Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 20
nú í rauninni bezti maður, þrátt fyrir
drykkjuskapinn. Hann hafði alltaf verið
örlátur á peningana, þegar hann átti þá,
Hún hafði nú heldur ekki liðið beinlínis
skort í sambúðinni.
Gvendur gamli var alveg steinhissa,
hve margir nenntu að fylgja honum. Þeir
vor ekki svona höfflegir við hann í
lifandi lífi, nema þá rétt fyrir kosningar.
Og þarna var vinnuveitandinn niðurlút-
ur eins og skammaður krakki, og hvað
er að sjá þetta, frúin hans að bera klút-
inn upp að augunum. Bölvaðir hræsnar-
ar, hugsaði Gvendur og varð hvínandi
vondur. Enda hugsaði vinnuveitandinn
með sér, að hann yrði að sína hluttekn-
ingu og láta líta svo út sem hann bæri
vinnufólk sitt fyrir brjósti bæði lifandi
og dautt.
Gvendur komst í ham, þegar hann las
hugsanir vinnuveitandans. Hann hljóp
til og ætlaði að gefa honum duglegt
spark I bakhlutann. En mótstaðan var
engin, og faðir hans fyrrverandi skelli-
hló.
Það er þá bara svo.ia, sagði Gvendur.
Vinnuveitandinn hreyfðist ekki, enda
hafði hann ekkert fundið.
Presturinn byrjaði að tala, hægt og
virðulega. Hann talaði um hið mikla
skarð, sem hoggið hefði verið í raðir
sáðmanna í víngarði Drottins.
Gvendur saup hveljur og greip eins og
ósjálfrátt til tóbaksbauksins, sem ekki
var á sínum stað. Er hann að tala um
mig, spurði hann og faðir hans kinkaði
kolli íbygginn.
Hann reyndi að lesa hugsanir prests-
ins og uppgötvaði að hann hugsaði ekk-
ert um það sem hann var að segja, held-
ur hafði hann hugann við það, að hann
væri að verða of seinn í matinn.
Oh, hann gerir bara skyldu sína, sagði
faðir Gvendar. Þú yrðir að minnsta kosti
ekki betri prestur.
Skelfing er að sjá hana Stínu, sagði
Gvendur. Hún viknar undir lofræðu
prestsins.
Heyrðu, hann ýkir nú svolítið, finnst
þér það ekki, sagði Gvendur.
Það er ekki laust við það, sagði faðir
hans. Hann hefði getað sleppt sumu af
þessu lofi um þig, enda geturðu lesið
hvað fólkið hugsar undir ræðunni, því
finnst flestu alveg nóg um ræðuna, enda
var þessi lofræða um þig samin um ann-
an Gvend fyrir tólf árum síðan.
Gæti ég ekki fengið að segja henni
Stínu, að ég hafi það ágætt hérna, svo
hún hætti að skæla?
Þetta jafnar sig, svaraði faðir Gvend-
ar, enda kemur hún Stína bráðum á eft-
ir þér. Notaðu tímann og skoðaðu þig
um. Kannski við lítum í kringum okkur
og athugum hvað bátarnir eru að fiska
í dag.
Og þar með sveif Gvendur f loft upp
og var áður en varir kominn á miðin.
Tobbi.
skrokknum þínum. Nú erum við bara
vinir.
Gvend gamla rak í rogastanz. Ég hélt
alltaf að sá Gamli myndi hirða mig eftir
að ég væri dauður, þvi að ég hef aldrei
farið í kirkju síðan ég fermdist, og unn-
ið alla sunnudaga, hafi ég fengið vinnu.
Það skiptir engu máli hérna megin.
Þú hefur passað upp á vinnu þína að
mestu leyti, og það er á við margar
messur. Og þó þú hefðir getað verið dá-
20 Spegillinn
lítið betri við hana kerlu þína, þá varstu
þó alltaf góður við köttinn.
Líkfylgdin silaðist nú inn í kirkjugarð-
inn, og þátttakendur virtust ósköp
hnuggnir yfir brottför Gvendar gamla.
Sigga gamla vatnaði músum. Gvendi
fannst skrýtið að geta fylgzt með hugs-
unum fólksins og hann uppgötvaði fljótt,
að það var f rauninni enginn sem syrgði
hann fyrir utan Siggu. Hún var að reyna
að bæta fyrir hann í huga sér. Hann var
Bláu englarnir
Unglingsmaður nokkur hafði
staðið stífur og hrærður yfir
þessu afreki og sagði ekki
annað en „Djöfullinn, mað-
ur“, þegar engillinn sveif frá
... hópur manna ... minnfá
helzt á dáleiddar hænur, er
þeir sveigðu höfuðið hátt-
bundið og jafnt.
Vísir lýsir englaflugi 10. júlí.