Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 14
1 Morgunblaðinu 13. júní er sagt frá
öpum í dýragarðinum í New York, sem
höfðu í frammi rifrildi og illindi, og ráf-
uðu um eirðarlausir og undu illa hag
sínum.
Hiins vegar brá svo við, að þegar sjón-
varpi var stillt upp fyrir framan búrið,
þá hafði það slík áhrif til batnaðar, að
öll illindi hættu og aparnir róuðust, og
urðu aparnir sem furðu lostnir.
Það er fróðlegt að lesa um að sjón-
varp hafi svo róandi og bætandi áhrif.
Finnst oss að gera ætti tilraunir með
þetta hérlendis — f landi óróans og ill-
indanna.
„Þeir hættu öllum illindum,
þegar þeir fengu sjónvarp“
Mbl. 13. júní.
i
>
i
Og enn dreymir skáldið
Hörmulegt er hve drenginn dreymir illa.
Djöfulleg martröð sú!
Grámóskuð, hnausþykk, veglaus þokuvilla
ves honum stíg og brú.
Verst er hve lengi, oft og endurtekið
ókjör slík virðast geta Iagzt á hann
hæglátan, prúðan, sæmdan silkiskeggi,
svolítinn mann.
Gæti hann þagað, gott væri að una
glaður i nálægð hans,
nú er það þjáning. Neinn ei þarf að gruna
neyð þessa kvalda manns.
Vekjum hann, slíkir draumar bölvun boða.
Bregðum upp ljósi. Draugar þrúga hann.
Skottur og Mórar skuggaólum hengja
skáldhneigðan mann.
Brútus.
14 Spegillinn