Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 36
24 4. september 2009 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 4. september 2009 ➜ Tónleikar 21.00 Cosmic Call, Vicky og Mammút verða á Sódómu Reykjavík við Tryggva- götu. Húsið verður opnað kl. 20. ➜ Tíska 14.00 Fatasýning verður haldin í tengslum við Iceland Fashion Week, við Humarskipið Reykjavíkurhöfn. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. ➜ Kynningar Í Kramhúsinu við Skólavörðustíg 12, verður boðið upp á „götudansa- djamm“ fyrir krakka á öllum aldri milli kl. 17-19. Natasha, Sandra og Ragna Þyrí kynna hip- hop, krump, breik fönk og fleira. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. ➜ Lókal Lókal - alþjóðleg leik- listarhátíð í Reykjavík fer fram 3-6. septemb- er. Nánari upplýsingar á www.lokal.is. 17.00 Homo Absconditus í Þjóð- leikhúsinu (Kúlunni við Lindargötu). Sýningin fer fram á ensku. 20.00 Utangátta í Þjóðleikhúsinu (Kassanum við Lindargötu). 22.00 Feedback í Smiðjunni, leikhúsi LHÍ við Sölvhólsgötu. Sýningin fer fram á ensku. ➜ Sýningar Sýning Bliks ljósmyndaklúbbs sem nú stendur yfir í Perlunni í Öskjuhlíð, hefur verið framlengd til 6. sept. Opið alla daga kl. 10-21. Libia Castro og Ólafur Ólafsson opna sýningu í Suðsuðvestur við Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ. Opið um helgar kl. 14-17. Rafn Hafnfjörð hefur opnað ljósmynda- sýninguna „Skæni“ í Eplinu, hárstofu við Borgartún 26. Opið virka daga kl. 9-18 og á laugardögum kl. 9-14. ➜ Leikrit 12.30 Melkorka Óskarsdóttir og Adam Slynn flytja verkið „Elskendur - Sigurvegarar“ eftir Brian Friel á Kaffi hljómalind við Laugaveg 23. Sýningin fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis. ➜ Dans Reykjavík Dance Festival 3.-6. sept- ember í Hafnarfjarðarleikhúsinu við Strandgötu. Nánari upplýsingar á www. dancefestival.is. Aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum til styrktar hátíðinni. 18.00 Sýnd verða dansverkin Skekkja og Love Always, Debbie and Susan. 20.00 Sýnd verða dansverkin Marbara, Pretty Bassic og Shake Me. ➜ Ópera 20.00 Í Iðnó við Vonarstræti flytja Alexandra Chern- yshova sópran og Michael Jóni Clark verkin Síminn eftir Menotti og Biðin eftir Mikael Tariverdiev. Undirleik annast Dan- íel Þorsteinsson. > Ekki missa af Tónleikum Megasar og Senuþjófanna 10. sept ember á NASA þar sem efni af Milli- lendingu frá 1985 verður flutt í heild sinni. Það var hljómsveit- in Júdas sem lék með Megas á plötunni en á tónleikun- um á Nasa munu það vera Senuþjófarnir sem spila með honum. Á þriðjudagskvöld heldur söngva- skáldið Hörður Torfason árlega hausttónleika sína í Borgarleik- húsinu. Hefjast þeir kl. 20. Að þessu sinni hyggst Hörður flytja flesta þá söngva sem oftast er beðið um á tónleikum hans og sennilega þekktustu söngva sína. Hann hefur úr nógu að moða með fjóra áratugi að baki í söngvasmíðum og flutningi. Í dag opnar Hörður nýja heimasíðu þar sem boðið er upp á þá nýbreytni að kaupa má söngva hans. Tón- leikarnir verða teknir upp og er stefnt á útgáfu DVD er líður á veturinn. Miðasala er í Borgar- leikhúsi. - pbb Haustkonsert Harðar Meðal viðburða á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem hófst á fimmtudagskvöld er ljósmynda- sýning Olgeirs Andréssonar í anddyri Duushúsa. Olgeir starfaði lengi sem sjómaður en mátti snúa í land eftir slys. Hann hóf þá að sinna áhugamáli sínu: að taka myndir af norðurljósum. Hefur hann nú um langt skeið lifað af list sinni og er orðinn kunnur víða um lönd fyrir magn- aðar myndir af norðurljósabrigð- um yfir landinu. Hafa myndir hans víða birst í erlendum tímaritum og hlotið viðurkenn- ingar. Olgeir tekur flestar mynda sinna hér á Reykjanesskaganum og nýtur mælinga frá rann- sóknarstöð vestanhafs sem segir til um hvort veðurskilyrði í himinhvolfunum séu slík að von sé á norðurljósum. Á sýningunni í Duus verða einungis norður- ljósamyndir. Olgeir hefur haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýning- um á Suðurnesjum og tekið þátt í ljósmyndakeppnum bæði hér og erlendis og nokkrum sinnum unnið til verðlauna, meðal annars sem ljósmyndari ársins í danska ljósmyndablaðinu Zoom og mynd eftir hann hefur birst á Times Square í New York City hjá Kodak. Allar myndirnar á sýningunni eru til sölu. Ókunnugum skal greint frá að Duushús eru við Duusgötu 2-8 í Reykjanesbæ. Sýningin verður opin í dag frá 13-17 og laugar- dag og sunnudag frá 13-19. - pbb Norðurljósadans á himni LJÓSMYNDIR Ein mynda Olgeirs á sýningunni á Ljósanótt. MYND OLGEIR ANDRÉSSON ath. kl. 20 í Iðnó Í kvöld verða tvær einleiks- óperur fluttar í Iðnó. Alex- andra Chernyshova flytur The Telephone eftir Menotti og Bið- ina eftir Tariverdiev. Flutningurinn verður endur- tekinn 5. sept. í Iðnó kl. 20. Um langan aldur hefur danska uppboðshúsið Bruun Rasmussen Kunstauktioner í Kaupmannahöfn verið sá aðili sem íslenskir list- unnendur hafa leitað til bæði með kaup og sölu utanlands. Bruun hefur boðið upp hundruð íslenskra verka og staðið langt fram- ar ensku uppboðshúsunum eða húsum í öðrum löndum Skandin- avíu. Því er ekki að furða að hing- að leiti þeir nú, þegar ætla má að hreyfing komist á listmuni lands- manna í fjárhagslegu umróti. Um helgina verða hér matsmenn frá Bruun og bjóða þeir upp á verð- mat á listmunum, ekki aðeins á málverkum heldur einnig hús- munum, en á vegum þeirra eru uppboð haldin reglulega af ýmsu tagi, jafnvel á víni, auk söfnun- argripa alls konar. Jesper Bruun Rasmussen, ásamt tveimur sér- fræðingum, Peter Christmas- Møller og Kasper Nielsen, munu annast ókeypis mat á listmun- um án nokkurra skuldbindinga, á eldri og nýrri list, hönnun og antik munum. Matið er opið og fer fram mánu- daginn 7. september frá 13 til 18 í Konunglega danska sendiráðinu, Hverfisgötu 29 í Reykjavík. Þá er hægt að meta listmuni heima hjá fólki hinn 6. eða 7. septemb- er ef áhugasamir hafa samband við Kasper Nielsen í síma +45 6035 1121 eða með tölvupósti: k.nielsen@bruun-rasmussen.dk. Bruun er einkum að leita eftir verkum eftir íslenska og danska listamenn og nefna þeir til Jón Stefánsson, Jóhannes S. Kjarval, Ólaf Elíasson og Ásgrím Jónsson. Bruun Rasmussen Kunst aukti- oner er stærsti uppboðshaldari Danmerkur. Þar er höndlað með skartgripi, silfur, Georg Jensen- listmuni, Flora Danica-skart- gripi, rússneska list, mynt, frí- merki, vopn, bækur og vín árið um kring. Sjá frekar á vef þeirra: www.bruun-rasmussen.dk. pbb@frettabladid.is Mat boðið á listmunum UPPBOÐ Danskir kjörgripir eru eftirsóttir í framleiðslulandinu og fara á háu verði á uppboðum Bruun Rasmussen. MYND BRUUN RASMUSSEN Hafnarfjarðarleikhúsinu Miðasala í síma 555 2222 og á midi.is 5.sept kl.16 (English) LÓKAL 10.sept kl.21 fimmtudagur 11.sept kl.21 föstudagur 18.sept kl.21 fimmtudagur 19.sept kl.21 föstudagur Aðeins þessar sýningar Örfáar aukasýningar í september 9 grímutilnefningar PBB, Fréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.