Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 6

Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 6
heitfnn eftir Karlamagnusi keisara, þess er mestur hefur verið talinn höfðingi í Guðs kristni norðan Mundíufjalla (jafn- vel meiri en Ólafur geldingameistari hinn digri, sem Nossarar og íslendingar gerðu að helgum manni; Nossarar vegna geld- inga í nafni Krists, íslendingar vegna þess að víkingur þessi gerði harla títt um að ráða sjálfstæði ok frelsi undan smáþjóð þessari, sem hann treysti sér við eina þjóða). Magnús þessi frá Mel er knár strákur og framgjarn, sem margir íhaldsmenn ungir, en þeim mun úthaldsbetri en þeir og vitmeiri, sem hann hefur ekki ein- göngu alizt upp á heildsalaheimilum og í Heimdalli. En flestum Sjálfstæðismönn- um þykir hann bindindismaður um of, og er þeim vorkunn. (En nú er bara hvort bindindissemin nær út fyrir hagsmuni ríkissjóðs (og flokkssjóð). Pilt þennan frá Mel fékk loks Bjarni LF til þess takast á hendur óvinsælasta embætti á íslandi, ok eru þá ekki und- anþegin hirðstjóra og stiftamsmanns- embætti dönsk. Er sagt að Bjaddni hafi orðið að sitja yfir Manga þrjá daga og þrjár nætur án uppihalds, þangað til Magnus skrifaði grátandi undir, og er þó enginn veifiskati kallaður. En sagður þá einna ólíkastur þá stundina, Karla- Magnusi nafnföður sínum. En fyrsta ganga Magnússi varð líka gerólík Karla-Magnusi. í stað þess að halda sitt strik, vera í hættunni stór, og horfa ekki um öxl — það er mátinn s.. þá venti Maggi Melensis sínu kvæði algerlega í kross ... eins og kannnski var til ætlazt. Hann nebbiiega gaf út hin svo- kölluðu IÐRUNARLÖG, og slíkt hefur ekki þekkzt síðan á miðöldum. Sem sagt: „ÖLLUM ÞEIM, SEM SVIKIÐ HAFA UNDAN SKATTTI UNDANFARIN ÁR (EINKUM EF ÞAÐ ER í STÓRUM STÍL) SKAL IIÉR MEÐ ALLRA NÁÐARSAM- LEGAST AF O S S GEFIÐ LOF TIL: AÐ FÁ TIL ÞESS STUNDARFREST AÐ LEIÐRÉTTA FRAMTÖL SÍN - MEÐ SANNRI IÐRUN OG YFIRBÓT. ÞETTA SKULU ÞEIR GERA INNAN FARRA ÁRA; OK Falll ÞÁ NIÐUR: I) FYRRI FRAMTÖL, RÉTT, OG ÞÓ RAUNG. II) SÍÐARI FRAMTÖL STANDI SVO SEM UPPSKRIFUÐ ERU OK Á ÞAR TIL GERÐUM SKÍRSLUM AF RAAÐUNEYTI VORU. ÚTGEFIÐ AF FJARM ALARAÐU NEYTINU í MAJUJUM ANNO 1965 AF OSS Mag. 'Jsi jOnnsine Dr.pcc.jur. Að Oss Meðvitandi Biarne Benedictum Doctorem causa hér og þar, ítem fyrrum þrofess.juris. í Unitiversum Isl., 6 Spegillinn Item Lordmer in Rekjavenis Hoveðsstad. Plús Camelritter im Isralel (þ. e. hjá Júðum) PLUS HundasKoðunarmannni prersónu- legum hjá Lyndon Jónssyni bónda í Hvíta-Seli. Allir gerðust nú samt öfugir og snún- ir, nema helzt svokallaðir launamenn, sem allir vissu, að engu höfðu undan skatti að stela, nema þá helzst sjálfum sér, sem allir vita líka, að ekkert er. Eigi að síður þótti þessi boðskapur Melensensis minna svo á fororðningar og decret miðalda, að ýmsir skelfdust við og gerðuðsk guðhræddir. Ekki þó innir smærri skattgreiðendur, sem vita aldrei örugga vernd frá hvárvki gvöði nje Andskotanum, hvárvki Mel í Skagafirði né frá BJADDNA LF firyr sunnan. Nú vita aungvir hvursu af reiðir dec- retu þessu, né hvussu verður afgangur þessarar fyrstu gaungu magnússins, þess sem heitinn var í öndverðu efftir Karla- Magnússi þeim, sem aldrey fyrir aftan | kýr, orrustu háði neina. III. Önnur saga Magnússiss. 111 var þín fyrsta ganga var einhverrí tíma sagt um annan mann, ok tókst þó ekki svo illa sem á horfðist. En talið er, að fyrir framan ráðuneytisdyrum Magnússis bíði nú jafnan morgun hvern grátandi með knéfalli og samanfelldum | höndum fjöldi skattsultera. Eru það ;| stórskattsvikarar, iem maður skyldi þö ! sízt halda. Hinir smærri hafa þar ein- skis að biðja, enda lítið fram að telja, i utan tittlingaskít einn. Þó mun, að venju, " reynt að vinna uppá smámennum þessum það sem hinir stærri svíkja undan með kurt og pí (sökum flokkssjóða og banka). Meiga smámenni þessi það bóta- laust líða, sem ván er til um menn, sem kunna ekki að græða peninga, en draga fram aumt líf, í einfelldni sinni, á vinnu sinni einni saman. En sagt er, að vándum mönnum og , óáreiðanlegum, að stórfenglegir skatt- Fógefarósir fyrirliggjandi Opið alla helgidaga ÞÓRÐUR Á SÆBÓLI

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.