Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 15

Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 15
IÞROTTA- BRÉF Islenzkir GALYAOS Halló, Siggi. Ég skrifa þér nokkrar línur um landsleikinn, eins og ég lofaði. Hann var svaka töff, maður, og okkar strákar stóðu sig svaka vel. Og þó að okkar stákum gengi illa að skora, þá dúndruðu þeir voða oft á það, svo að danirnir voru voða heppnir að fá ekki fleiri mörk. Leikurinn var svaka næs og íslendingar eru voða flínkir að halda svona fótboltaleiki. Þú hefðir átt að sjá lúðrasveitina, maður. Þeir voru f rauð- um jökkum og bláum buxum, svo að þeir voru sko alveg hlutlausir, því að Islendingar voru í bláum skyrtum, en danir í rauðum. Dómarinn var svaka jaki, maður, alveg eins og hann Axel í Rafha í Hafnarfirði, neina dómarinn var í stuttbuxum, en ég hef aldrei réð hann Axel í stuttbuxum. Og svo hefðirðu átt að sjá hann Gylfa Þ., þegar hann kom inn á völlinn, mað- ur, og tók í hendina á öllum og sagði eitthvað við alla. Feiti maðurinn, sem stóð við hliðina á mér, fullyrti, að hann hefði sagt: „Takk for handskriftene" við danina, en við fslendingana: „Verið ekki of frekir, strákar“. Og ef hann hefur ekki Verið að ljúga, feiti maðurinn, þá er varla von að íslendingar ynnu, því að þeir hafa þá ekki þorað að setja mörk, þvf að Gylfi hefði kannski orðið vondur. Mig hlakkar agalega til að fara á svona fótbolta aftur. Verst að þú skyld- ir ekki vera í bænum til að sjá það, mað- ur, en þú verður kannski kominn þegar hann sör Matthís, þessi gamli, sem var aðlaður eins og Bítlarnir, leikur f Laug- ardal. Sé þig bráðum aftur. Vertu blessaður, Siggi minn, Steini Frammari. Hver þjóð á sínar hetjur frá fomu fari og stöðugt koma fram á sjónarsvið- ið sjálfstæðar og framsæknar hetjur, sem vart eru einhamar. Portúgalar eignuðust sinn Galvao fyr- ir örfáum árum (hann er að vísu dauður núna), sem ögraði portúgölsku einræði. Kristín Keeler hristi og skók brezka Ijón- ið, og svona mætti Iengi telja. Og loks kom að því, að íslendingar eignuðust sfnar nútímahetjur, sem klipu og skóku íslenzku fjallkonuna, og höfðu sitt fram. Ástæðan var síldarverðið og flotinn hætti. Rökin voru einföld sögðu sjó- menn: „Það er ekki til sild á þessu verði f sjónum“. Svo það var sjálfgert að hætta. En nú er aftur sátt og samlyndi með þjóð- inni (þ. e. a. s., þegar mjólkurfræðingar hafa sætzt) og síldveiðisjómennirnir eru farnir að leita eftir tvö hundruð og fimmtíu króna síldinni. Síldveiðisjómennirnir lýstu yfir þvf, að veiðistöðvunin væri samkvæmt opin- berri atkvæðagreiðslu úti rúmsjó. Sjó- menn báru fullan sigur í þessari deilu eins og vera ber, enda vanir við þorska að fást. Stjórnarherrar vorir höfðu úr vöndu að ráða, enda erfiðleikum bundið að skera niður síldveiðarnar. Sæi minna á, þó einhvers staðar annars staðar yrðu lagðar hendur í skaut. Annars var eitt afrek unnið í sam- bandi við þessa deilu og það var að tala til í gegnum talstöð hinn sundurleita hóp síldveiðiskipstjóra og fá þá til að hætta veiðum alla samtímis. Því hefði aldrei verið trúað að óreyndu, en svo sannfær- andi getur einn ræðumaður verið. S pegillinn l5

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.