Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 5

Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 5
ins var fyrir neðan allar hellur, eins og alltaf, jafnvel litlu skárri en hjá Ey- steini, og er þá langt til jafnað. Senni- lega hefr ann Jón gamli hérna Skérínef hérna á Lóðinni ævinlega talið rétt fram til skatts og tíundar, enda heiðarlegur maður, sem taldi að þeir menn einir ættu rétt á sér, sem gætu komið sér áfram án annarra hjálpar, eins og hann Pési hérna greyið Pálsson. En nú var öldin önnur. Nú sveik hver sem betur gat undan skatti, og engir meir en þeir, sem mest áítu að borga - og getur eing- inn láð þeim það, mannagreyjunum. Nú var Ríkissjóðskvölin í haunk eins og vant er — jafnvel verri en hjá Ey- steini... og góð ráð dýr. Eitthvað varð Gunnar til ráðs að taka ... jafnvel verra en hjá Eysteini. Nú hafði Eysteinn að- eins eitt ráð til að taka: Nebbilega að leggja á nýja skatta og hækka hina gömlu. En hér varð vizkumunur Ey- steins og Gunnars: Eysteins setti bara nýja skatta, en Gunnari hugkvæmdist ekki annað en sú bölvuð vitleysa að herða á skattainnheimtunni. Fyrri má nú vera bölvaður kjánaskapurinn! Ef Ey- steini hefði dottið þessi fjandi í hug, væri hann nú bara liðónýtur sendiherra einhvers staðar í rassgati, í staðinn fyr- inn að vera blýbræðari í Prentsmiðjunni Eddu. En nú lét Gunnar hendur standa fram úr ermum. Hann skipaði meira að segja skattalögreglu, sem varð skrekkur og ögn allra skattborgara, svo mjög að sumir gengu af göflum, breiddu feld yf- ir höfuð og samneyttu ekki almennu fólki. Til eru þeir sjóðir í samfélagi voru, sem mikils verðari eru en sjálfur Ríkis- sjóður. Þeir heita Flokkssjóðir. Nú gerð- ist það, við hina harðnandi innheimtu Ríkissjóðs, að tekjur vissra flokkssjóða fóru ört lækkandi. Þóttust margir hafa tióg að fást við, þar sem var Gjaldheimt- an og lögregla hennar, þótt ekki yrði haidið áfram að heimta inn jafnmikið og íður í flokkssjóðu. Var nú vissum stjórnmálaflokkum stórum hætt af þess- ar' „þróun atburða“, eins og tíðkast að segja í blaða og útvarpsfréttum. Eitt- hvat varð að gera. Ekkert þótti stjórn- inni ægilegra en að þurfa að segja af sér. Eftir japl og jaml og fuður varð því ór að kenna fjármálaráðherra um allt saman og láta hann hverfa úr embætti, enda þótt allir heilvita menn vissu, að hann var jafnsaklaus og jafnvel sak- lausari en l.inir ráðherrarnir. Var hann sendur i bráðónýtt sendiherraembætti í Höfn. Og er hann úr sögunni. II. Fyrsta ganga Magnússis. Nú voru góð ráð dýr. Bjarni LF gekk fyrir dyr hvers þingmanns í flokknum, tneira að segja kratanna lika. 1 hvorug- úæ flokknum er þó varla talið að til sé maður, sem hundsvit hefur á fjármál- um, nema þá fyrir sjálfan sig, einkum í bitlingaskyni þó. Bjarni LF reyndi meira að segja við Sigurð Bjarnason, ef spila mætti á hé- gómagirnd hans. En Siggi er enginn fáviti - vitandi sig linan ti! starfans, og kvaðst fremur vilja stunda fýlunga- veiðar og kofnafar vestur i Vigur ævi- langt en að gera þann fjanda fyrir LF að vinna ennþá óþokkalegri störf í ráð- herrastól. Veitti LF honum þungar á- tölur og fór i fússi án þess að þiggja kokkteilinn, sem Von Vígúr bauð hon- um þó í góðu. Nú verður að geta þess manns til sögunnar, sem Magnus heitir, kynjaður frá Mel norður. Hann var í öndverðu Spegillinn 5

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.