Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 2
2 4. september 2009 FÖSTUDAGUR Rúnar, er hann eitthvað kex- ruglaður? „Nei, en við ættum kannski að hitt- ast yfir bakkelsi og koma hlutunum á hreint.“ Umboðsmaðurinn Bram van Barne- veld sagði í fjölmiðlum að KR stæði á brauðfótum. Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, vísar því á bug. NÁTTÚRA Veiðimenn í Laxá í Kjós göptu í forundran þegar Nissan Terrano jeppi kom akandi upp ána rétt áður en veiði lauk um klukkan átta í fyrrakvöld. Jeppinn ók í átt að Laxfossi þar sem hann festi sig. Ökumað- ur jeppans náði þó að losa hann og snúa honum við áður en hann fest- ist aftur. Auk ökumannsins voru þrír farþegar í jeppanum. Eftir þó nokkurn barning gafst ökumaður- inn upp á að losa jeppann og óðu fjórmenningarnir í land þar sem hringt var á lögregluna sem kom á staðinn ásamt björgunarsveit- inni Kyndli úr Mosfellsbæ. Vaskir menn úr björgunarsveitinni bundu spotta í jeppann og drógu hann upp úr ánni. Gylfi Pétursson, staðarhaldari í Laxá í Kjós, segist aldrei áður hafa séð annað eins. Þetta sé í fyrsta skipti sem bifreið sé ekið upp ána við Laxfoss sem sé rómaður veiði- staður og ein helsta ímynd árinn- ar. „Veiðimönnum er illa við það þegar bílar koma nálægt árbakkan- um hvað þá þegar þeir koma akandi upp á og festa sig við veiðihylji eins og reyndin var í þessu tilfelli,“ segir Gylfi. „Þarna held ég að það sé búið að setja nýtt viðmið í tillit- sleysi gagnvart veiðimönnum.“ Þröstur Elliðason fiskeldisfræð- ingur segir þessa atburðarás ótrú- lega. Ólíklegt sé að ökuferð einn- ar bifreiðar upp ána hafi einhver áhrif á lífríki hennar þó vissulega hafi þetta truflandi áhrif á veiði í stuttan tíma. Spurður hvort ein- hver viðurlög séu við svona löguðu segist hann ekki vita til þess. „Enda eru menn ekki vanir því að bílar aki beinlínis að veiðihylj- um úti í á,“ segir Þröstur. Helga Jósefsdóttir, ökumaður jeppans, segir að eigandi jepp- ans hafi manað sig til að keyra út í ána. „Það var vegslóði við bakkann en þegar við vorum komin út í á sáum við að það var enginn slóði hinum megin,“ segir Helga. „Við ókum því upp ána til að leita að stað til að fara upp úr en þá fest- um við okkur tvisvar og þurftum að lokum að vaða í land. Það var engin hætta á ferðum, vatnið náði rétt upp að hné.“ Spurð hvort hún líti það ekki alvarlegum augum að aka upp eina af bestu laxveiðiám landsins svar- ar hún: „Við vissum ekki einu sinni hvaða á þetta var.“ trausti@frettabladid.is Veiðimenn göptu er jeppi kom upp ána Jeppa var ekið upp Laxá í Kjós en festist við Laxfoss. Staðarhaldari segist aldrei hafa séð annað eins. Búið að setja nýtt viðmið í tillitsleysi gagnvart veiðimönn- um. Ökumaður var manaður í aksturinn en vissi ekki um hvaða á var að ræða. JEPPI VIÐ LAXFOSS Björgunarsveitarmenn úr Kyndli í Mosfellsbæ komu og drógu bílinn upp úr ánni. Við vissum ekki einu sinni hvaða á þetta var. HELGA JÓSEFSDÓTTIR ÖKUMAÐUR JEPPABIFREIÐARINNAR VIÐSKIPTI Kröfuhafar Kaupþings geta eignast allt að 87 prósent hlutafjár í Nýja Kaupþingi sam- kvæmt samningi sem fulltrúar Kaupþings, Nýja Kaupþings og ríkisins undirrituðu í gær. Í samningnum er kveðið á um endurfjármögnun bankans og uppgjör milli Kaupþings og Nýja Kaupþings. Skilanefnd Kaupþings hefur frest til loka október til að taka ákvörðun um hvort hún, fyrir hönd kröfuhafa, samþykki að eign- ast 87 prósent í Nýja Kaupþingi á móti 13 prósenta hlut ríkisins. Annar möguleiki er að Kaupþing taki ekki þátt í fjármögnun Nýja Kaupþings í bili, en fái á móti kaup- rétt á 90 prósentum hlutafjár sem verði virkur frá 2011 til 2015. Samningurinn var undirritað- ur með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar á Nýja Kaupþingi, sem og samþykki Fjár- málaeftirlitsins og Samkeppniseft- irlitsins, að því er fram kemur í til- kynningu frá Kaupþingi. Í kjölfar undirritunar samnings- ins voru gerðar breytingar á stjórn Nýja Kaupþings, og mun ný stjórn leiða bankann þar til endanlegt eignarhald liggur fyrir. Erna Bjarnadóttir tekur við stjórnarformennsku af Huldu Dóru Styrmisdóttur, sem hverf- ur úr stjórninni. Auður Finnboga- dóttir hverfur einnig úr stjórninni, en Theodór Sigurbergsson kemur í hennar stað. - bj Ríkið undirritar samkomulag við Kaupþing og Nýja Kaupþing um eignarhald: Kröfuhöfum boðinn bankinn MEIRIHLUTI Kröfuhöfum Kaupþings býðst að eignast 87 til 90 prósent hluta- fjár í Nýja Kaupþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVISS, AP Tíminn er brátt á þrot- um fyrir þjóðir heims að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sagði Ban Ki- moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á ráð- stefnu með full- trúum um 150 þjóða í Genf í Sviss í gær. „Hitastigið á norðurheim- skautasvæðunum hækkar hrað- ar en annars staðar,“ sagði Ban. „Norðurheimskautið gæti verið orðið íslaust árið 2030.“ Hann skoraði á þjóðir heims að taka fótinn af bensíngjöfinni áður en stórslys yrði að veruleika. Fundað verður um arftaka Kyoto- samkomulagsins í Kaupmanna- höfn í desember. - bj Ís mögulega horfinn 2030: Hlýnar hraðast á norðurslóðum Kannabisræktun í Árbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á 440 kannabisplöntur, sem höfðu verið í ræktun í íbúð í Árbænum, seinnipart dags á mið- vikudag. Tveir karlmenn á þrítugsaldri tengjast málinu, en það telst upplýst, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. LÖGREGLUMÁL LÖGREGLUMÁL Þremur skotvopn- um var stolið úr húsi í Grafar- holti í fyrradag. Auk skotvopn- anna höfðu þjófarnir á brott með sér ýmsa aðra muni. Síðdegis í fyrradag handtók lögreglan svo mann og konu, bæði íslensk, sem grunuð voru um aðild að málinu. Yfirheyrslur stóðu í gær og taka átti ákvörðun um hvort krafist yrði gæsluvarð- halds að þeim loknum. Meðal þess sem húseigendur söknuðu eftir innbrotið, auk skot- vopnanna, voru skartgripir. Lög- reglan hefur fundið hluta þýfis- ins og rannsókn miðar vel. - jss Innbrot í Grafarholtshverfi: Stálu þremur skotvopnum BAN KI-MOON EFNAHAGSMÁL Ávöxtun íslensku lífeyrissjóðanna var neikvæð um 21,78 prósent á síðasta ári, þegar tekið hefur verið tillit til verð- bólgu. Þetta kemur fram á vef Fjármálaeftirlitsins (FME). Neikvæða ávöxtun sjóðanna má rekja til erfiðleika á innlend- um og erlendum fjármálamörk- uðum, að því er segir á vef FME. Árið 2007 var ávöxtunin jákvæð um 0,5 prósent, og árið 2006 var hún 10,2 prósent. Heildareignir lífeyrissjóðanna voru tæplega 1.600 milljarða króna virði í lok síðasta árs, sam- anborið við um 1.700 milljarða króna í árslok 2007. - bj Staða lífeyrissjóðanna erfið: Raunávöxtun neikvæð í fyrra DÓMSMÁL Tveir menn af erlend- um uppruna voru í gær dæmd- ir í þrjátíu og sextíu daga skil- orðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir að stela meðal ann- ars barnavagni að andvirði 129 þúsund krónur. Mennirnir stálu vagninum úr versluninni Fífu en þeir gengu út með vagninn og barnaleggings án þess að greiða fyrir vörurnar í maí síðastliðn- um. Þá stálu mennirnir jakka úr verslun 66°norður auk þess sem þeir stálu heimabíókerfi í verslun Hagkaupa í desember á síðasta ári. Mennirnir játuðu brot sín skýlaust. -kh Tveir menn dæmdir: Stálu leggings og barnavagni DÓMSMÁL Ákæra verður þingfest á hendur kvótalausa sjómannin- um Ásmundi Jóhannssyni í næstu viku fyrir ólöglegar veiðar. „Loks- ins,“ segir Ásmundur, sem fagnar ákærunni. Ásmundur hefur staðið í stappi við yfirvöld undanfarið ár, síðan hann ákvað að bjóða þeim byrg- inn og fara kvótalaus á veiðar. Hann var í kjölfarið sviptur veiði- leyfi, handtekinn og yfirheyrður auk þess sem bátur hans var inn- siglaður. Báturinn hefur nú legið innsigl- aður við festar í rúmt ár án þess að ákæra hafi litið dagsins ljós og hefur Ásmundur leitað til umboðs- manns Alþingis vegna þess. Umboðsmaður sendi lögreglustjóra- embættinu á Suðurnesjum í kjölfar- ið fyrirspurn um framgang máls- ins og eftir hvaða lögum var farið þegar báturinn var innsiglaður. Ásmundur verður ákærður fyrir að veiða án kvóta og veiðileyfis, og jafnframt fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum Landhelgisgæslunnar um að snúa til hafnar. „Það er bara gott um þetta að segja,“ segir Ásmundur um ákæruna. Hann á allt eins von á því að verða sakfelldur fyrir hin meintu brot, en hefur ákveð- ið að senda málið í kjölfarið til mannréttindadómstóls Evrópu, sem hefur áður kveðið upp þann úrskurð að kvótakerfið íslenska brjóti gegn mannréttindum. - sh Ásmundur Jóhannesson fagnar því að vera loksins dreginn fyrir dóm: Kvótalausi sjómaðurinn hefur verið ákærður KVÓTALAUS Ásmundur segist ekki hafa brotið nokkurn skapaðan hlut af sér, það sé kvótakerfið sem sé ólöglegt. MYND / VÍKURFRÉTTIR SAMGÖNGUR Aksturstími milli Reykjavíkur og Ísafjarðar að vetri til styttist um eina og hálfa klukkustund með nýrri 130 metra brú yfir Mjóafjörð og tengdum framkvæmdum. Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra opnaði fyrir umferð um brúna í gær. Hún tengist nýjum vegarkafla frá Eyri í Ísafirði að Hörtná í Mjóafirði. Fjölmennt var við opnunina enda langþráð samgöngubót Vestfirðinga orðin að veruleika. Talsvert hefur þurft að bíða eftir samgöngubótinni, en brúin átti að vera tilbúin í byrjun nóv- ember í fyrra. - bj Brú yfir Mjóafjörð opnuð: Aksturstími styttist mikið OPNAÐ Kristján Möller samgönguráð- herra opnaði brú yfir Mjóafjörð í gær. ORKUMÁL Greiðslur Landsvirkjun- ar til Skeiða- og Gnúpverjahrepps runnu ekki til sveitarstjórnar- manna heldur til sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Gunnars Arnar Marteinssonar sveitarstjóra. Þar segir enn fremur að sam- kvæmt samkomulagi við Lands- virkjun hafi fyrirtækið greitt allan útlagðan kostnað sveit- arfélagsins vegna breytinga á aðalskipulagi. Meðal annars hafi verið greitt fyrir aukafundi sveitastjórnarmanna. Fráleitt sé að ýja að því að Landsvirkj- un hafi borið fé í sveitastjórnar- mennina. - bj Greiðslur Landsvirkjunar: Runnu ekki til einstaklinga SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.