Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 19
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 FRÆÐSLUGANGA Skógræktarfélags Hafnar- fjarðar verður farin laugardaginn 5. septemer og er sú síðasta á þessu ári. Skoðuð verða tré og runnar í trjásafninu í Höfðaskógi. Lagt verður af stað frá Þöll við Kaldárselsveg klukkan 10. „Af fuglakjöti er kjúklingur oftast á borðum hjá mér en ég er samt með hálfgerða fuglakjötsdellu þessa dagana, hef verið að upp- götva mat eins og lunda, svartfugl og önd,“ segir Brynhildur Stefanía Jakobsdóttir, sem á og rekur Snyrtistofuna Helenu fögru. „Ég er ekki mikill kokkur og vel baksturinn frekar fram yfir, en þegar ég elda vel ég mér eitthvað sem er einfalt og fljótlegt og því á kjúklingaréttur, eins og þessi sem ég fékk hjá vinkonu minni, mikið upp á pallborðið.“ Brynhildur segir laukinn og hneturnar mynda afbragðs sam- spil og sósan sé mjög góð. „Mér finnst góð tilbreyting að prófa nýjar sósur, enda er maður alinn upp við gömlu góðu brúnsósurnar og gaman að prófa eitthvað nýtt í þeim efnum með mat.“ juliam@frettabladid.is Er með dellu fyrir fuglakjöti þessa dagana Brynhildur Stefanía Jakobsdóttir eldar gjarnan rétti sem eru fljótlegir og einfaldir og er allt fuglakjöt í miklu uppáhaldi. Þannig segist hún vera að uppgötva ýmsar tegundir fuglakjöts þessa dagana. Brynhildur Stefanía Jakobsdóttir snyrtifræðingur og sonur hennar, Patrekur Úlfarsson, eru sammála um að kjúklingaréttir séu eitthvað sem allir á heimilinu samþykki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 4 kjúklingabringur 1-2 hvítlauksgeirar lítill bútur engiferrót (2 sentimetrar) 1 stór laukur 1 rauð paprika 1 poki kasjú-hnetur 1 msk. olía til steikingar 2 msk. vorlaukur, saxaður Sósa: 200 ml Hoi Sin-sósa 3 msk. Tamari-sósa 3-4 msk. appelsínu- marmelaði 250 ml kjúklingasoð Skerið kjúklingabring- urnar í teninga og steikið á pönnu í um 15-20 mínútur. Takið bringurnar af pönn- unni. Steikið laukinn, kasjú-hneturnar, papr- ikuna, hvítlaukinn og engiferrótina í smá- stund. Setjið hráefnið í sósuna út á pönnuna saman við grænmet- ið, hrærið saman og setjið loks bringurnar út í. Látið malla í smá- stund. Vorlauk er síðan stráð yfir í lokin. Gott að bera fram með hrísgrjónum. KJÚKLINGUR MEÐ KASJÚ-HNETUM Fyrir fjóra Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin g b ro t 6.990 kr. 4ra rétta tilboð og nýr A la Carte Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 10.990 kr. Barolo „Ornato“ 2004 | Ítalía. Chablis Grand Cru ,,Les Clos” 2005 | Frakkland Glas af eðalvíni Nú hefur veitingahúsið Perlan bætt við möguleikanum að velja sér glas af 16 eðalvínum með mat. Verð frá 1.050-3.700 kr. Sjá nánar á perlan.is. · Reykt önd með fíkjum, valhnetum og rauðvínsgljáa · · Humarsúpa rjómalöguð með grilluðum humarhölum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu · * E Ð A * · Fiskur dagsins útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar · · Skyr “Tonka crème brûlée” með karamelluís ·

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.