Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 16

Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 16
„SÍÐUSTU daga, vikur og mánuði hefur staðið yfir um- fangsmikil leit hér i borginni; leitað hefur verið dyrum og dyngjum að húsnæði, sem hentugt þætti til afnota fyrir hina íslenzku sjónvarpsstöð, sem ráðgert er að koma á fót með haustinu. Og nú er björn- inn unninn: Húsnæðið fundið! Það reyndist vera Laugaveg- ur 176 — húsnæði Bílasmiðj- unnar h.f. BlLAR og BODDÍ, járn og timbur, gallaðir menn að sjóða saman, smíða og sauma; bílar og aftur bílar; þannig er nú umhorfs, þar sem hina íslenzka sjónvarpi er ætlaður staður I framtíðinni: Draumaborgin er bílasmiðja. Við erum stödd í rúmgóðu húsnæði við Laugaveg 176 og litumst um á athafnasvæð- inu.,.“ Alþbl. 26. júní Þetta fannst oss vel til fund- ið, að velja bílasmiðju, því að vér gætum hugsað okkur að vettvangurinn væri sem sagt tilbúinn til að halda nýmóðins Musica Nova konsert, með öll- um nauðsynlegum hljóðfærum.: Færi vel á að leyfa sem flest- um að njóta slíkrar nýmóðins listar í hinu Islenzka sjón- varpi, en alltof margir munu hafa lagt á flótta af síðustu tónleikum Musica Nova. Rolf Johansen & Co. OSRAM 16 Spegillinn

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.