segist Sigfús ekki hafa leitað sér upplýsinga um það. „Við bíðum eftir að heyra frá efnahagsbrotadeildinni. Þetta er ekkert feimnismál fyrir okkur, held- ur mistök,“ segir hann. Spurður hví styrkurinn hafi ekki verið endurgreiddur þegar listinn var tekinn saman fyrir Ríkisendur- skoðun, það er þegar sást að Íslandspóstur var meðal þeirra sem styrktu flokkinn. „Þetta virðist hafa sloppið fram hjá. Menn hafa ekki gert sér grein fyrir því að þetta bryti í bága við lög,“ segir Sigfús Ingi. HÉLT MÁLIÐ ÚR SÖGUNNI SIGFÚS INGI SIGFÚSSON Andri Óttarsson, þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, svaraði hvorki símtölum né skilaboðum í gær. Drífa Snædal, framkvæmdastýra VG, svaraði heldur ekki. ANDRI OG DRÍFA SVARA EKKI Inntur viðbragða við rannsókn efnahagsbrotadeild- ar, segir Skúli Helgason, þingmaður og þáverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, að hún sé „fullkomlega eðlileg og ekkert nema gott um hana að segja“. Styrkurinn frá Íslandspósti hafi komið inn í gegnum ráð Suðvesturkjördæmis: „Hann kom ekki í ljós á skrifstofunni fyrr en við fengum listann, flokkurinn þurfti að safna saman bókhaldi frá öllum aðildarfélögum.“ Hann hafi farið fram á það við Ríkisendurskoðun að hún færi yfir fyrirtækjalistann og léti hann vita ef á honum væri nokkuð athugavert. „Ég fékk engar athugasemdir til baka og taldi okkur því vera í nokkuð góðum málum. Þannig að þarna hefur bæði þeim og okkur yfirsést þessi styrkur frá Íslandspósti,“ segir Skúli. Styrkurinn var endurgreiddur þegar upp komst um mistökin opinberlega. Spurður hví styrknum hafi ekki verið skilað strax og listinn var gerður segist Skúli ekki þekkja þá sögu. Sigrún Jónsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri, hafði ekki tekið við starfinu þegar listinn, sem sendur var Ríkisendurskoðun, var gerður en segir að það hafi verið „mistök að átta sig ekki á því um leið og þetta kom fram á listanum“. MISTÖK AÐ ÁTTA SIG EKKI Á ÞESSU SKÚLI HELGASON SIGRÚN JÓNSDÓTTIR ANDRI ÓTTARSSON DRÍFA SNÆDAL KÍNA, AP Hundruð manna héldu út á götur borgarinnar Urumqi í Xinj- iang-héraði í gær til að krefjast afsagnar leiðtoga Kommúnista- flokksins í borginni. Fólkið veif- aði kínverskum fánum og krafðist þess að öryggismálum í borginni yrði komið í samt lag. Undanfarnar vikur hafa hundr- uð íbúa borgarinnar orðið fyrir dularfullum árásum þar sem sprautum með nálum er beitt sem vopni. Yfirvöld hafa staðfest að 487 manns hafi orðið fyrir slíkum árásum. Rúmlega tuttugu manns hafa verið handteknir. Í borginni brutust út óeirðir í júlí síðastliðnum sem kostuðu nærri 200 manns lífið. Þar áttust við Úíg- úrar, sem hafa verið í meirihluta í héraðinu frá fornu fari, og Han- Kínverjar, sem hafa náð þar und- irtökum síðustu áratugina. Mótmælendurnir að þessu sinni voru flestir Han-Kínverjar, en þeir virtust gera sér far um að ýfa ekki upp sárin frá átökunum í sumar. Reiðinni beindu þeir að embættis- mönnum, sem hefur ekki tekist að sjá íbúunum fyrir nægri lögreglu- vernd. Lögregla reyndi að stöðva mót- mælagönguna í gær, en mótmæl- endur höfðu þó betur og fóru sínu fram. Sprautuárásirnar hafa vakið óhug meðal almennings, ekki síst vegna þess að HIV-smit er útbreitt í héraðinu. - gb Friðsamleg mótmæli í Xinjiang-héraði í kjölfar dularfullra sprautuárása: Dularfullar árásir á fólk með sprautum Í SAMRÆÐUM VIÐ ÓEIRÐALÖGREGLUNA Íbúar í Urumqi eru ósáttir við ástandið í borginni í kjölfar óeirðanna sem urðu þar í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Ekkert í samningi styrkt- arsjóðs hjartveikra barna við Landsbankann kveður á um að til- tekið lágmark hans skuli ávaxtað í ríkisskuldabréfum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í minnisblaði frá Landsbankanum um málið, sem sent var til fjölmiðla í gær. Í minnisblaðinu kemur enn fremur fram að fundur hafi verið haldinn með forsvarsmönnum sjóðsins í fyrravor þar sem ítar- lega var farið yfir samsetningu eignasafns hans. Engar athuga- semdir hafi komið fram á fund- inum. Sjóðurinn stendur nú í mála- ferlum gegn Landsbankanum og sakar bankann um að hafa brotið fjárstýringarsamninginn. Í samn- ingnum hafi verið kveðið á um að stærstur hluti sjóðsins skyldi ávaxtaður í ríkisskuldabréfum, skuldabréfum sveitarfélaga eða bréfum sem tækju mið af sam- bærilegri áhættu og ríkistryggð bréf. Fulltrúar Landsbankans hafa hingað til ekki viljað tjá sig um málið en sendu minnisblaðið á fjöl- miðla í gær. Jóhann Haukur Hafstein, lög- maður styrktarsjóðsins, segir að í sjálfu sér sé ekkert rangt sem þar komi fram. Hins vegar verði að athuga að fulltrúar sjóðsins hafi aldrei verið upplýstir um hvað var í peningamarkaðssjóðnum sem fjárfest var í. Í ljós hafi komið að það voru mestmegnis bréf í óstönd- ugum fyrirtækjum. - sh Landsbankinn svarar fyrir sig í deilunni við styrktarsjóð hjartveikra barna: Sjóðstjórn gerði engar athugasemdir SAMIÐ Björgólfur Guðmundsson afhendir styrk við undirritun samnings- ins við Neistann. INDÓNESÍA, AP Jarðskjálftinn sem varð í Indónesíu á miðviku- dag kostaði að minnsta kosti 57 manns lífið, en tugir manna að auki grófust undir húsarúst- um eða skriðum og er óvíst um björgun þeirra. Skjálftinn mældist 7 stig og olli mestu tjóni á vesturhluta eyjunn- ar Jövu þar sem þúsundir bygg- inga í þorpum og bæjum eyði- lögðust eða skemmdust illa. Þúsundir íbúa víða um land- ið flúðu út á götur og þorðu ekki aftur inn í hús. Margir fórust vegna þess að aurskriður féllu yfir íbúðarhús og er óttast að tala látinna kunni að hækka verulega. - gb Jarðskjálftinn í Indónesíu: Kostaði tugi manna lífið FLÚIÐ ÚT Á GÖTU Fólk þorði ekki inn í húsin aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKIPULAGSMÁL Áhugahópur um björgun Ingólfstorgs ætlar að halda tónleika á torginu á laugar- dag til að vekja athygli á málstað sínum. Þetta var tilkynnt á blaða- mannafundi í gær. Mikil andstaða er við áform um að reisa fimm hæða hótel við Vallarstræti og flytja tvö hús yfir strætið og inn á Ingólfstorg og rífa Nasa. Áhugahópurinn um Björgun Ingólfstorgs fékk arkitektastof- una Glámu Kím til að leggja mat sitt á deiliskipulagstillöguna og var skýrsla þeirra kynnt á fund- inum. Frestur til að gera athuga- semdir við skipulagið rennur út 11. september. Baráttutónleikarn- ir verða klukkan tvö á laugardag- inn. - bs Vinir Ingólfstorgs og NASA: Tónleikar til bjargar torginu BARÁTTUHÓPURINN Áhugahópurinn fékk arkitektastofu til að gera úttekt á deiliskipulagsstilögunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRAMKVÆMDIR Unnið er að stórum og smáum hafnar- og sjóvarna- framkvæmdum víða um land að því er fram kemur á heimasíðu Siglingastofnunar. Vinna við ferjuhöfnina á Brjánslæk er að hefjast. Þar verður steypt þekja og byggt masturshús. Á Patreksfirði er verið að bæta löndunaraðstöðu og viðlegu fiskiskipa. Á Þingeyri er vinna við sjóvarnir að hefjast. Áætlað er að um 2.000 rúmmetr- ar af grjóti verði notaðir í verkið. Þá er einnig unnið að áframhald- andi gerð sjóvarna við Sigurðar- búð á Ísafirði en þar þarf um 700 rúmmetra af grjóti í verkið. - th Hafnarframkvæmdir: Ferjuhöfnin á Brjánslæk bætt VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.