Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 11

Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 11
Brunnar Þeir hroðalegu atburðir hafa gerzt, að sinfóníunótur Ríkis- útvarpsins hafa brunnið. Ann- ars erum vér ekki svo vissir Um að ölium þorra fólks þyld fréttir þessar svo hroðalegar, því að verið gæti að einhver «tti Ieynda von um að á næst- Unni yrði meir um tónlist af léttara taginu í dagskrá út- Varpsins af þessum sökum. Feröa-mál Það sprakk dekk á bíl hóp- ferðafólksins á Fjallabaksleið. Allir voru í góðu skapi og vildu óðir og uppvægir hjálpa sín- um vinsæla bílstjóra. Hinn gamansami bílstjóri skipulagði því framkvæmdim- ar: „Sigurður, þú ert fagmað- ur, svo að þú setur við tjakk- inn. Jón, þú ert svo sterkur, þú losar rærnar, en þér, séra Árni, þér ættuð að fá yður gÖngutúr, svo að þér heyrið ®kki til þeirra“. KIS Það virðist margt koma til kasta lögreglunnar í Hafnar- firði. Er skemmst að minnast þess, þegar kennaragarmi í auraleit var hent út af Bæjar- skrifstofunni. Nú enn máttu hafnfirzkir lögreglumenn taka á honum stóra sínum og fjar- f®gja varaslökkviliðsstjórann samkvæmt skipun aðalslökkvi- stjórans. Og nú að síðustu krafðist skyldan að kanínu- grey skyldi aflífast. Þar sem hér er um hættulegan tækni- legan verknað að ræða, skyldi aftakan fara fram fjarri byggð °g urðu öskuhaugar bæjarins fyrir valinu. Þrátt fyrir mikla þjálfun í framkvæmd ýmissa verka, sbr. framansögðu, tókst svo illa til, að skotið „hljóp“ upp undir bakhluta annars af- tökumannsins, sem hafði setið á hækjum sér. Lögreglan út- hellti pví meira blóðl en fóm- ardýrið, sem seldi líf sitt dýru verði. Leikflokkar? Emilía Jónasdóttir sagði f viðtali við Tímann 25. júlf, að leikflokkarnir, sem ferðast um landið í sumar væru fjórir — fyrir utan stjórnmálaflokk- ana. Sumir segja, að aðalkjara- bótin við að stytta vinnuvik- una í 44 tíma, sé, að þá er sjens á fleiri eftirvinnutímum á hærra kaupi. Og nú em verkamenn í stuði til að vinna eftirvinnu, því að það hefur ekki verið unnið eftirvinna svo lengi. Sannspár Það var vitnaleiðsla og dóm- arinn spurði sjómanninn: „Þér þekkið vitnið og vitið að það er þekkt fyrir að vera áreiðanlegt". „Jah, það veit ég nú fjand- ann ekki“, svaraði sjóarinn. „Hann hefur nú unnið á veð- urstofunni“. * Vestri skrifar i Vísi 12. maí um framsóknarmenn og segir um Halldór E. Sigurðsson m. a.: Undir Halldóri mun lag vera á hlutunum ... það er að segja því litla sem til verður. Að hugsa sér Hjónin Hans og Ólína voru orðin langþreytt í búskapnum. Yfir borðum skorti umræðu- efni og þau geispuðu og störðu fram fyrir sig hugsi. Loks sagði Ólína: „Jah, ef maður hefði nú vinnukonu núna, þá gæti maður lagt sig. Það glaðnaði sem snöggvast yfir honum Hans við tilhugs- unina: „Ef maður hefði nú vinnukonu og gæti lagt sig“. Frí Þar er vel til fundið hjá hin- um ýmsu verkalýðsfélögum að fara í verkföll á sumrin þeg- ar líkur eru á góðu veðri. Þetta gerir verkföll mikið vinsælli, því að flestir þeir sem í verk- falll eru, geta þá skroppið út úr bænum og sólað sig soldið, því að fæstir hafa svo léleg kjör, að þeir hafi ekki efni á því. Giftingarmái Foreldrar ræddu framtíð dóttur sinnar, sem var komln yfir tvítugt: — Það er nú kominn tími til að hún fari að gifta sig, sagði hún. — Hún verður bara að bíða með það, þangað til sá rétti lætur sjá sig, sagði hann. — Ekki gerði ég það, — sagði hún. Sex Lítill drengur veiddi flugur, og sagði svo við mömmu sína: — Nú hef ég veitt fimm flugur, og þrjár eru karlflug- ur og tvær eru kvenflugur. — Hvernig geturðu vitað það, sagði mamma. — Jú, það var einfalt, tvær sátu á speglinum og þrjár á flöskuiini. Þeir fiska sem róa með veiðar- færi frá SKAG- FJÖRÐ Spegillinn 11

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.