Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 4. september 2009 MENNTUN Í haust hefst nýtt nám í Norðurlandafræðum við Háskóla Íslands, þar sem lögð verður sér- stök áhersla á norræn tjáskipti og menningu. Námið, sem gefur mast- ersgráðu, er ætlað þeim sem hafa lokið BA-eða BS-gráðu og hafa að minnsta kosti eitt Norðurlandamál á hraðbergi. Jón Yngvi Jóhannsson, einn kennaranna, segir að með náminu sé ætlunin að efla norrænt sam- starf. Nemendur verði mun hæfari til þátttöku í því að náminu loknu. Námið er fjölbreytt og mun fjöldi gestakennara frá Norður- löndunum hafa umsjón með því. Jón Yngvi segir að í sínum hluta taki nemendur þátt í bókmennta- hátíð og eins í málþingi um Knut Hamsun sem haldið verður í okt- óber. Jón Yngvi segir norrænt sam- starf síst vera á undanhaldi og raunar séu líkur á að það verði æ mikilvægara. „Geysilega mikið af öllu starfi í háskólum, stjórnsýslu og því sem viðkemur menningar- lífi byggir á norrænu samstarfi. Það verður manni mun fremur að gagni ef maður hefur innsýn í mál og menningu hinna Norðurland- anna. Ég hef grun um að norrænt samstarf verði mun mikilvægara á næstunni, ekki síst ef við förum inn í Evrópusambandið.“ Námið tekur tvö ár, en hægt er að ljúka diplómanámi eftir eitt ár. Umsóknarfrestur rennur út 15. september. - kóp Nýtt mastersnám í Norðurlandafræðum: Námið ýtir undir norrænt samstarf NÁMIÐ KYNNT Kynningarfundur fyrir mastersnám í Norðurlandafræðum fór fram í gær. Umsóknarfrestur rennur út 15. september. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNTUN Meistaranám í skipulags- fræðum hóf göngu sína í Landbún- aðarháskólanum á Hvanneyri nú á haustmisseri. Að sögn Sig- ríðar Kristjáns- dóttur, lektors í skipulagsfræði við skólann, þá er mikil þörf fyrir skipulags- fræðinga t i l starfa á Íslandi; t i l starfa í stjórnsýslunni, bæði á sveitarstjórnarstigi og í ráðuneytum. „Við vonumst til þess að bæta þekkingu og skipulagsmenningu á Íslandi með náminu,“ segir Sigríð- ur sem hefur doktorsnám í faginu að baki. Skipulagsmál hafa verið mikið til umfjöllunar undanfarin ár og segir Sigríður að margt hefði mátt betur fara í þeim málum; starfskraftar menntaðra skipu- lagsfræðinga eigi þannig örugg- lega eftir að nýtast vel. „Tilgangur námsins er þó alls ekki að gagnrýna allt og alla held- ur að kenna réttar aðferðir við skipulagsmál,“ segir Sigríður. Hún hefur sjálf oft verið kölluð til sem sérfróður dómari í dómsmálum sem tengjast skipulagi og bend- ir á að með betra unnu skipulagi megi forðast slíkar deilur og þar með spara milljónir. Nám í skipulagsfræðum er opið öllum sem hafa lokið BA- eða BS- námi í háskóla en nemendur sem koma úr ólíkum greinum geta tekið námskeið á BS-stigi samhliða náminu til að bæta við grunnþekk- ingu á faginu. Einnig verða endur- menntunarkúrsar í boði. - sbt Meistaranám í skipulagsfræðum kennt á Hvanneyri: Skipulagsfræðinga vantar til starfa UMDEILT Margar ákvarðanir í skipulagsmálum hafa verið umdeildar undanfarin ár, til dæmis framkvæmdir við Höfðatorg í Borgartúni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR Geysilega mikið af öllu starfi í háskólum, stjórnsýslu og því sem viðkemur menningarlífi byggir á norrænu samstarfi JÓN YNGVI JÓHANNSSON KENNARI Í NORÐURLANDA- FRÆÐUM VIÐ HÍ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.