Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 8
Hátíðahöldin 17. júní í
Hafnarfirði fóru vel fram...
„ss.bað Svavar um aðstoð þriggja góðra manna, þeirra Þor-
geirs ibsen, Stefáns Jónssonar og Hallsteins Hinrikssonar. Nú
hvað Svavar að það ætti að fara fram keppni á milli þeirra, því
það væri alveg sjálfsagt að bæjarbúar skemmt einnig hver
öðrum. Keppni sú, sem hér ætti að fara fram á milli þeirra
Þorgeirs, Stefáns og Hallsteins væri sú, að þeir áttn að bláSÍ
út blöðrur og sá, sem yrði fyrstur að sprengja blöð- "r yn’1j
keppnina. Nú gaf Svavar þeim merki um að byrja og þc_r blésú
on endirinn varð sá, að blaðran hvarf hjá Stefáni ug þar rft6'
sigraði hann keppnina ...“
Hamar, 28. júní!965.
FRÍS TUNDA BÚÐIN
SPORTVÖRUR
LEIKFÖNG
HVERFISGÖTU 59 — SÍMI 18722 — SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT
KNATT-
SPYRNU-
ÞÁTTUR
„Eyleifur sendir út til hægri til Þór-
ólfs, en sendingin er ekki nógu nákvæm,
Þórólfur nær ekki að skjóta". Eitthvað
á þessa leið sagðist Sigurði vini vorum
frá á dramatísku augnabliki í landsleikn-
úm við Dani. En Þórólfur er, svo sem
allir vita, með annan fótinn úti í Skot-
landi, og þegar þess er gætt, að milli
Skotlands og íslands eru nokkur hundr-
uð sjómílur, er þess tæplega að vænta
að Þórólfur sé alltaf tilkippilegur að
skjóta. Oss fannst þannig, að það þyrfti
ekki að vera ónákvæmni sendingarinn-
ar að kenna, að landsliði voru tókst ekki
að skora hér, heldur gat það alveg eins,
tegið I því, hve langt er milli fótanna
á Þórólfi. Nú, en landslið vort stóð sig
bara vel, og frábærlega vel, miðað við
fólksfjölda. Að vísu er dálítið hæpið að
miða við fólkstölu í knattspyrnukapp-
teik, þar sem nákvæmlega ellefu menn
eru 1 hvoru liði, sem sé jafnmargir hjá
báðum; en vér grípum nú gjarnan til
þessarar höfðatölureikningskúnstar, þeg-
ar mikið liggur við, og oss langar til að
sanna, að vér stöndum öðrum þjóðum
tiltölulega jafnfætis í einhverju.
„Madsen veður upp miðjuna, gefur
fallegá út til vinstri til Pedersen, sem
sendir til Paulsen, Paulsen gefur inn í
Vl'tateig Islendinga til Madsen; íslenzka
vÖrnin er óskiljanlega stöð“ — — —
Hvers konar orðbragð er nú svona
iagað, Sigurður minn; hvernig eiga menn
að vaða upp skráþurran Laugardalsvöll-
jnn? Og hvaða vit er í því að tala um
andsliðsvörnina okkar eins og talað var
Um móbykkjurnar heima f gamla daga?
„Gunnar Felixson gefur vel fyrir mark-
1 ’ °g Eyleifur, Þórólfur, Baldvin, og
lafnvel Ellert Schram eru allir í skot-
æri, en» jú, skot frá Magnúsi (hann er
rra Akureyri), en hátt yfir. Sóknarlínan
is enzka virðist ekki vera á skotskónum
1 kvöld“.
Andsk. vitleysa. Skotskónum! Hafið
íslendingar stóðust ekki tækni Dana.
þið kannski heyrt eða séð auglýsta skot-
skó hjá Pétri Andréssyni eða Hvann-
bergsbræðrum? Er mönnum ekki frjálst
að skjóta nokkra metra yfir mark I
landsleik, án þess að þulurinn fari að
narrast að skóbúnaði þeirra. Það mætti
þá alveg eins segja, að þeir hefðu gleymt
að bregða undir sig skotlöppunum.
„íslendingar hafa knöttinn, en missa
hann aftur; þeim gengur illa að finna
hvern annan — — —
Bölv. aular eru mennirnir .Það sýn-
ist þó ekki mikill vandi að finna ellefu
menn á ekki stærra svæði en einum
knattspyrnuvelli. Þeir hefðu aldeilis ver-
ið liðtækir, eða hitt þó heldur, við að
smala heimalandi, ég tala nú ekki um -
afréttina — hérna áður fyrr.
„Knötturinn hrekkur til Einoksen, sem
leikur á Sigurvin bakvörð (það er strák-
urinn frá Keflavík) og spyrnir þrumu-
skoti á markið, knötturinn lendir í þver-
slá (það er lárétta sláin yfir markinu)
og hrekkur út á völlinn aftur. Þarna
voru Islendingar heppnir að fá ekki á
sig mark ...“
Þarna vorum vér sammála Sigurði, og
miðað við fólksfjölda, var það sannköll-
uð stálheppni, að ekki varð mark úr
þessu þversláarskoti Enoksens.
„Þessum landsleik er þá lokið og Dan-
ir unnu með þremur mörkum gegn einu,
eftir gangi leiksins hefði markatalan eins
getað orðið 5—2; verið þið sæl“.
Þarna erum vér nú á öðru máli. Eftir
gangi leiksins hefði markatalan eins get-
að orðið 7 - 4, 9 - 5 eða 6—2, og reyndar
koma allar hugsanlegar tölur aðrar til
greina líka.
Knattspyrnuunnandi.
8 Spegillinn
Spegillinn 9