Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 24

Spegillinn - 01.07.1965, Blaðsíða 24
Upplifun — endurlifun Ó, Musica Nóva! Ég nálægist þig í nærbrók, á léttstígum tánum, í hrollbruna-lotningu hneigi ég mig, húkandi’ á allsberum knjánum. Og þakklátur, söngrænn þánki minn þuklar um minningalöndin, er Likidarbær sprautaði listgöfgi inn og leyst voru axlaböndin. Hér stendur hann Paik minn við píanó sitt og pikkar í falsnótu eina og svífur svo tónrænt um sviðið mitt með sápuflís löðrandi hreina. Svo stingur hann hausnum í hreinlætisker og hellir baunum I salinn, og leysir brækur og sýnir af sér svipmynd, er frumleg er talin. Og Sjarlotta birtist og sigrandi fer með selló — og fjötrandi strengl, blásandi flautur og brjótandi gler í blámóðu-náttkjólagengi. Hún lumbrar á kubbum og skarkar með skeið og skörung og gafla og hnífa, unz baðför í vatnstunnu lýsir upp Ieið, — ein Ijómandi kvenþokka-dýfa! Og gleymdur er Páll-inn og gleymdur er Jón og gleymdur er Blöndal og Heimir, og Gvendur og Áml með andvana tón, því yfir mig frumneistinn streymir. Með svinkaðan huga og sætkenda Iund ég svelgi upp rasskastamenning, og blessa þá stund er ég fór á þann fund og frjóvgaðist útlendri tvenning. Og meðan ég angla á mannlífsins braut og muna skal Sjarlottu náttkjól og Kóreu-busann í berrassaþraut birtandi skínandi gáttsól. Upplifun þessi var ógleymanleg I andlegri, hástemmdri klifun, er ganga mun aftur og vísa mér veg f voldugri sí-endurlifun! Dalakútur. REIKNINGSLIST Tveir gamlir skólabræður hittust eftir mörg ár. Árni hafði verið mikill námsmaður skóla, en Jóhannes hafði allt- af þótt heldur lítill námsmað- ir, sérstaklega hafði hann þótt slappur reikningsmaður. Eigi .5 síður hafði Jóhannes gerzt kaupsýs? - íaður og hafði efn- azt vel, og mikið betur heldur en flestir skólabræður h.ans. Árni hafði _ ":zt upp á kaup- "'/slu og hafði gerzt skrifstofu- maður á opinberri skrifstofu, og þótti sinn hlutur ekki alltof 'Jóður. *-~in var hins vegar 'orvitinn um hagi síns gamla skólafélaga, Árna, og spurði hann hver væri lykillinn að velgengni hans. — Ja-ha, það er ósköp ein- falt, sagði Jóhannes. Ég kaupi oft vörur í hcl’-Jcölu, og þegar ég t. d. kaupi hlut fyrir tú- kall og sel hann aftur fyrir tíkall, þá þéna ég sko alltaf 10%. Vinsæl fermingargjöf Tíminn 19. maí hefur eftir Leifi Sveinssyni í tímaritinu „Hesturinn okkar“ m. a. þetta: Algengt er að gefa börnum hest í fermingargjöf og þá auðvitað með öllum tygjum ... Samskiptin við skepnurnar eru öllum holl... Undirritaður óskar hér með að gerast áskrifandi SPEGILSINS frá nýári 1965 frá og með 8. tbl. (strikið undir það, sem við á). og lofar að leysa út, þegar þar að kemur, póstkröfu fyrir áskriftargjaldinu, kl. 300,00 fyrir árið, eða kr. 125,00 fyrir 5 blöð. Nafn Heimilisfang (eða pósthólf) 24 Spegillinn

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.