Spegillinn - 01.04.1983, Blaðsíða 32

Spegillinn - 01.04.1983, Blaðsíða 32
 A rúmstokknum Alhliða lesenda- þjónusta Þessum þætti er ætlað að veita lesend- um blaðsins alhliða þjónustu. Má í því sambandi nefna að hér fást svör við alls kyns vanda einkalífsins gegn vægu gjaldi, pólitísk leiðsögn, efnahagslegar ráðleggingar og alhliða leiðsögn í þeim stóra málaflokki sem öfugsnúinn mórall streitist við að kalla feimnismál (kyn- ferðismál, ástamál, framhjáhald og al- menn hegðun á kynlífsmarkaðnum). Einnig gætum við hugsanlega skroppið í bankann, apótekið eða ríkið ef illa stendur á hjá lesendum. En að sjálf- sögðu frábiðjum við okkur misnotkun á slíkri greiðasemi. En allt um það. Spegillinn er heiðvirt blað, og umsjónarmenn þessa þáttar vandir að virðingu sinni, og verður því ekkert um upplognar fyrirspurnir frá lesendum í þessu fyrsta tölublaði að ræða, né heldur áskrifanda blaðsins, sem okkur vitanlega á ekki við nein sér- stök vandamál að stríða. Ekki enn að minnsta kosti. Hvað svo sem síðar mun verða. T.d. þegar hann þarf að fara að greiða áskriftina sína. Það er ekki þar fyrir; við erum svosem ekkert að halda bví fram að svonalöguð raðgjafaþjónusta sé eitthvað sérstak- lega jákvætt fyrirbæri. Hún þrífst á tveimur tegundum karaktergalla. í fyrsta lagi vanmeta- og minnimáttar- kennd þess sem endalaust þarf að leita á náðir annarra með sín mál og vill fá aðvífandi ráð við hverjum vanda. Hlýtur það ekki að vera upphaf velfarn- aður í lífinu að treysta betur eigin dóm- greind en svokölluðum góðum ráðum bláókunnugs fólks? í öðru lagi sjálfum- gleði þess sem leggur á ráðin. Hvað eru menn að vilja hafa vit fyrir náunga sín- um í öllum mögulegum málum? Samt sem áður. Þér er guðvelkomið, lesandi góður, að senda okkur línu. Við erum margreynd í lífsbaráttunni, allt- saman vanir menn. En þá er það líka mátulegt á þig að vera bent á hlutina í sínu rétta og ófegraða samhengi. Ef til dæmis spurt væri: Hvernig á maður að haga sér meðan kosningabaráttan stendur yfir til þess að eiga fullan séns eftir kosningar? Svar: Hafið allt á hreinu! (Sjá skýringarmynd). 32

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.