Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 23
r r -... . .... .
Ur mermingarlífinu
Þá er íoks búið að þræla
vinnuvikunni hji. verkafólki
niður í fjörutíu og fjórai
stundir, en ekki gekk það and-
skotalaust fyrir sig. Voru
verkiýðsfélögin hér syðra búin
að vera í eftirvinnustræku í
nokkrar vikur, og mátti eng
inn þeirra meðlima ærlegt
handtak gera eftir klukkan
fimm síðdegis. Einnig voru fé'
lögin búin að gera smá stræk-
ur, einn dag í senn, og þótti
vel gefast. Stjórnarandstaðan,
sem eins og allir vita, er ó-
ábyrg, reyndi að gera sér mat
úr þessu ástandi, og hélt því
fram, að ríkisstjórninni væri
skammar nær að gera verk-
fall líka, og ekki bara einn
dag, heldur fyrir Iífstíð.
Bjarni Ben svaraði þessu á-
byrgðarlausa snakki fyrir hönd
stjórnar sinnar á þá leið, að
hún (stjórnin) væri einmitt
önnum kafin við að finna lausn
á þessum vanda, sem væri allt
í senn: skynsamleg, hagkvæm
(auðvitað fyrir alla aðila) og
ódýr í framkvæmd, þannig að
hún riði viðreisninni ekki að
fullu. Og auðvitað kom líka á
daginn, að Bjarni og hans
menn lumuðu á þeim ráðum,
sem dugðu.
Vér sjáum, að Þjóðviljinn
hefur það eftir Guðmundi
Jaka, að stytting vinnuvikunn-
ar sé stærsta kjarabót nýju
samninganna, og þorum vér
ekk! fyrir vort litla Iíf að
rengja það. Hins vegar vor-
kennum vér Birni á Akureyri
og Guðjóni í Iðju, sem sitja
nú uppi með fjörutíu og fimm
stunda vinnuviku. Nú geta
Dagsbrúnarkarlamlr við höfn-
ina hætt vinnu upp úr klukk-
an fjögur og verið búnir að
þvo sér og raka sig og hafa
fataskipti, þegar Iðjukerling-
arnar hætta vinnu um fimm-
leytið.
Ertu búinn að kenna
henni Rut að syngja „Hraustir menn“, Guðmundur?
Ekki er þó Iaust við að oss
gruni, að I framkvæmd muni
vinnuvikan síður en svo stytt*
ast. Oss grunar jafnvel, að til
að bæta upp vinnutapið, sem
leiddi af eftirvinnustrækunni,
verði verkamenn nú að taka
upp allt að sextíu stunda
vinnu-iku eitthvað fram á
haustið. Og andskoti erum vér
hræddir um, að þessi nýum-
samda vinnuvika verði að
framlengjast talsvert, ef Bjarni
og hans menn eiga að geta
skilað í tæka tíð þessum 250
íbúðum, sem þeir lofuðu að
byggja yfir láglaunafólkið
En sem sagt, það eru komn-
ir nýir samningar og vinnu-
friður tryggður ; landinu —'
í bili.
samn-
ingar