Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 38
26 4. september 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Átján nýjar erlendar hljómsveitir hafa staðfest komu sína á Iceland Airwaves-hátíðina sem verður haldin 14. til 18. okt- óber. Þeirra á meðal er Kings of Convenience frá Noregi með Erlend Øye úr sveitinni The Whitest Boy Alive inn- anborðs, The Drums frá New York, elektrótríóið Jess- ica 6 frá Bandaríkjunum og breska hljómsveitin Black Cherry. Einnig ætla Danirnir Trentemöller og Kasper Bjørke að þeyta skífum. Áður höfðu staðfest komu sína Casiokids frá Noregi, Metronomy frá Bretlandi og fleiri flytjendur. Fyrir skömmu rann út umsóknarfrestur á hátíð- ina fyrir íslenska tónlistarmenn og bárust hátt í þrjú hundruð umsóknir, sem er það mesta til þessa. Þar að auki sóttu um fimm hundruð erlend bönd um að koma fram á Airwaves og samanlagt eru umsókn- irnar því um átta hundruð talsins. Aðstandendur Iceland Airwaves standa núna í ströngu við að fara yfir umsóknirnar og verður tilkynnt nánar á næstu dögum hverjir hafa verið valdir til að spila. Hátíðin rúmar aðeins um 160 hljómsveitir og því kom- ast færri að en vilja. Átján bætast við Airwaves KINGS OF CONVENIENCE Norska hljómsveitin er ein þeirra sem hafa staðfest komu sína á Iceland Airwaves. Leikarinn Tom Cruise bauð fram aðstoð sína við að ljúka við síð- ustu kvikmynd Heaths Ledger, The Imaginarium of Dr. Parnass- us, en var hafnað. Leikstjórinn Terry Gilliam afþakkaði aðstoð Cruise vegna þess að leikarinn þekkti ekki Ledger. „Ég vildi halda þessu innan fjölskyld- unnar,“ sagði Gilliam. Á end- anum voru þrír leikarar fengnir til að hlaupa í skarðið fyrir Ledger, Johnny Depp, Jude Law og Colin Farrell. Knattspyrnukappinn Hermann Hreiðarsson og félagar hans úr íslenska landsliðinu afhentu ágóðann af góðgerðargolfmóti sem Hermann hélt fyrr í sumar á blaðamannafundi á Hótel Nordica í gær. Alls söfnuðust 2,8 milljónir króna og rennur upp- hæðin til Umhyggju, Barnaspít- ala Hringsins, Mæðrastyrks- nefndar, SOS barnaþorpa og samtakanna Blátt áfram. Golf- mót Hermanns, sem hét Herm- inator Invitational, var haldið í Vestmannaeyjum í lok júní. Á meðal þátttakenda voru félagar hans úr íslenska landsliðinu og Sol Campell, fyrrverandi sam- herji hans hjá Portsmouth. 2,8 milljónir söfnuðust AFHENTU ÁGÓÐANN Landsliðsmennirnir Hermann Hreiðarsson, Stefán Gíslason og Pálmi Rafn Pálmason afhentu ágóð- ann af mótinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dr. Gunni heldur útgáfutónleika á Grand Rokki í kvöld í tilefni af plötu sinni Inniheldur sem kom út í sumar. Á tónleikunum flytur hann lög af plötunni og er ekki ólíklegt að þetta verði í eina skiptið sem þau verða leikin á sviði. Með honum í hljómsveit- inni eru bassaleikarinn Haukur úr Morðingjunum og Kristján Freyr úr Reykjavík! Á tónleik- unum, sem Gogoyoko og Grape- vine standa fyrir, koma einnig fram Hellvar frá Keflavík, tón- listarmaðurinn Insol og pönk- sveitin Blóð. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og hefjast tónleik- arnir klukkan 22. Dr. Gunni fagnar útgáfu DR. GUNNI Dr. Gunni spilar lög af plötu sinni Inniheldur á Grand Rokki í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR > HJÁLP CRUISE AFÞÖKKUÐ Opið alla daga frá 12 til 18 - Sími 578 9400 Viking 5.995 kr. GoreTex kuldaskór fyrir börn (23-28) Háskólabolir 1.595 kr. Með vasa Pony 3.995 kr. Strigaskór fyrir dömur Helly Hansen 5.999 kr. Regngallar fyrir börn Barnalúffur 995 kr. Arena 2.995 kr. Sundbolir Hummel 4.995 kr. Íþróttabuxur fyrir dömur Hlaupaskór 4.995 kr. Svartir (36-46) Dömustígvél 3.995 kr. Svört (36-41) Rucanor 2.495 kr. Íþróttataska

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.