Spegillinn - 01.04.1983, Blaðsíða 30

Spegillinn - 01.04.1983, Blaðsíða 30
Stjörnumát í ljósi þess að íslendingar kjósa ekki um málefni, heldur karlmenn, ætla ég að fjalla um persónu leiðtoganna, ekki stefnuna, íslendingum til heilla, á þeirri stóru stund sem nú upp rennur. Elnnig vil ég nota tækifærið til að upplýsa þjóðina um eðli þess manns, sem hún hefur haft yfir sér þetta Geir Hallgrímsson er Bogmaður, með Tungl, Júpiter í Steingeit eins og Hitler, með Mars, Satúrnus í Sporðdreka og Venus í Vatnsbera. Geir er því ágætismaður, víðsýnn um margt, sér samhengi hlutanna, en Neptúnus þvert á Mars er þess valdandi að Geir þorir ekki að taka á vandamálunum, að ganga hreint til verks. Nátengt því er það að Satúrnus á Mars gerir að framkvæmdaorka hans er lömuð. Geir stígur bremsuna og bensínið í botn í einu. Gunnar Thoroddsen er Steingeit og eins og sést á korti hans hér til hliðar þá liggur öll virkjanleg orka á Merkúr plánetu hugsunar og tjáskipta. Þess utan er orka Gunnars tvístruð og illbeislanleg. Sem Steingeit er Gunnar ákaflega virðulegur og formfastur, en Tungl, Mars í Bogmanni gerir að hann er lítillega tækifæriss- innaður. Andstæða Venusar og Neptúnusar gerir að hann er blindur á samstarfsfólk sitt. Gunnar mætti líkast til, sér að skaðlausu, íhuga máltækið um formið og innihaldið. Svavar Gestsson er Krabbi, með Tungl í Meyju og Merkúr íTvíbura. Bakvið allar girðingarnar slær tilfinningamikið móðurhjarta. Til- finningaleg einangrun frá umhverfinu getur hins vegar verið- hættuleg. Annars er Svavar málliðugur, þröngsýnn, sam- þjappaður karakter. Mars, Júpiter í Ljóni gerir að hann er dramatískur leikrænn stórhugi. Vegna Tungls í Meyju á hann það til að týna sér í smáatriðum og sjá ekki skóginn fyrir trjánum. - Samantekt á plánetuafstöðu leiðtoganna- Tafla I Eldur..............................................17 Jörð............................................... 9 Loft............................................... 4 Vatn...............................................11 Fjöldi pláneta í hver|u elementi. Eins og sest a totlu em, pa sKornr leiðtogana sem heua jarðsamband og rökræna lógíska hugsun. Afstaða þeirra til vandamála líðandi stundar byggist á tilfinningalegum og persónulegum viðbrögðum (Jörð/loft eru raunsæ, rökræn element, eldur/vatn tilfinningaleg.) 30

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.