Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 22

Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 22
Kær* SPEGILL! Aldrei mun oss taKa3* nógsamlega að þakka svo cem /ert er yðvara hákristi- legu og vísdómsríku biskupagrein í Speg- ilsins 6. tölublaði. Megu það allir heil- agir og ekki heilagir vita, að hér féllu göfugir þánkar og strangheiðarlegar á- bendingar, sem lærðir og leikir, kristnir jafnt og hundheiðnir hljóta að veita sín jáatkvæði og aldrei unna sér flóa- eður svefnfriðar fyrr en í framkvæmd er kom- ið og biskupar orðnir 2 kúgildi að töl- unr: til, en ekki í fríðu. Þrátt fyrir vora blívanlegu unfær- ingti um það, að hér hafi uppvakizt og tendrazt eitt mikið og fagurt ljós er aldrei muni slokkná, eða svo mikið sem blakta í norðan-bálviðris-stórvindi, enda fra-^Korið í saklausum anda einfaldleik- ans, verðum vér að eíast um að stór- sýni og framsýni, víðsýni og bjartsýni hafi ríkt að nógu stórum Iuta f sköp- un og framlögn þessa nauðsynjastór- máls, ellegar þá alltofmikil vantrú til vorrar kristn" fslenzku þjóðar á íslandi, sem nú æviniega er vel og kirfilega opinmunnuð og alltgleypandi þá er málaefnum allra tegunda er til hennar beint. Er þá komið að merg vors máls og þeirra tillagna er vér vi' ,j. frambera f fúlustu alvöru í voru blaði, Speglinum. Hljóða þær þann veg að biskupar skuli vera 1 stk. f hverri sýslu dreifbýlis vors, Bax 594 . Reykjavík BOX 594 en í borgum og bæju. 'tir jafnaðar- höfðatölu sýslnanna, þó ekki f Reykja- vík, hvar 2 höfuð þegnanna skal móti einu í sýslunum, þar sem sá sannleikur er skjallega staðfestur að ofan, að reyk- vísk höfuð sé minna ve:~ en annarra innbyggjaia þessa vors lands og hefur engi rengt þá niðurstöðu eða dóm utan Reykvíkinga sjálfir, sem ekkert er að marka,- í hverju biskupsdæmi sýslnanna skal vera 1 stk. prófastur og 1 stk. venju- legur prestur, og skal fyrirfram allt réttilega útgrundað v innræti þeirra, sjá siðar.- Nú er það kunnugt öllum þeim, er Kristinn trúnað bekenna, að enginn geti cða megi þjó.ia tvei.,,jr hv,rum og ekki held:ír bæði Guði og Ma. moni í einu. Er það tabú. Item er sagt víða um byggð- ir, að slíkur tvöfaldur hæfileiki sé þó á stundum f ir hendi hjá oss mann- fólkinu og hafi jafnvel átt nokkurt at- hvarf meðal hinna geistlegu. Þar sem vér höfum ekki í höndum neina afsönn- un þessarar hæfileikarýmdar innan stétt- urinnar, skal þessu treyst, og hæfileik- inn matinn til grundvallar er tign er sM.. millum þeirra er biskuoar skuli verða, eða prófastar, eða bara prestar. Nú er það vitað, að laun hinna lægst metnu, prestanna, munu vera einhvern slatta innan við 200 þúsund fyrir allt árið, og telst það lítið, item að prófast- ar standa öllu nær milljónarfimmtungn- um, en laun biskupanna réttu megin við kvartmilljónina. Því skulu þeir biskupar vera, er slyngast þjóna báðum aðilum, vorum Guði og vorum Mammoni, pró- fastar verði þeir, er sannlega þjóna verr Mammoni en Guði, en prestar þeir ein- ir, er Iítt eða ekki kunna á Mammon.- Mætti þá svo fara, að öfundarminna yrði innan stéttarinnar vegna launamisræm- is, item að með sorteringunni næðist sá gullvægi punktur í tilverunni að hver og einn innan heillar stétt-.r næði ból- festi á réttri hyllu í lífsreisunni og er þá íáð meiri fullkomnun á Guðsreisu- vegarþjónkun en sagt er um annað fólkj Allt mætti þetta svo endurskoðast um aðrahvora tunglfyllingu eða svo, eink- um ef til þess skyldi kr ~ i að prest- arnir reyndust of fáir. Það er vitað, að einhæfni er talið öllu lakari c- tvíhæfni, að maður nú ekki nefni fjölhæfni, sem hér er ekki til umræðu. Verða þá bisk- upar tvíhæfir, prestar elnhæfir en pró- fastar sem næst 1,5 hæfir. Mundi þetta nýlunda nokkur, ef vita mætti eftir starfsheiti, hver hæfnin er innan stétt- arinnar og er kaupahéðnum sérstaklega bent á þetta, að þeir ekki flangsi í geit- arhús í ullarsnuðri. Liggur nú fyrir að taka þessar vorar tillögur til athugunar og umþenkingar, og g._ -im vér trúað þvf að kafsókn í málefnum þessum sé verðugt hausverkj- mefni, ekki sízt sá hlutinn er að snýr einhæfninni. Til áréttingar öllu framanrituðu skal á það bent, að ef tillögur vors ástkæra Spegils kæmnst nákvæmlega í fram- kvæmd, mundi upp rfsa og flæða um land vort ný Sturlungaöld, þar sem mis- skiptni biskupa millum héraða mundi gera allt sveitafólk vitlaust, sumt af of- metnaði, sumt af öfund, sumt af ein- hverju öðru. Ergo I: Hákristileg, vís- dómsrík bkkupag. Jn Spegilsins er vel þenkt í allan máta og góð málreifunar- prologus. Ergo II: Vorar tillögur eru hin- ar einu réttu. Gjört að Mammonsstöðum í Kirk ustaðarsveit, HugalL Ódýrt lestrarefni Enn eru fáanleg nokkur eintök af eftirtöldum bókum, sem áður voru gefnar út af Bókaútgáfu Spegilsins. Rauðka II. innb. Kr. 45,00 Rauðka II. ób. ' — 30,00 Bindle, innb. — 45,00 Þrír á báti, innb. — 45,00 AUt er fertugum fært, 6b. — 28,00 Mislitt fé, ób. — 28,00 Sautján ára, innb. — 40,00 Keli og Sammi, innb. — 40,00 Ennfremur eru til örfáir árgangar af gamla Speglinum. Einstök blöð seljast á kr. 15,00 pr. eintak, eða kr. 144,00 heilir árgangar. Sendum gegn póstkröfu. BÓKAÚTGÁFA SPiGILSINS 22 Spegillmn

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.