Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 10

Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 10
Stækasta „keitulykt" viö tollskýliö \ RUSLA Hannes á Horninu í verkfaili 1 Hinn 29. júní skrifar Hann- es á Horninu um verkföll síld- veiðisjómanna undir fyrir- sögninni „Ríki, sem er í upp- lausn“. „Þetta eru furðuleg tíð- indi. Maður gat hins vegar átt á ýmsu von, enda farinn að venjast ýmsu í fari þess- arar undarlegu þjóðar, sem virðist álíta, að hver hópur út af fyrir sig sé þjóðin öll og varði ekkert um hina. Þeir fengu tuttugu þúsund mál í Vestmannaeyjum - og hættu. Það var yndislegt veður á mið- unum fyrir Austurlandi - og þeir sigldu heim". Já, og við viljum bæta við, og benda á, að svo mikil upp- lausn ríkir, að meira segja blaðamenn fara öðru hverju í verkfall, - þó að nóg sé af fréttum. Hæverskur málssvari Frú Halla Linker sagði í samtali við Jónas Jónasson f útvarpinu hinn 10. júlí: Ég er ekki bara þekkt um öll Banda- rikin sem frú Linker heldur sem íslenzka stúlkan. Það er ekki ónýtt fyrir ís- lendinga að eiga svo hæverska talsmenn erlendis. í fréttum Iesum vér, að Hannibal Valdimarsson hafi fengið ábúðarrétt á jörðinni Selárdal í Arnarfirði. Segist Hannibal helzt vilja búa þarna í framtíðinni í friði og ró. Hann er samt vantrúaður á friðinn. Oss finnst þetta vel til fund- ið og ættu fleiri stjórnmála- menn að stuðla þannig að jafn- vægi í byggð landsins — í verki. VARÚÐ!! hjálparsveit skAta í Reykjavík og SVFÍ hafa til- kynnt alþjóð, að út hafi ver- ið gefin 10 þúsund spjöld með leiðbeiningum um meðferð á slösuðum. Þetta er indælt, og kemur væntanlega að miklum notum, þar sem nú þarf fólk ekki að vera að vr.sast á löng- um námskeiðum í Hjálp í við- lögum. Er hér með ítrekað, að menn hafi svona spjöld upp á vasann, ef líkur eru fyrir þvi, „Það er vissulega orðin þörf á því, að hafnaryfirvöld- in geri viðeigandi ráðstafanir gegn ódaun þeim, sem er af svaðinu kringum tollskýlið. Þarna eiga veg um ekki aðeins íslenzkir ferðamenn, sem hing- að koma með skipum, heldur eru þetta fyrstu kynni erlendra skipaferðamanna af landi og þjóð. Það er sannarlega ekki gott afspurnar, að sjá tollskýl- ið, athafnastaður okkar ágætu tollvarða, skuli lykta af „keitu“ Satt bezt að segja, þá er hér um skammarlegt óhreinlæti að ræða, sem hvorki tollverðir né annað starfsfólk við höfnina ætti að lýða.“ Mánudagsblaðið 5. júlf. , að þeir finni slasaö fólk, og geta þeir þá dregið spjöldin upp úr pússi sínu (þau eru f vatnsheldum umbúðum) og búið Uiti hinn slasaða sam- kvæmt úrskurði spjaldsins, eða jafnvel blásið í viðkom- andi lífi (samkvæmt blást- ursaðferðinni), en þetta kvað allt vera á spjaldinu. Annars ætti fólk heldur aldrei að fara út úr bænum, nema að hafa í með sér talstöð, svo að það geti Iíka tilkynnt um þá slös- uðu, sem það kann að finna. * Líkur eru fyrir því að Har- aldur Kárfagri hafi verið fyrsti orðlagði bítillinn. 70 Spegillinn

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.