Spegillinn - 01.04.1983, Síða 28

Spegillinn - 01.04.1983, Síða 28
Var hún aprílgabb? XV í ár gerðist það í þriðja sinn í sögu kristninnar að föstudaginn langa bar upp á 1. apríl. Lék blaðamanni hugur á að fræðast frekar um þetta og hafði því samband við dr. Þorstein Sæmundsson, stjörnufræðing og ritstjóra Almanaks Þjóðvinafélagsins, sem er manna fróðastur um tímatal. Þorsteinn brást við af sinni alkunnu ljúfmennsku og hittumst við á Kjarvals- stöðum á föstudaginn langa, en þar var Þorsteinn að skoða sýningu á íslenskri kirkjulist í fylgd vinar síns séra Baldurs í Vatnsfirði. Fer viðtalið hér á eftir. Blaðamaður: „Er það rétt Þorsteinn að þetta sé í þriðja sinn síðan á dögum Krists að föstudaginn langa beri upp á 1. apríl?“ Þorsteinn: „Já, svo ku vera. Föstu- daginn langa bar síðast upp á 1. apríl árið 1581, ári áður en „Nýi stíll“ Gregor- íusar páfa var innleiddur. Þar áður bar föstudaginn langa síðast upp á 1. apríl á átjánda keisaraári Tiberíusar, sem við köllum gjarnan árið 31 eftir Krist, en það var einmitt árið sem krossfesting Krists er sögð hafa átt sér stað í Gyð- ingalandi.“ Blaðamaður: „Er það rétt að þú hafir kynnt þér krossfestinguna sérstaklega á námsárum þínum í Skotlandi?" Þorsteinn: „Ekki vil ég nú segja það. Doktorsritgerð mín við Unirversity of St. Andrews fjallaði um þann einstæða sólmyrkva sem varð 1.-3. apríl árið 31 e. Kr. (Ritgerðin nefnist „The Irregular Astronomical Culminative Equations of the Three Day Total Solar Eclipse in the Middle East in the year 31 AD.” St. Andrews, 1961). í ritgerðinni skýri ég fræðilega þá þriggja daga sólmyrkva, sem verða reglulega á 2218 ára fresti á um 100 km. belti milli 21. og 32. gráðu norður breiddar á svæðinu milli Líbíu og írak, en Jerúsalem liggur á miðju þessu svæði. Ritgerð mín var því stjarnfræðileg en ekki guðfræðileg. Hins vegar ber svo undarlega við að krossfesting Krists og upprisa er sögð hafa átt sér stað einmitt á þessum þremur dögum í aprílbyrjun árið 31. Niðurstöður mínar kunna því að hafa talsvert gildi meðal fræðimanna í guðfræði.“ k\ M Blaðamaður: „Nú ræðir dr. J. M. Al- legro ítarlega um krossfestinguna, upp- risuna og sólmyrkvann í sínu fræga riti „The Dead Sea Scrolls“ (Penguin 1959). Hvað segir þú um kenningar dr. Al- legros? í hverju felast helstu niðurstöð- ur hans? Þorsteinn: „Ég vil nú ekki hætta mér langt út í guðfræði dr. Allegros. Mér virðast þó kenningar hans trú- verðugar og þar er engu hnikað í þeim vísindum sem mér eru kunn. Dr. Al- legro segir að um það bil sem krossfesta hafi átt trésmiðinn Jesús, sem við síðar köllum Krist, þá hafi orðið sólmyrkvi. Tímasetningar Píslarsögunnar standist því samkvæmt síðari tíma raunvísind- um, þ. e. að sólmyrkvi hafi orðið um- ræddan föstudag 1. apríl. Dr. Allegro færir rök að því að Jesús trésmiður hafi komist undan í skjóli myrkurs, enda megi geta sér til um það fát er gripið hafi lýðinn þennan föstudag er sól myrkvað- ist um miðjan dag. Dr. Allegro hefur einnig grafið upp traustar heimildir um að á sunnudags- kvöldið, að loknum þriggja daga sól- myrkva, hafi Jesús birst í partýi hjá Pétri vini sínum, fyrrverandi sjómanni. Þarna sé því komin sagan um krossfestinguna á föstudeginum og síðan upprisuna á páskadagskvöld. Dr. Allegro bætir því síðan við að á næstu áratugum á eftir hafi nokkrir ó- prúttnir kaupahéðnar og handverks- menn meðal Gyðinga búið til goðsögn- ina um Krist til að skapa markað fyrir róðukrossa, jötur og annað smátimbur, en margt af þessu timbri sögðu þeir úr krossi Krists. Dr. Allegro segir að af þessu megi draga þá ályktun að þetta hafi verið aprílgabb fáeinna sprækra piparsveina í Gyðingalandi." Séra Baldur skýtur því nú að okkur að Allegro þessi sé bara breskur gyðingur, sem ekki beri að taka alvarlega. Hvað sem því líður hefur það gerst að föstudaginn langa ber nú upp á 1. apríl í þriðja sinn síðan á dögum Tíberíusar og Jesú. Ég þakka fyrir spjallið og geng út í síðdegissólina, en Þorsteinn og séra Baldur halda áfram göngu sinni um kirkjulistarsýninguna á Kjarvals- stöðum. 28

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.