Spegillinn - 01.04.1983, Qupperneq 3

Spegillinn - 01.04.1983, Qupperneq 3
Leiðari Þjóðin er í vanda. Léttúð og lausung ráða ríkjum. Alvarleg og menningarleg umræða á undir högg að sækja. Mannvit og skapandi hugsun er á undan- haldi. Nokkrir framsæknir menn sáu í hendi sér að við svo búið mætti ekki standa öllu lengur. Þeir tóku saman ráð sitt, stofnuðu félagsskap, Félag áhugamanna um alvarleg málefni, og ákváðu að endurvekja hið forna menningartímarit, Spegilinn. Sem jafnan áður mun blaðið verða sálarspegill þessarar þjóðar og sam- viska hennar. Þess vegna liggur líka í hlutarins eðli að það verði frjálst blað og óháð og ofar flokkum og eindreginn málsvari ríkisstjórnarinnar hverju sinni og málgagn hennar. Það mátti ekki seinna vera að Spegillinn liti nýjan dag, því ríkisstjórn er að kveðja. Ríkisstjórn, sem hvorki hefur átt málgagn upp á að hlaupa né við að styðjast. Það verður því fyrsta verkefni þessa blaðs að festa niður helstu afrek ríkisstjórnarinnar. Er það létt verk og ljúft að vinna, því þessi ríkis- stjórn hefur verið starfsöm og leyst sín verk vel af hendi. Helstu afrek ríkisstjórnarinnar eru þessi: Henni hefur tekist að halda verðbólguni niðri, og hefur hún aldrei, á rúmlega þriggja ára ferli stjórnar- innar, farið yfir 100 stig. Hún hefur sýnt fram á, að enn njóta Islendingar lánstrausts erlendis og hefur tekið stærri og fleiri lán þar en nokkur fyrri stjórn. Henni hefur tekist að skerða kaupmátt launa með þeim hætti, að enginn landsins þegn hefur orðið þess var, sem sést best á því að aldrei hefur verslunin verið blómlegri né innflutningur meiri. Hún hefur greitt öllum vöskum og vinnufúsum mönnum láglaunabætur, sem eins konar premíu fyrir langan vinnudag og óeigingjörn störf. Henni hefur tekist að halda rafmagnsverði til stóriðju í algjöru lágmarki, þó sótt hafi verið að henni úr ýmsum áttum þess vegna, og þannig treyst undirstöður atvinnulífsins. Lengi enn mætti tíunda afrek þessarar starfsömu stjórnar. Hér verður þó látið staðar numið og stjórninni færðar þakkir fyrir þjóðhagslega farsæl störf og henni árnað velfarnaðar í kosningunum þann 23ja. SpegiIIinn óskar þjóðinni þess helst og fremst að hún beri gæfu til að eignast aðra stjórn þessari líka. Og mun hún þá rétta úr kútnum, andlega og líkamlega. 43. árg. 1. tbl. Útgefandi: Félag áhuga- manna um alvarleg málefni. Málgagn félagsins og ríkis- stjórnar hverju sinni. Þiggur gjarnan ríkisstyrk og tekur við áheitum og framlögum á ávís- anareikning sinn í Alþýðu- bankanum. Fast verð á fyrsta tbl. kr. 70.- Aðsetur: Grjóta- gata 9, 101 Reykjavík. Auglýsingasimi 14215. Sími ritstjórnar 14215. Pósthólf 1169. Starfsmenn: Hjörleifur Sveinbjörnsson. Úlfar Þor- móðsson. Aðalteiknarar: Brian Pilkington, Halldór Þor- steinsson, Ólafur Pálsson. Haus: Auglst. Gísli B. Björnsson. Uppsetning: Björn Br. Björnsson, Helga Garðarsdóttir. Aðalijósmynd- ari: Gunnar Elísson. Höf- undar efnis: Bestu synir og dætur þessarar þjóðar og fleiri. Setning og umbrot: Prent hf. Litgreining: Mynda- mót. Filmu- og plötugerð - prentun: Prentrún hf. Bók- band: Arnarberg. Áskrifandi: Höskuldur Skarphéðinsson, skipherra. Áskrifandinn 3

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.