Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 22
2 föstudagur 4. september
núna
✽ tíska og markaðir
augnablikið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Valli Ristjórn Anna Margrét Björnsson
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir
sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
F atahönnuðurinn Arna Sigrún Haraldsdótt-ir er nýkomin heim frá Lundúnum þar sem
hún starfaði hjá fatahönnuðinum Roksanda Ilinc-
ic um nokkurt skeið. Arna Sigrún útskrifaðist
vorið 2008 af fatahönnunarbraut Listaháskóla
Íslands og vakti nokkra athygli fyrir framúr-
stefnulega útskriftarlínu sína.
„Flestir fyrsta ársnemar fara í starfsnám til
Parísar sem ég gerði ekki og mér fannst ég allt-
af eiga það eftir. Ég ákvað því að sækja um starfs-
námsstyrk til að komast í starfsnám að útskrift
lokinni. Eftir að hafa fengið vilyrði fyrir styrknum
sótti ég um vinnu hjá nokkrum hönnuðum í Lond-
on. Af þeim hönnuðum sem svöruðu leist mér
best á Ilincic og ákvað því að fara þangað,“ segir
Arna Sigrún. Hróður Roksöndu Ilincic hefur vaxið
hratt síðan hún steig sín fyrstu skref sem hönn-
uður árið 2005 og hefur hún meðal annars verið
nefnd næsta stjarna tískuheimsins af breska blað-
inu Telegraph.
„Ég var að vinna í stúdíóinu og var mest í því að
sauma prufur af sýnishornum. Þess á milli gekk
maður bara í þau verk sem þurfti að klára. Þetta
var mjög krefjandi vinna en svakalega skemmti-
leg og ég lærði mjög mikið. Kosturinn við að vera
að vinna í svona litlu fyrirtæki er að maður kynn-
ist öllum hliðum rekstursins sem er alveg ómetan-
legt. Sumum finnst meira spennandi að fá vinnu
hjá stóru hönnuðunum en þar er fólk í starfsþjálf-
un oft látið sinna ómerkilegum störfum. Ég heyrði
til dæmis af stelpu sem komst að hjá Alexander
McQueen þar sem starf hennar var að viðra hund-
inn.“
Arna Sigrún vinnur nú að nýrri haustlínu fyrir
árið 2010 sem hún mun frumsýna næsta vor.
„Það er mjög erfitt fyrir unga hönnuði að stíga sín
fyrstu skref í þessum bransa, en einhvers staðar
verður maður að byrja. Í framtíðinni dreymir mig
um að reka eigið fyrirtæki á Íslandi. Mig langar að
geta nýtt íslenskt hráefni, þjónustu og framleiðslu
eins mikið og ég get þó ég viti að ég muni allt-
af þurfa að sækja ákveðna þjónustu út fyrir land-
steinana.“ - sm
Arna Sigrún Haraldsdóttir vinnur hjá heimsfrægum fatahönnuði:
ÓMETANLEG REYNSLA
HJÁ ILINCIC
BÝFLUGNADROTTNINGIN
Anne Wintour, mætti í sumarlegum
blómakjól á frumsýningu heimildar-
myndarinnar September issue í síð-
ustu viku en myndin fjallar um hana
sjálfa og störf hennar hjá tímaritinu.
„Við tókum okkur saman sjö
manns, sem tengjumst í gegnum
list og hönnun, og erum búin að
slá upp flóamarkaði,“ segir Anna
Margrét Sigurðardóttir, sem er ein
þeirra sem ætla að selja geymslu-
gersemar sínar á flóamarkaði á
sunnudaginn. „Við verðum með
allt mögulegt til sölu; skó, töskur,
lampa, vasa og þar fram eftir göt-
unum. Þarna verða meðal annars
flottir hlutir sem hafa verið keypt-
ir á flóamörkuðum í New York
og London. Svo eru sum okkar
með gersemar úr búslóðinni frá
ömmum sínum og heil glás af
lítið notuðum og fallegum barna-
fötum.“
Markaðurinn verður haldinn í
iðnaðarhúsnæði í Bygggörðum 5
á Seltjarnarnesi og verður opinn á
milli klukkan ellefu og fimm. Hæg
tverður að sötra kaffi og kjamsa á
pönnukökum en búið er að koma
upp kaffiaðstöðu á staðnum. Þá
verða ljúfir íslenskir tónar á fón-
inum.
- hhs
Iðnaðarhúsnæði breytt í markað á sunnudaginn:
Selja gullið frá ömmum sínum
Gulli hlaðnar Solla, Anna, Ríkey og Adda eru meðal skipuleggjenda flóamarkaðar í
Bygggörðum 5 um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ný stjarna í tískuheiminum
Roksanda Ilincic þykir hæfileikarík-
ur hönnuður og hefur vakið mikla
athygli fyrir hönnun sína.
Sigurför hjá E-label
Íslenska fyrir-
tækið E-label
heldur áfram
sigurgöngu
sinni en eftir
umfjöllun í
tímaritunum
Elle og Grazia
birtist ítar-
leg umfjöllun
á tískublogginu Kingdom of Style
í gær. Fólkið á bak við E-label hélt
velunnurum sínum veglegt kampa-
vínsteiti í gærkvöldi sem endaði
á sérstakri sýningu á heimild-
armyndinni September Issue
um lífið í kringum tímaritið
Vogue.
Heimir spilar á Jolene
Þeir sem
verða stadd-
ir í kóngsins
Kaupmanna-
höfn næstu
helgi ættu ekki
að missa af
plötusnúðnum
Heimi Héðins-
syni sem spilar
á barnum Jolene. Eins og margir
vita er Jolene vinsæll staður í kjöt-
hverfi borgarinnar í eigu Dóru Tak-
efusa.
þetta
HELST
Mikilvæg reynsla Arna Sigrún segir starfsnámið hjá Rok-
söndu Ilincic hafa verið ómetanlegt og þar hafi hún lært á
ýmsar hliðar hönnunarheimsins. FRÉTTABLAÐIÐ/
helgin
MÍN
Lagar magaónot og vanlíðan strax
Eitt hylki eða 2 msk. saf i á dag
www.celsus.is Fæst í Apótekum
STEINÞÓR HELGI HJÁ BORGINNI ÚTGÁFU
Eftir æsilegan vinnudag ætla ég mér á æsilegt pöbbkviss á Grand Rokk. Ég
hugsa að ég mæti þangað líka aftur um kvöldið á Grapevine-tónleikana með
Dr. Gunna og fleiri góðum. Ég tel líka einkar líklegt að staðir á borð við Kaffi-
barinn og Karamba verði viðkomustaðir mínir föstudag og laugardag.