Spegillinn - 01.04.1983, Qupperneq 12

Spegillinn - 01.04.1983, Qupperneq 12
Af uppnefnum Sigurður sonur minn Sigurður Jónsson heitir maður á Dalvík. Hann var strax í bernsku hald- inn mikilli athafnaþrá og féll honum sjaldnast verk úr hendi. Ekki féll hinum fullorðnu allsendis í geð sérhvert verk drengsins né athafnir allar frekar en ger- ist og gengur með öfundgjarnri þjóð. Eitt af því sem einkennir hugmynda- ríka athafnamenn er útsjónarsemi. Af henni átti drengurinn nóg. Og af henni sá hann, að í byggðarlagið vantaði hæn- ur með öllu og að við svo búið mátti ekki standa. Ákvað hann því að hefja hænsnarækt. Byggði hann sér hænsna- kofa úr því efni sem til féll og hann sá að enginn var að nota þá stundina. Þar kom að byggingin var fullgerð. En hænu átti drengur enga né heldur fé til að kaupa bústofn. Reyndi hann nú víða fyrir sér að fá hænur með greiðslufresti, en ekkert gekk. Meðal annars hóf hann ákafar til- raunir til að semja við bónda nokkurn úr Svarfaðardal. Bóndi hafnaði öllum samningum og kvaðst ekki bera traust til slíks drengstaula. Voru nú góðu ráðin dýr. Heim kominn eftir árangurslausar samningaviðræður í Svarfaðardalnum, hringdi drengur í bónda þennan. Kynnti hann sig sem Jonna á Sigurhæðum, en svo var faðir drengsins kallaður. Segist hann hafa frétt að bóndi ætti einstaklega góðan hænsnastofn og vilji því kaupa af honum hænur fremur en nokkrum manni öðrum. Er ekki að orðlengja það, að samningar takast rneð þeim í símanum. Skyldu hænurnar greiddar næst þegar bóndi ætti leið um Dalvíkina. Til þess að blanda ekki óþarflega mörg- um í þetta mál, endaði drengurinn sam- talið með þessum orðum: „Ég sendi þá hann Sigurð son minn eftir hænunum strax í kvöld.“ Fór Sigurður síðan eftir hænunum, og fékk þær afhentar möglunarlaust. Hóf hann síðan rekstur síns hænsnabús og sölu eggja. Gekk svo nokkra hríð, eða þar til bóndi átti leið um Dalvík og vildi fá greitt fyrir hænurnar. Lagðist hænsnarækt á Dalvík niður við svo búið. Og eftir sat drengur með viðurnefnið Sigurður sonur minn, en óskerta framkvæmdaþrá og getu. (Frá fréttaritara Spegilsins á Dalvík). 12

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.