Spegillinn - 01.04.1983, Blaðsíða 34

Spegillinn - 01.04.1983, Blaðsíða 34
Viðtalið Rætt við Emil Als, augnlækni Meöal 10 valinnkunnra manna, sem sest hafa á rökstóla eru þeir Þorsteinn Sæmundsson, stjarnfræðingur, Valdimar J. Magnússon, framkvæmdastjóri, Þorvaldur Búason, eölisfræöingur og Ragnar Ingimarsson, prófessor. Þessirvalinkunnu menn rannsökuöu, ræddu leiðirog komust aö niöurstöðu. Spegillinn frétti af manni, semféll kylliflaturfyrirniöurstööunum. Er þaö Emil Als, augnlæknir. Tíðindamaður blaösins hitti Emil að máli á skrifstofu hans í Kirkjuhvoli. Sp Við ættum kannski... Emil: Við ættum ekkert. Þú skalt bara skrifa. Ég tala. Ég er í viðtalinu. Og ég segi: Meirihluti íslenskra kjósenda býr við þá blóðugu niðurlægingu að vera stimpl- aður pólitískt undirmálsfólk. Þeir búa við skert grundvallarréttindi innan þess samfélags sem þeir bera uppi og ein- hverjum datt í hug að nefna lýðveldið ísland. Bak við grimma tilburði dreif- býlismanna til að viðhalda stórfelldu ranglæti um vægi atkvæða býr stærilæti landeigenda gagnvart hinum landlausu íbúum bæjanna. Margir þeirra fá ekki skilið, að unnt sé að lifa heiðvirðu lífi án þess að byggja afkomu sína á túnrækt og skepnuhaldi. Þeim er mörgum fyrir- munað að skilja þá unaðslegu niður- stöðu úr frjálsum samskiptum og við- skiptum manna, að hagur allra blómgast ef samskiptin fara fram með réttum hætti, en halda að svik séu í tafli ef hagur hinna landlausu dafnar. Þeir líta með yfirlæti og fyrirlitningu til múgsins í borgunum, og telja það siðferðilega verjanlegt, raunar sjálfsagt, að þeir sitji yfir hlut þessa bæjarlýðs og hafi tögl og hagldir í æðstu valdastofnunum ríkisins. Þannig renna þeir illa gerðum siðferði- legum stoðum undir þau óeðlilega miklu völd sem þeir stýra á hinum ýmsu pöll- um ríkisbáknsins. Kjötkatlarnir sP .: Þessir dreifbýlis... Emil: Nei. Hin opinberu rök dreifbýl- ismanna fyrir því að viðhalda eigi rang- látum völdum þeirra eru á þá leið, að þeir eigi svo langt í kjötkatla valdsins. Þessi kenning afhjúpar spillt hugarfar og hræsni þessara manna. I hjörtum þeirra býr slíkt ofstæki að jafna má til öfga- klerkanna í íran. Fákænum og tor- tryggnum dalamönnum má ekki haldast það uppi öllu lengur að ráða pólitískum og andlegum veðrum á íslandi. íransklerkar Sp.: Æjatólarnir, eða íransklerkar eins og... Emil: Nei, nei. íransklerkar íslenskra stjórnmála munu neyta allra bragða í von um að viðhalda völdum sínum í skjóli ranglátra laga frá því Alþingi sem hefur veitt þeim nær sjálfdæmi um út- hlutun valda í landinu. Dreifbýlismenn sækja sér mörg góð föng í hirslur ríkis- sjóðs í skjóli hinnar opinberu byggða- stefnu, og elja þeirra við dyr embættis- manna og nefnda hinnar opinberu stjórnsýslu væri ekki slík sem hún er ef ekki hefði reynst árangursrík. Hver tók atkvæðið mitt? Sp.: Að lokum Emil: Sjón hins al- menna... Emil: Nei og aftur nei Hver sá sem gerir kröfu í kjörseðil annars manns ger- ir sig beran að siðleysi og ójöfnuði sem er óþolandi. Engu að síður býr slíkt fólk meðal okkar í landinu, og gerir svona kröfur og hefur beitt meirihluta lands- manna grófum órétti endilanga sögu hins endurreista íslenska lýðveldis. Þetta fólk verður að taka sönsum og átta sig á því, að hver og ein atkvæðisbær manneskja á þann helga rétt að mega leggja heilan stein í grunn þess lýðræðis, sem við játum öll í orði en búum ekki við á borði. Alþingismenn eiga ekki að vera sendlar kjördæmanna eða byggðarlag- anna. Þeir eru synir og dætur þjóðarinn- ar og ber að haga störfum í samræmi við það. Hin stærri mál með þjóðinni eiga að vera viðfangsefni og hugðarefni þing- manna vorra, ásamt hverju því máli er snertir hvert mannsbarn þessa samfé- lags. Við þá dreifbýlismenn, sem stara sig blinda á miðstjórnarvaldið í Reykjavík á að segja: Takið flís af miðstýringarvaldinu og færið heim í hérað. Hættið að gera Alþingi þjóðarinnar að suðandi sendla- stöð en takið höndum saman við allar réttsýnar manneskjur í landinu og gerið ísland aö einu kjördæmi og alla þing- menn þjóðkjörna. Viðtalinu er lokið. Ilef ekki meira við þig að tala, ætt- aðan úr sveit. Vertu sæll. 34

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.