Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 7
SURTUR OG
SYRTLINGUR
Nú er Surtur lagztur f dá, en upp
er risinn Syrlingur, sem spúð hefur
eldi og eimyrju af miklum móði. Það
verður að teljast til merkilegri tíð-
inda, að til ’andtöku þar réðist Vest-
mannaeyingur einn, sem hafði með
sér umslög með fyrstadags-frímerkj-
um, sem hann stimplaði á eynni með
sínum eigin embættisstimpli. Seldi
hann síðan umslögin fyrir fimmtiu
krónur stykkið og þykir skít-billegt.
Er nú upprisinn hamagangur mikill
út af landgöngu þessari, og lögsókn
á hendur landnemanum. Má það heita
merkilegt. Umslögin stimpluðu selj-
ast sem heitar lummur og má það
heita merkilegast.
svikarar, gangi fyrir Magnúsum, að forn-
Um sið, mið stórum knéföllum og átak-
anlegum gráti og stórkostlegum snökt-
Urn, biðjandi um náð og niðurfellingu
skatta sinna, vottandi sanna iðrun og
yfirbót. Ráðherra Magnus er sagður líta
f'1 þessara iðrunar- og yfirbótamanna
með náðarsvip nokkrum, þó án allra
oforða. En að baki honum sitji skrif-
stofupáll frá Verði, hafandi fyrir sér doð-
rant mikinn, hvar á er ritað greini-
,e8ri stafagerð: FLOKKSSJÓÐUR. Færir
skrifstofupáll þessi ýmist inn upphæðir
n°kkrar, fallegri handskrift, við hvörn
ellquent, ellegar hann strykar úr, með
sfórri kunnst einhverjar línur og
r°sa þá allir viðstaddir í salnum...
Jafnvel ráðherrann vinstra megin í munn-
vik...
Þriðja ganga Magnussis.
Nú er þar til að taka, að Magnus
Pessi ráðherra þykir bindindismaður
elztil um of, ok ekki þykja meiri á al-
þ‘ngi sfðan Pétur Ottesen veik þaðan
ll}u heilli, því ið margur bágur strák-
Urinn hefur komið þangað í hans stað).
En templarafylgi Magnussis þykir
harla vafasöm pólitískt spekúlasjón, því
að fylgi manntegundar þessarar nálgast
nú óðum frostmark, sem Gísli í Ási
sýndi þá glögglega hér um árið, enda
Gísli þarfur maður. Fyrir fylgi Magnúss-
is í heimahéraði hans er þettta hið versta
uppátæki, því að öllum landslýð er kunn-
ugt, að Skagfirðingum er tamt öldum
saman að vera drykkju-, kvenna- og
reiðmenn góðir. Erum vér hér með
smeykir um, að Mangi hafi tekið fjandi
skakka hæð í pólinn. En hann um það.
Vér höfum ekkert til hans að sækja, ut-
an hvað allir vita, að SPEGILLINN er
stórgróðafyrirtæki, og getur orðið Rík-
isstjórninni hættulegastur andstæðingur,
ef hún varar sig ekki. EN hér er ekki
um hótun að ræða, síður ensvo: SPEG-
ILLINN er alltaf stjórnarblað, ef sæmi-
lega er að honum búið.
En hvað um það: Ný skipaður ráð-
herra, Magnus Karlamagnus, gerði sig
enn frægan fyrrir hið missét vandræða-
bragð, sennilega í mikilli óþökk kjós-
enda sinna. Hann lokar útsölum Vín-
verzlana daginn fyrir svokallaða þjóð-
hátíð 17. júní 1965. Þetta var auðvitað
versta bolabragð, sem menn stóðu varn-
arlausir gegn. Timburmenn þjóðhátíðar-
dagsins voru svo yfirgengilegir, að slíkt
hefir aldrei þekkzt. Grátandi og snökt-
andi gengu menn fyrir ráðherraann, titr-
andi af timburmönnum. En, nei, takk,
hér var sómi þjóðarinnar í veði, sagði
hann. Tvær stéttir réðu sér samt ekki
fyrir ánægju: Pétur á Borg, Konráð á
Sögu og fleiri, ítem stétt manna, sem vér
nefnum ekki hér. Enda gengu táningar
ósjenert um stræti með brennivínsflösk-
ur af teygandi.
Þegar losnaði brennivínsforstjórn
landsins fyrir nokkrum árum, var rokið
til að skipa f embættið Stórembættis
templara að norðan. Maðurinn er dug-
legur og stofnsetur nýjar vínútsölur í
erg og gríð. Hann, stuðlar því að hag
ríkisins, en ekki Reglunnar. Eða er það
kannski öfugt... Fer nú eins fyrir Magn-
úsi. Vill hann í ríkissjóð aurana fyrir
sprúttið eða vill hann þá ekki? Það sést
víst bráðum.
Spegillirm 7