Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 4. september 2009 Neðanjarðartískusýning á vegum Iceland Fashion Week fer fram við Reykjavíkurhöfn í dag. Þar fá sex ungir hönnuðir tækifæri til að sýna hönnun sína, þar á meðal er Arndís Ey Eiríksdóttir, klæðskera- nemi. „Það er búið að vera brjálað að gera síðustu vikur við undirbún- ing á tískusýningunni. Ég verð með um fimmtán innkomur á sér- stakri sýningu fyrir unghönnuði sem fer fram í dag. Við erum níu ungir hönnuðir sem tökum þátt í þessari sýningu,“ segir Arndís Ey en hún hannar undir nafninu Ey Design og hefur vakið þó nokkra athygli fyrir „cape“ sem hún hann- ar og saumar sjálf. Aðspurð segir hún undirbúning vera vel á veg kominn. „Ég er búin að velja fyrirsæturnar og ákveða hárgreiðslur og förðun, þannig að þetta er allt á réttri leið. Ég er voða lítið stressuð, aðallega full tilhlökkunar enda hef ég ekki tekið þátt í tískusýningu af annarri eins stærðargráðu áður.“ Þegar blaðamaður spyr Arn- dísi út í þá gagnrýni sem tísku- vikan hefur fengið segist hún lítið velta sér upp úr henni. „Mér finnst bara spennandi að fá að vera með og geta unnið að og þróað línuna mína enn frekar. Ég hlakka líka til þess að sjá hvað hinir hönnuðirnir ætla að sýna.“ Tískusýningin hefst klukkan 14.00 í dag. -sm „Keppnin er búin að vera mjög hressandi,“ segir útvarpsmaður- inn Þórður Helgi Þórðarson, best þekktur sem Doddi litli. Hljómsveitirnar Dikta og Cliff Clavin keppa til úrslita í svoköll- uðu hljómsveitabattli í útvarps- þættinum Litlu hafmeyjunni á Rás 2 í kvöld. Sextán hljómsveitir hófu keppni í sumar og á meðal þeirra voru Stuðmenn, Brain Police, Land og synir, Agent Fresco og Mammút. Keppnin fer fram í hinu sögufræga Stúdíó 12. „Þetta eru sterkustu liðin – þau hafa haft mest fyrir þessu,“ segir Doddi um úrslitahljómsveitirnar. Ljóst er að keppnin verður æsi- spennandi, en hlustendur hringja inn, greiða atkvæði og ráða þannig úrslitum. „Í síðustu viku ætl- aði Dikta að segja sig úr keppn- inni vegna þess þeir voru á síð- ustu stundu með að klára plötu. Samt náðu þeir að klóra sig fram úr þessu.“ Lokakeppnin fer þannig fram að hljómsveitirnar byrja á því að flytja eigið lag. Svo þurfa þær að flytja rokkabillílag og að lokum þurfa þær að semja nýtt sigurvegaralag – eitthvað sem Doddi vonast til að skipti út laginu We Are the Champ- ions með Queen. „Ég er að gera mér vonir um það að við þurfum aldrei að heyra Queen-lagið aftur.“ - afb Dikta og Cliff Clav- in keppa til úrslita DIKTA Þykir gríðarlega sigurstrangleg. CLAVIN En enginn skal vanmeta hinu ungu og efnilegu hljómsveit Cliff Clavin. EY DESIGN Arndís Ey segist lítið stressuð en full tilhlökkunar fyrir tískusýninguna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sex hönnuðir sýna Hátíðin Reykjavík Dance Festi- val stendur nú yfir í Hafnarfjarð- arleikhúsinu. Sérstök dansganga verður farin í tengslum við hátíð- ina þar sem dans mun birtast almenningi á hinum ýmsu stöð- um í miðborg Reykjavíkur. „Sá sem leiðir gönguna er gam- all flökkudraugur. Hann mun sem sagt leiða gönguna um miðbæ Reykjavíkur og fræða fólk um sögu borgarinnar og þeirra staða sem stoppað er á. Þessi draugur er frekar jákvæður en dálítið einmana en góður sögumaður,“ segir Ragnar Ísleifur Bragason, einn aðstandenda dansgöngunn- ar. Heiti göngunnar er Var það gangári?, en gangári er gamalt íslenskt heiti yfir flökkudraug. „Gangan hefst við skemmti- staðinn Karamba við Laugaveg 22 og þaðan verður gengið niður Veghúsastíg, Hverfisgötu og aðrar götur borgarinnar. Meðan á göngunni stendur verða ýmsir gjörningar og dansatriði á vegi okkar sem dansararnir Aðalheið- ur Halldórsdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir sömdu fyrir hátíð- ina.“ Að sögn Ragnars Ísleifs er frítt inn á alla viðburði hátíðarinnar en tekið er á móti frjálsum fram- lögum sýningargesta sem renna óskert í sjóð til að styrkja framtíð hátíðarinnar. Gangan hefst klukkan 17.00 í dag og verður endurtekin aftur á morgun klukkan 14.00. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á www.dancefestival.is. - sm Dansganga um mið- borg Reykjavíkur DRAUGASAGA Ragnar Ísleifur, í dular- gervi flökkudraugs, leiðir fólk um götur Reykjavíkur á danshátíð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.