Spegillinn - 01.04.1983, Blaðsíða 47

Spegillinn - 01.04.1983, Blaðsíða 47
...eftir sólskini í 3 sólarhringa. Síðan er hún mulin við vægan eld. Pá er blandað í hana muldu geitataði og söxuðu lárvið- arlaufi. Deiginu er síðan hnoðað í kúlur og látið harðna við sólarhita í 3-4 vikur og flutt þannig út. Marteinn sagði að þetta væri verkunaraðferð þeirra í Tíbet og væri Tíbetfeitin kölluð rauði tíbetinn. í Afganistan er einnig framleitt mikið af hertri geitafeiti að sögn Marteins, en þar er notað kúatað í stað geitataðs. Sú feiti gengur undir nafninu blái afganinn. Marteinn sagði að aðalvandinn við innflutning og innkaup á hertri geitafeiti frá Tíbet væri sá að tryggja neytendum óblandna og hreina feiti. Eftir að eftir- spurn jókst svo mjög á s. 1. ári hefðu ýmis glæpasamtök tekið að sér sölu og dreifingu á heimsmarkaði og blandað ýmsum óþverra í feitina til að drýgja hana. Aðspurður sagðist Marteinn vita til þess að nokkrir Islendingar hefðu fram- leitt herta geitafeiti til heimilisnota, t. d. á Hólmavík og Drangsnesi, er herslan á feitinni hefði oftar en ekki mistekist sök- um óhagstæðrar veðráttu á íslandi. Samkvæmt ábendingu Marteins sneri blaðið sér til Jóns Ragnarssonar, múr- ara, en hann hefur notað herta geitafeiti við hárlosi í 3 mánuði. Jón sagði, að árangur af feitinni væri undraverður. Hann hefði um margra ára skeið haft vaxandi áhyggjur af hárlosi hjá sér og einnig hundinum Lappa. Með því að bera herta geitafeiti reglulega á höfuðið með þvalri borðtusku hefði hann ekki aðeins stöðvað hárlosið, heldur hefði hárið tekið að vaxa á ný eftir u. þ. b. mánaðarnotkun. Hárið er leirljóst, frekar gróft og illviðráðanlegt. „Maður er þó ekki sköllóttur lengur", sagði Jón að lokum um leið og hann sýndi okkur myndir af sér fyrir og eftir meðferðina. Jón segir ennfremur, að hundurinn Lappi, sem hefur fengið herta geitafeiti í feldinn í nokkrar vikur, sé hættur að fara úr hárum. Aðspurður um lækningamátt geita- feitarinnar gegn æðahnútum, kvaðst Jón hafa verið með einn æðahnút á kálfa hægri fótar. Hann sagðist hafabyrjað að bera herta geitafeiti á æðahnútinn milli jóla og nýárs og árangur verið undra- verður. Sagði Jón feitina svo sterka gegn æðahnútum, að í stað hins ljóta blá gúls sem hnúturinn var, væri komin hola í kálfann. I

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.