Spegillinn - 01.04.1983, Síða 24

Spegillinn - 01.04.1983, Síða 24
Palladómar Hægt og settlega gengur hann upp stigann að stjórnarráðshúsinu um níu- leytið á morgnana. Beinn í baki og lítur með velþóknun til hægri og vinstri og horfir á stytturnar: Konung íslands og Danmerkur með frelsisskrá í föður- hendi og fyrsta ráðherrann íslenska, Hannes Hafstein. Og honum verður sem í leiftri hugsað til þess er Skúli Thoroddsen háði marga hildi við Hann- es Hafstein fyrir nærri einni öld. í augum þessa manns sem hér er á gangi er einn dagur sem ein öld, kannski hálf, hálf öldin sem eitt augnablik. Og hann sér sjálfan sig í sögunni og stígur þétt upp tröppurnar að stjórnarráðinu, opn- ar dyrnar og afhendir frakka sinn og skóhlífar, hagræðir hárinu og gengur inn. Á eftir kemur Hans með töskuna. Þessi maður er Gunnar Sigurðsson Thoroddsen forsætisráðherra þessa lands í meira en þrjú ár, foringi fyrstu ríkisstjórnarinnar sem mynduð var í sjónvarpinu. Að baki er langur ferill áratuga sem borgarfulltrúi, alþingismaður, borgar- stjóri, sendiherra, hæstaréttardómari, ráðherra fjármála, félagsmála og iðnaðarmála, forsetafrabjóðandi og þannig mætti lengi telja. Hefur enginn maður á þessari öld gegnt jafnmörgum virðulegum embættum og hefur hans jafnan verið getið þegar feitt embætti hefur losnað í landinu. Sjálfur hefur hann jafnan talið sig kjörinn til þeirra metorða og oft hefur honum orðið að ósk sinni, nema tvisvar: Hann varð aldrei bankastjóri og aldrei forseti og verður varla úr þessu. Gunnar Thorodd- sen hefur nú ákveðið að stíga um sinn út af sviði íslenskra stjórnmála með því að bjóða sig ekki fram til alþingis á nýjan leik. Hann er sjálfur ekki sáttur við þá ákvörðun heldur sár og reiður, en getur þó litið yfir farinn veg með meiri ánægju en flestir menn. Hefur margur glaðst yfir minni ávinningum en Gunnar Thor- oddsen, en hann hrapar ekki að litlu. Sumir hafa kallað Gunnar Thoroddsen samviskulausan metorðastritara. Það er rangt, hann varð ekki forsætisráðherra til þess að fullnægja eigin metorða- græðgi, ekki eingöngu. Hann varð for- sætisráðherra við erfiðar aðstæður innan eigin flokks vegna þess að honum sveið niðurlæging Sjálfstæðisflokksins. Gunnar Thoroddsen er kominn til vits og ára í Sjálfstæðisflokki Ólafs Thors og Jóns Þorlákssonar. Gunnar var nefndur sem hugsanlegur forsætisráðherra nýrr- ar nýsköpunarstjórnar fyrir 37 árum. Slíkur maður þolir illa að sjá Sjálfstæðis- flokkinn undir forystu manna eins og Geirs Hallgrímssonar sem því miður er ekkert nema flatneskjan að ekki sé minnst á Friðrik Sófusson sem er blátt áfram dapurlegt. Ræðan sem Gunnar Thoroddsen flutti við eldhúsdagsum- ræðurnar við þingrofið í vetur var sögu- legt uppgjör hans við núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins. En ræðan var meira: Hún var uppgjör frjálslyndra Sjálfstæðisflokksmanna, Sjálfstæðis- flokksins fvrr á tímum, við Sjálfstæðis- flokk skriffinnanna sem eiga engar hug- sjónir nema valdapotið. Hún var upp- gjör manns sem vann að stofnun lýðveldis á íslandi 17. júní 1944. Þannig nrarkaði ræða Gunnars Thoroddsen við þingrofið kaflaskil í sögu Sjálfstæðis- flokksins og enginn - enginn einasti - í nýjum þingflokki Sjálfstæðisflokksins mun komast með tærnar þar sem Gunn- ar Thoroddsen hefur hælana sem póli- tískur listamaður, vígfimur og orðhepp- inn með afbrigðum, og um leið bundinn hugsjónum sem forðum einkenndi Sjálf- stæðiflokkinn. Það er liðin tíð. Við sem eldri erum og munum Sjálfstæðisflokk Ólafs Thors söknum mikilhæfs leiðtoga, en hinu gleymum við ekki. Borgaraleg öfl á íslandi eiga nú engan forystumann. Gunnar Thoroddsen hefur marga galla sem forystumaður. Þá helsta að honum lætur ekki að laða að sér fólk og samstarfsmenn hans bera honum ekki vel söguna það eru þeir nánustu. Við þá kemur hann fram af algeru miskunnar- leysi, enda hefur maðurinn sjálfur aldrei þurft að vinna handverk af neinum toga. Hann hefur alltaf verið á leið upp brúna að stjórnarráðinu þegar hann ekki reyndi við metorðastigann upp að Bessastöðum. Þá vildi þjóðin hann ekki því hún sá í honum tákn gamallar yfir- stéttar sem þá var á undanhaldi. Þeir menn sem hafa verið handgengnastir Gunnari Thoroddsen um dagana hafa verið mörgum þrepum neðar að mann- viti. Nægir að nefna Albert og Eggert því til sönnunar. Hitt verður einnig að nefna hér á þessum blöðum að þeir menn sem best hafa haft lag á því að laða fram hæfileika Gunnars Thoroddsen eru kommúnistar. Það sannast í þeirri ríkisstjórn sem nú kveður um svipað leyti og Spegillinn er endurreistur. Má það vera Speglinum og Gunnari Thor- oddsen nokkurt íhugunarefni - og kom- múnistum. Valli víðförli 24

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.