Spegillinn - 01.04.1983, Blaðsíða 5
Gerfitannasala
Nokkrir félagar í Junior
Chamber í Reykjavík munu á
næstunni setja á stofn nýtt
verslunarfyrirtæki,
Gerfitannasöluna.
Ætlun þeirra er að safna
notuðum gerfitönnum, sem
fólk þarf ekki lengur á að
halda, svo og gómum. Einnig
hyggja þeir á skiptiverslun við
samskonar fyrirtæki í
Skotlandi, en Skotar hafa
mjög lík kjálkabein og
kjaftstærð og íslendingar.
Skoska fyrirtækið byggir
viðskipti sín að mestu leyti á
samningum við ríkisspítalana
og líkhúsin þar í landi.
Framkvæmdastjóri
fyrirtækisins verður Geir H.
Haarde.
FráSÁÁ
SÁÁ hefur ákveðið að
hrinda enn einni landsöfnun
af stað með haustinu. Að sögn
Björgólfs Guðmundssonar,
form. SÁÁ, verðurfénu varið
til að greiða Frjálsu framtaki
þóknun fyrir það þjóðarátak
sem nú stendur sem hæst.
Hefur Magnús Hreggviðsson
verið ráðinn til að annast
þessa söfnun.
(Fréttatilkynning.)
Einhugurhjá
sjálfstæðis-
mönnum
Mikill einhugur er ríkjandi
hjá stuðningsmönnum
Sj álfstæðisflokksins fy rir
þessar kosningar og jafnvel
meðal flokksmanna sjálfra.
Talið er víst að bæði formaður
flokksins og varaformaður
hans styðji lista flokksins í
kosningunum þann 23ja.
Nýveriðfórfram
skoðanakönnun innan
fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík og sýndi hún að allt
að heímingur ráðsmanna ætla
að kjósa flokkslistann.
Dómur fallinn
Kitlsmokkamálið
{síðustu viku féll dómur í
kitlsmokkamálinu
svokallaða. Eins og menn
minnast var einn af æðstu
embættismönnum
þjóðarinnar tekinn fastur á
Keflavíkurflugvelli íhaust
fyrir smygl á kitlsmokkum.
Sást til hans inn á karlaklósetti
þar sem hann var að raða á sig
35 kitlsmokkum, en eins og
kunnugt er var innfiutningur á
þessum varningi stöðvaður
með lögum nr. 13/1962 um
einkarétt Belgjagerðarinnar
til framleiðslu ágúmmítúttum
og öðrum varningi úr gúmmíi.
Ákærði var dæmdur í 2ja
ára skilorðsbundið fangelsi og
smokkarnir gerðir upptækir.
Er þá fengin niðurstaða í
þetta umdeilda og leiðinlega
mál, en eins og kunnugt er
stóð Félag áhugamanna um
jafnan kosningarétt fyrir
skoðanakönnun um málið í
desembers. 1. ogkomþáíljós
að af 7500 þátttakendum voru
aðeins 2 á móti því að banninu
yrði aflétt.
Karvel
hylltur
Þegar listi Alþýðuflokksins
á Vestfjörðum hafði verið
samþykktur á
kjördæmisráðsþingi hinn 15.
mars sl., hylltu ráðsmenn hinn
nýja leiðtoga sinn, Karvei
Pálmason.
Þegar hyllingin stóð sem
hæst gekk Sighvatur
Björgvinsson, annar maður á
listanum, upp á sviðið þar sem
Karvel stóð og tók hyllingu.
Færði hann honum
alþjóðatákn j afnaðarmanna,
rauða rós. Ætlaði þá allt um
koll að keyra af
fagnaðarlátum.
Skeyti
undirbeltisstað
Lista og skemmtideild
Sjónvarpsins hefur ákveðið
að láta taka upp þrjú leikrit í
vor og sumar eftir þá Kj artan
Ragnarsson, Sveinbjörn
Baldvinsson og Albert
Guðmundsson.
Speglinum tókst að ná tali
af séra Emil Björnssyni en
hann mætti til vinnu einn dag í
síðustu viku milli klukkan
13:30 og 14:00. Spurðum við
hann um leikrit þessi og
varðist hann allra frétta. Með
kvikindisskap og frekju tókst
þó að draga upp úr prestinum
að verið væri að taka upp
leikrit Alberts þessa dagana.
Um efni þess vildi Emil ekkert
segj a annað en það sem fælist í
nafni verksins, en hið nýja
leikrit heitir Skeyti undir
beltisstað.
Eftir öðrum leiðum hefur
blaðið sannfrétt að um algjört
framúrstefnuleikrit sé að
ræða. Verður það væntanlega
frumsýnt á uppstigningardag.
5