Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 18

Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 18
'* ^ ÍTm p ^ ) Sæl og blessuð, Gudda mín, og þakka þér fyrir bréfið og allt gott fyrr og síð- ar! Það var gantalega gaman að fá línu frá þér, og bitlamyndinar voru alveg draur.iur. Það er nú svo sem ekki margt að frétta héðan fremur en fyrri daginn, en ég kann betur við lofa þér að sjá, að ég er þó lifandi ennþá. Um daginn kom grað — — — kyn- bótahesturinn, meina ég, búnaðar.'r'ags- ins í girðinguna hestamannafélagsins, og allir áttu að koma með mer — — — hryssurnar, meina ég, sín þangað, ef þeir vildu eignast fc' _. (Það eru auð- vitað hryssurnar, sem áttu að eignast folöldin, en °uki þeir sem komu með þær). Jæja, við pabbi fórum nú strax fyrsta daginn, pabbi með gráu merina sína, og ég með þá rauðblesóttu mína. Við ætluðum að fara heim strax og við vorum búin að setja merarnar i girð- inguna, en þá kom einhver kall og sagði, að fylgjaldið væri tvö hundruð krónur o ætti að greiðast við móttöku. - Og við móttöku hvers, með leyfi að spyrja? sagði pabbi og var strax dá- lítið vondur. Það fýkur nærri því alltaf í hann, ef hann er ruk’ iður um aur. — Ja, sko, þetta var nú auglýst fyrir- fram, stamaði manngreyið ósköp vand- ræðalegur. — Ja, sko, ef einhver tekur á móti einhverju hér,- þá eru það meragreyin. Þú getur reynt að krefja þær um tvö hundruð kallinn, sagó, bbi. — Ef þið viljið ekki borga fylgjaldið, þá verðið þið að taka hryssurnar aftur strax, sagði maðurinn. — Þegar ég fæ fylið, greiði ég gjaldið, fyrr ekki, sagði pabbi. — Góði pahbi, vertu ekki að rexa þetta, við skulum bara borga þetta fol- aldagjald strax, sagði ég. Pabbi gaf mér dálítið ljótt hornauga, < t lét þó undan, og við borguðum gjaldið. En aumingja maðurinn varð að skrifa "vo langt og ítarlegt mál á kvittunina, . ég hugsa helzt að hann Mfi dauðséð eftir því að 18 Spegillinn vera að rukka okkur. Mig minnir að kvittunin væri einhvem veginn svona: „Herra Jó Jónsson hef_. í dag innt af höndum (þetta lagði pabbi til) tvö hundr- uð króna gjald fyrir hönd hryssunnar Gránu, sem greiðslu fyrir væntanlegt fyl í hana. Komi fylið ekki fram á til- settum tíma, skal gjaldið vera endur- kræft“. — Þetta er sko ekki óendurkræft lán, sagði pabbi og glotti, um Ieið og hann stakk kvittuninni í ví. n. Já, alveg rétt. Það var obbosslega flott skenmtun í félagsheimilinu hérna um daginn. Það var þetta vormót, sem Sjálfstæðið er að halda um allt land. (Þetta er víst sama mótið alls staðar, nema ræðurnar kannski eitthvað mis- munandi, það væri a. m. k óskandi, að þær væru ekki allar jafnþrautleiðinlegar og þær sem við fengum). Við fórum öll á samkor.-.una, og nú sá pabbi ekki eftir aurnum, enda heilsaði Bjarni honum með handabandi, og þegar Svavar Gess sá, að Bjarni þekkti pabba, þorði han ekki annað en kinka kolli til hai<_, og okkar mömi,.i líka, svona í framhjáleiðinni. J: ja, en þetta var nú, þrátt fyrir ræðurnar, alveg ágæt sam- koma. Fyrst kom Svavar Gess og sagði samkomuna setta í nafni Sjálfstæðis- flokksins. Sv- sagði hann einhvern brandara líka, sem ég man ekki hvernig var, en það hlógu allir, og pa' A manna hæst. Svo spilaði hljómsveit Svavars Gess nokkur lög og fólkið átti að syngja með, og þá lét nú minn maður aldeilis til sín heyra. Næst kom ræða, sem væri nú betur óflutt enn, svo leiðinleg var hún, ein- tómar tölur, sem áttu að sanna, hvað viðreisnin hefði læknað verðbólguna um mörg t„ósent. Svo kom spurningaþáttur, sem Svavar Gess stjórnaði. Það var ægilega gaman. Og veiztu hvað? Bóndinn á Hjalla, sem er kommi að Be~"<bkt frá Hofteigi hefði skrifað Heimskringlu. Þá rak pabbi upp tröllahlátur og sa„ði svo hátt að allir heyrðu: — Svo bregst Þjóðviljinn sem aðrar rússamálpípur. Jæja, svo var almennur söngur, sem Svavar Gess og hljómsveit hans stjórn- uðu, og á eftir kom 0amanþáttur, sem Svavar Gess sá um. Seinast var svo dansað til klukkan tvö, en þá sagði Svavar Gess samkom- unni slitið fyrir hönd Sjálfstæðisflokks- ins. Þetta .... sem sagt alveg æðislega flott samkoma, og pabbi splæsti tvisvar kaffi á okkur mömmu. Mest gaman fannst mér þó, að gömlu hjónin á Nesi héldu alltaf að Svavar væri Bjarni Ben; en svo sagði einhver þeim, að Bjarni kynni ekki einu sinni að spila Gamla Nóa með einum fingri, hvað þá Tóta Iitla tindil- fætt með tveimur eða þr,.uiur fingrum, og þetta v ' nú hann Svavar Gess. (Ég skil nú ekki f að Bjarni kunni nein ósköp af bröndurum heldur). Þá héldu gömlu hjónin endilega að hann þarna píanóarinn (heitir hann ekki Magnús Ingimarsso.' væri Ingólfur á Hellu. En þeim var nú fljótlega bent á, að Ingólf- ur gæti nú ekki einu sinni séð lands- lýðnum fyrir nógu keti (el.ki einu sinni rolluketi), hvað þá að hann þekkti svart- ar nótur frá hvítum á píanói. Mamma skemmti sér konunglega á þessu vormóti og reifst ekkert við pabba allan daginn. En Adam var nú ekki lengi I paradís, því að strax c1 '.nn effi';n<Ór hún að skamma p-'bba fyrir að bæ’tída- samtökin skyldu vera látin ganga í Vinnuveitendasamband'" En vormóts- víman var ekki runr.in af pabba ennþá, og hann nennti el:’’.i að rífast neitt, bara hummaði, og raulaði eitt af lögunum, sem hljómsveit Svavars Gess spilaði fyr- ir hönd Sjálfstæðisflokksins kvöldið áð- ur, Svo man ég nú ekkert fleira að segja þér og vertu alltaf blessuð, bín v< ’-ira S. J,

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.