Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 4
Tvær fyrstu göugur Maguússis
I.
Gunnarr hefr maðr heitit; af kynstofni
þeim, er kennt hefr sik til Thoroddi, þ.
e. Þórodds garðyrkjumanns á Reykhól-
um ok víðar. Faðir Gunnars var Sigurðr
inn verkhagi, Jóns sonr sagnameistara.
Hefr stundum þótt nokkut til þess
bregða hjá Gunnari, at honum væri
gjarnt til skáldskapar sem afa sínum, en
þó eingöngu f stjórnmálaræðum. — All-
ir hafa þeir Þóroddingar þótt menn merk-
ir ok þjóðþrifa, einkum ef þeir sneru sér
ekki at stjórnmálum.
Nú er þar til at taka, at sveinninn
Gunnar vex upp sem fífill f túni ok þykir
mannvænlegur um aðra sveina fram.
Mundu prestar, áður fyrrr, hafa sagt í
húsvitjanabókum sínum, at Gunnar væri
„vel læs ok skikkanlegr". Ungr gerðist
hann studiosus og skömmu síðar candi-
datus juris cum laude (hvað þýðir: með
lofi). Hefst nú skjótlega hans frama-
braut. Svo ungr gerðist hann alþingis-
maður, at á orði var haft. En til þeirra
metorða kusu hann Snæfellingar (en
þeir hafa raunar laungum þótt helzti lítt
vandir at virðingu sinni í póletikk). Sök-
um kunnáttu sinnar í lögvísi, varð Gunn-
arr inn ungi gerður professor, og gegndi
því embætti, án stórra áfalla nokkur ár.
Þá var hann enn hafinn til meiri valda,
nebbilega gerður búrgmeistari í sjálfri
höfuðborginni, en slíkt þykir alltaf virð-
ingarsess mikill með þjóðum, samanber
það, að Lundúnabúar kalla búrgmeistara
sína lávarðameri (en sennilega mundum
vér kunna betur við að kalla vora búrg-
meistara eldishesta, eður jafnvcl grað-
fola).
Títtnefndu embætti gegndi Gunnar
þokkalega, en tefldi þó eitt sinn á
tæpt vað, er hann fylgdi fast til forseta-
kosníngar teingdafeður sínum, og fékk
fyrir hjá þeim Hermanni Jónassyni og
Bjarna Ben, sem báðir studd í vand-
ræðum sínum aflóga klerk úr Dóm-
kirkjusókn, varla karlægan þó. Fékk
Gunnar af þessu mikinn óþokka hjá téð-
um foringjum, en stórar vinsældir hjá
öllum þorra sjálfstæðismanna.
En nú kom hlyl kur á hraðbyri Gunn-
aris til efstu metorða. Enda hann hrekk-
lausari en margur kollega hans. Ný rík-
isstjórn þurfti að ualda á manni í óvin'
sælt embætti. En Gunnar var vinsæll .. • 1
en hégómagjarn. Bjarni Lands-faðir (héf
eftir skammstafað LF) sagði Gunnari,
að þetta embætti skyldi Gunnar fá, en
ekkert ella). Gunnar beit á, skammsýnni
en skyldi. Hann kvaddi borgarstjóra-
embættið, en þar hafði hann haldið marg-
ar fagrar og viðeigandi ræður, sem safn-
að hafði verið í kistu mikla. Ræðurnaf
eiga við öll tækifæri, smá og stór, sorg-
leg og grínaktvg. — Kista þessi með öllu
innihaldi er nú í eigu Geirs Hallgríms-
sonar og mun hann oft kíkja í hana.
Nú reyndist svo, að fjárhagur ríkis*
4 SpegiUinn