Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 19
FRÍ Á VIRKUM DEGI
Smátt og smátt tók að rofa til fyrir
Gvendi gamla. Hann hafði það á tilfinn-
ingunni, að það væri miður dagur, á
miðri vertíð. Það fyrsta, sem hann heyrði
var flugvélardynur hátt á lofti, og máva-
garg frá fjörunni. Síðan fannst honum
eins og hann heyrði sálmasöng. Hann
stóð við opna gröf.
O-ho, hver skollinn. Hvernig í ósköp-
V' p, kom eg eiginlega hingað, hugsaði
haun undrandi. Það er jú miður vinnu-
dagur, og ég veit ekki um neinn, sem er
dauður. Enginn úr minni fjölskyldu að
minnsta kosti.
Það ert þú sjálfur, sem ert dauður,
sagði rödd fyrir aftan Gvend. Hann sneri
''Sér '’ið. Þar stóð maður, sem hann ekki
kom fyrir sig í fljótu bragði, en honum
fannst hann kannast við. Maðurinn var
bæði vingjarnlegur á svip og í röddu,
enda var Gvendur gamli ekki sérlega
hræddur, þó að honum finndust aðstæð-
ur allai hinar undarlegustu.
Fyrirgefðu góði, sagði hann, en ég er
ekki almennilega klár á því, hvernig ég
komst hingað og hvers vegna? Gvendur
þreifaði eftir úrinu í vestisvasanum, en
hann var ekki i neinu vesti.
Úrið þitt er í vestisvasanum, en þú
þarft hvorki úr né vesti meir, sagði hinn
aðkomni.
En ef einhver stæli því, sagði Gvendur.
Þeir um það, sagði aðkomna veran.
Finnst þér þú ekki kannast við mig aftur?
Ég er nú ekki alveg brand-sjúr, þetta
er svo stórklikkað allt saman. Sef ég
eða er ég ekki alveg edrú?
Hvorugt, ég sagði þér áðan, að þú
værir dauður, en þú skalt ekki vera
hræddur. Ég er hann faðir þinn, sem dó
þegar þú varst smádrengur.
Gvendur gamli varð alveg undrandi
og greip eins og ósjálfrátt eftir tóbaks-
bauknum, en baukurinn var ekki á sín-
um stað frekar en úrið.
Faðir minn var nú bara eyrarkall, en
þú lítur svo virðulega út, sagði Gvend-
ur.
Já, ég hef unnið mig dálítið upp héma
megin, svaraði hinn aðkomni faðir. Það
kemur þú einnig til með að gera, þó að
litið hafi orðið úr þér í jarðlífi, enda var
ekki nokkur hemja, hvernig þú hagaðir
þér. En ég kem til með að passa upp
á þig til að byrja með, svo að ekki fari
eins f annað sinn.
I sama augnabliki byrjuðu kirkju-
klukkurnar að íringja. Það væri nú gam-
an að kíkja ‘ n í kirkjuna, hugsaði
Gvendur, enda langt síðan hann hafði
komið þangað.
Langar þig til að vera viðstaddur þína
eigin jarðarför, spurði veran.
Já, ef herrann hefur tíma.
Ég hef þann tfma sem þarf og það
hefur þú einnig. Það eru bara lifendur,
sem hafa takmarkaðan tíma. Og svo
skaltu ekki kalla mig herra, því að hér
eru engir herrar, eins og þú ert vanur
þeim. Ég var einu sinni faði. þinn, en
það var einungis vegna þinnar jarð-
bundnu tilveru, sem sagt bara yfir
Spegillinn 19