Spegillinn - 01.04.1983, Blaðsíða 20

Spegillinn - 01.04.1983, Blaðsíða 20
Vísnaþáttur Vetur, sumar, vor og haust vil ég draga ýsur. Það er ekki vandalaust að yrkja góða bögu. Hliðstætt flámælisdæmi úr lausu máli er svo sagan um bóndann sem kallaði hrút sinn speking af því að hann var svo feitur. Úti í snjónum flokkur frýs, fána sviptur rauðum. Ólafur Ragnar Grímsson grís gekk af honum dauðum. Eins og sæmir alminlegu blaði mun Spegillinn halda úti vísnaþætti. Við hvetjum lesendur til að leggja okkur lið. Sendið inn vísur sem ykkur þykja skondnar af einhverjum ástæðum. Við gerum ekki greinarmun á fínum og ófín- um kveðskap. Rætni og kvikindisskapur eru ekki heldur verri hvatir en hverjar aðrar þegar til þess kemur, lesandi góð- ur, að senda okkur línu. Og ekki síst: Við birtum með ánægju kvarnarsópið úr kveðskap góðskáldanna, vísurnar sem aldrei fá að fljóta með í ljóðasöfnunum. Og þá er að koma sér að efninu: Mörgum hefur ofboðið leirhnoðið þegar Halldór Blöndal hefur verið að reyna að setja saman vísu. J.T.H. orti eitt sinn þegar fram af honum gekk: Lítinn skammt þú hlaust af skáldamiði, því skapadœgri verður ekki breytt, en góði láttu ferskeytluna í friði, formið hefur ekki gert þér neitt. Á þessum dögum þegar þjóðfélags- umræðan er eins og tekin upp úr hinum svartsýnni köflum Jeremíasarbókar, þá er tilbreyting að rekast á vísu á borð við þessa í „Skagfirskum ljóðum". Þar er nú ekki aldeilis bölmóðurinn og svarta- gallsrausið: Ein er ég á báti úti á þér sjórinn káti, ekki verður mér allt að gráti þótt eitthvað á bjáti. Ljósvakafjölmiðlarnir, útvarp og síð- an sjónvarp, hafa átt stóran þátt í að færa málfar landsmanna í einhæfnisátt. Núna tuldra flestir eins og útvarpsþulir, allir með eins framburð. Vegna þessa detta ýmsir möguleikar á óvæntum rím- orðum uppfyrir. Dæmi um þetta eru eftirfarandi hendingar góðs og gegns starfsmanns í undirstöðuatvinnuvegin- um. Hann sá á eftir stakki sínum í snigil- inn og varð að orði: Stakkurinn minn, göli, göli, er nú orðinn að mjöli, mjöli. Margur hefur orðið til að láta reyna á þanþol íslenskrar ljóðahefðar. Enda má segja um bragfræðireglurnar eins og aðrar reglur að þær eru bestar í hófi. Það var maður í vagninum, með gulan páfagauk og Ijótan, sem eitthvað gekk að í augunum, og gaman hefði verið að hafa með sér haglabyssu og skjótann. Örlög stjórnmálaflokka hafa orðið mönnum yrkisefni. Eftirmæli Steins um kommúnistaflokkinn enda á þessum vísuorðum: Á leiði hins látna blikar bensíntunna frá British Petroleum Company. En auðvitað má finna nýlegri dæmi um pólitísk eftirmæli. Hér er það Böðvar Guðmundsson sem yrkir: Þekkir einhver lesandi þessar hend- ingar, en hér mun vera um barnagælu að ræða: Ég þekki konu á bleikum buxum með brotið lœri og kúk í snæri. Hér er augljóslega á ferðinni kveð- skapur af Austurlandi, trúlegast viðlag. Við væntum þess að verða leiddir í allan sannleika um ljóðið í heild. Við slúttum þessum þætti á annarri barnagælu, en hún er fengin úr óbirtu leikriti: Ég hef grátið mig í hnút angurs hrakin kaunum, lafmóð tungan lafir út lífs í þungum raunum. 20

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.