Spegillinn - 01.04.1983, Blaðsíða 4

Spegillinn - 01.04.1983, Blaðsíða 4
Fréttir Hugmynda samkeppni Samkvæmt fréttatilkynningu frá borgarstjóranum í Reykjavík hefur verið ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um niðurskurð á félagslegri þjónustu. Skilmálar og önnur gögn liggjaframmiá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar og eru afhentgegn 50 kr. skilatryggingu. Hugmyndasamkeppnin stendurtil 1. maín.k. Bókasýning Á blaðamannafundi s. 1. föstudag kom fram hjá Hjörleifi Guttormssyni, iðnaðarráðherra, að iðnaðarráðuneytið ætlar að efna til bókasýningar í ráðuneytinu um mánaðamótin maí/júnín. k. Þar verða sýndar bækur og skýrslur samtals 8000 titlar, gefnir út af iðnaðarráðuneytinu á s. 1. 4 árum í tengslum við ýmis verkefni sem þar hafa verið í undirbúningi. Bókasýning þessi verður auglýst nánar síðar. Kosiðá Mallorca Ólafur Walter Stefánsson, skrifstofustjorií dómsmálaráðuneytinu, sagði tíðindamanni blaðsins frá því að sterkar óskir hefðu komið frá félagi áhugamanna um sólarlandaferðir, Hverfisgötu 50, að sérstök kjördeild yrði höfð á Mallorca í næstkomandi Alþingiskosningum. Mun Friðjón Þórðarson, dómsmálaráðherra hafa lagt tillögu þess efnis fram á fundi ríkisstjórnarinnar í sl.'viku og er þess að vænta að hún verði samþykkt. Seðlabankastjórarnir þrír á blaðamannafundinum, þar sem þeir skýrðu frá þjóðarátakinu. Þjóðarátakið Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Hjartarsonar, seðlabankastjóra, hyggst Seðlabankinn efna til umfangsmikillar fjársöfnunar eða „stórsláttar“ eins og Guðmundur orðaði það við blaðið. Söfnun þessi er liður í svokölluðu þjóðarátaki um byggingu nýs Seðlabankahúss á Arnarhóli. Seðlabankinn hefur í smáauglýsingu hér í blaðinu skorað á alla þjóðlega íslendinga, að senda bankanum afgangspeninga og sitt hvað sem fellur til á heimili eða utan heimilis. Að sögn Guðmundar hefur Geiri Moskvu Moskva24. mars 1983. Geir Hallgrímsson kom óvænt hingað til Moskvu árla í morgun. Hélt hann rakleitt til Kremlar af flugvellinum á fund með Æðsta ráðinu fyrir luktum dyrum. Um hádegisbilið var Andropof, flokksleiðtogi Jóhannes Norðdal tekið að sérstórsláttinn, þeas. sölu skuldabréfa í stórum stíl og móttöku ávísana og 500 kr. seðla. „Ég mun hins vegar taka við smápeningum og varningi", sagði Guðmundur. Að sögn Guðmundar verður vörumóttaka á grunni Seðlabankansn.k. fimmtudag milli7og9. „Það erekkert svo ómerkilegt eða lítilfjörlegt að ekki megi koma því í verð hérlendis eða erlendis til þess að þjóðarátakið megi heppnast", sagði Guðmundur að lokum. „25 aur hér og 25 aur þar, allt eru þetta peningar". tluttur á gjörgæsludeild Lenínsjúkrahússins, og síðdegis var Grómíkó gerður að aðstoðarforsætisráðherra. Geir hélt á brott héðan um kvöldmatarleyti. Erlendir fréttaskýrendur eru orðlaus' ).ir þessari skyndiheimsókn flokksformannsins og engar fréttaskýringar að hafa. Fylfullur graðfoli GunnarGeirsson, hænsknabóndi að Vallá á Kjalarnesi, hefur ræktað upp nýjan hænsnastofn, eins og alþjóð er kunnugt. Bæði hanar og hænur af þessum stofni verpa eggjum. Nú hefur Gunnar skrifað iðnaðarráðuneytinu og farið fram á einkaleyfi á frekari útfærslu aðferðar sinnar við kynbætur. í bréfinu greinir hann frá því, að þegar séu hafnar tilraunir á hrossum, og allar líkur bendi til, að tekist hafi að fylja amk. einn fola af Svaðastaðakyni. Þá tilkynnir Gunnar og í bréfinu að með haustinu verði hafnar tilraunir með að tæknifrjóvga karlmenn að fengnu áliti Jafnréttisráðs, sem telja mun þetta eitt stærsta skref í j afnréttisátt sem stigið hafi verið frá því að meyfæðingin var uppgötvuð. Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, hefur sett nefnd í málið og vinnur hún með sjö manna starfshópi að undirbúningi gagnaöflunar. Skoðanakönnun Nú í vikunni fór fram eins konar skoðanakönnun í menntamálaráðuneytinu. Hinir 1273 starfsmenn ráðuneytisins voru spurðir einnar spurningar, þessarar: Hver er menntamálaráðherra? Talningu lauk fyrir stundu og urðu niðurstöður þessar: Ragnar Arnalds 212 tilnefn- ingar. Bessí Jóhannesdóttir 156 til- nefningar. Hannes Hólmsteinn Giss- urarson 106tilnefningar. Bubbi Morthens 85 tilnefn- ingar. Gylfi Þ. Gíslason 13 tilnefn- ingar. Ingvar Gíslason 3 tilnefning- ar. Auðir og ógildir voru 698 seðlar. Geir, Grómíkó og Y. Sandróvich fréttaritari Spegilsins. 4

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.