Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 26

Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 26
HLERAÐ Á LÍNUNNI — Halló, er þetta í Smátt & Stórt? — Jú, í Smátt & Stórt, góðan dag. — Er forstjórinn við? — Jú. Hvað er nafnið, með leyfi? — Hvað er þetta, þekkirðu mig ekki, elskan? Tobbi Berg- hólm, auðvitað. — A-u-g-n-a-blikk. — Er þetta Kiddi? Það er mikið að maður nær sambandi. Ég hef verið að reyna að ná sambandi f allan morgunn, þegar ég hef haft tíma. Annars er svo fjandi mikið að gera. Ertu ann- ars upptekinn á morgun? — Sæll, Tobbi. Alveg brjálað að gera, maður. Maður stendur í stóru núna. — Heyrðu, ég skrapp út á Borg áðan og hitti hann Gvend f Fiski & Fiskfars, og hann var að bjóða mér tvær stengur f Stangá á átján hundruð. Skítur og ekki neitt maður, í svona góðri á. Þeir fengu tíu pundara þar- í síðustu viku. Hvað 'egirðu? — Það er svo skratti mikið að gera, og svo er ekki hægt ið þvælast þetta skrallþurr í svona heitu veðri. Áttu nokkuð? — Já, blessaður vertu. Ég húkkaði tvo kassa af Túborgara með Bernhardi prins f síðasta túr á fimm hundruð kall stykk- ið. Svo maður getur slappað af. — Svaka sambönd hefur þú, maður, ha? Færðu f hverjum túr? — Ja, svona, þegar eitthvað stendur til. Maður hefur lært að bjarga sér. Heldurðu að þú sláir ekki til? Við erum þrjá tíma á benzanum. Rétt afslöppun, maður, ha? — Helvítis læti er f þér, maður, og ég sem þarf að redda út partíi í fyrramálið - og svo eru þrír víxlar á síðasta degi. Það er svo svakalega mikið að gera. Heyrðu annars, eru þetta heilkassar, sem þú fékkst? — Nei, ekki heilkassar, en ég hugsa að ég geti reddað tveim hálfkössum í viðbót. Þú verður að slappa af, maður. — Svo var ég búinn að bjóða honum Birgi bankastjóra f mat á morgun, hann ætlaði að redda fyrir mig vixlunum. — Taktu hann með í veiðitúrinn, maður, ég þarf einmitt að spjalla svolítið við þann mann. Ég get reddað sex kössum. Við skulum bara hafa það huggulegt — Okey, ég tala þá við Birgi og hringi í þig aftur. Þú ert sá smartasti í bransanum. Heyrðu, heldurðu að þú getir ekki haft átta kassa, ha? Birgir er svo helvíti blautur, þegar hann kemst í það gratís. — Athuga málið, sé þig. 26 Speaillinn

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.