Spegillinn - 01.04.1983, Side 36

Spegillinn - 01.04.1983, Side 36
Leiklistargagnrýni Plaseringar voru fagmannlega unnar. . . Og það í öllum sýningum. Það er að- dáunarvert hversu mikla alúð sætavís- urnar leggja við vinnu sína. Þó að á svið- inu gangi hlutirnir skrykkjótt, líður á- horfandinn ætíð léttilega á sinn stað í salnum. Jákvæður punktur sem, því miður, er allt of sjaldan nægur gaumur gefinn. Þegar horft er um öxl, hvaða minning mun þá hæst bera frá leikárinu sem er að líða? Areiðanlega áfengisdrykkjan. Nú er brennivínsflaskan ekki lengur falin undir sófa eins og í Dans á rósum og skrafið yfir kaffibolla úr leikritum Jök- uls Jakobssonar er löngu fallið í gleymsku. Núna birtast okkur heilu bar- irnir á sviðinu. Stórstjarnan í þrem ieikritum í vetur var vodki: Smirnoff í Skilnaði, Smirnoff með klaka í Hjálp- arkokkunum og Smirnoff í kóki í Súkkulaði handa Silju. Enn á ný hefur íslenskt leikhús sýnt og sannað hversu vel það fylgist með tímanum. En ýmis- legt annað var drukkið: kokteill í Garðveislu, rauðvín í Forsetaheimsókn- inni, hvítvín og bjór að vild í Fröken Júlíu, en aðeins bjór í Guðrúnu. Þetta er alls ekki sagt í neikvæðri merkingu. Vík- ingar sem spjalla saman yfir ölkrús í tex- tflsýningu leikmyndateiknarans vekja hjá manni nýja og ferska tilfinningu. Eins og við opnun í Gallerí Langbrók. Það var heillandi. En hví allt þetta vín? Skýringin er einföld. Nú þegar allir fastráðnir leikar- ar hafa dinglað framan í okkur besefan- um, hvað geta þeir þá gert spennandi meir? Drukkið. Það versta er þó það, að það æsir upp í okkur þorstann líka. í Þjóðleikhúsinu er hægt að slökkva hann í hléi, en hvað með hin leikhúsin? í nýjum leikritum er söguþráðurinn nær ætíð sá sami síðan Dans á rósum var frumsýnt. í miðju er kerlingin volandi og grenjandi og á mjög bágt. Hún á dóttur (helst óskilgetna, en það er ekki nauðsynlegt). Maðurinn sem hún býr með er vondur við hana og reynslan sýn- ir að karlmönnum er aldrei treystandi. Og þetta skítmenni svíkur hana. Dóttir- in er auðvitað uppreisnargjörn. Það yngir okkur um 10 ár. Þessi leikrit líkjast svo hvert öðru að maður ruglar öllu saman. Hver átti aftur dóttur í lausaleik með bílstjóra? Var það í Skilnaði? Eða Guðrúnu? Nei, það getur ekki verið, það voru ekki til bíl- stjórar á þeim tíma. Það hlýtur að hafa verið í Súkkulaði handa Silju. Já, þegar minnst er á súkkulaði, líkaði ykkur ekki vel við súkkulaðipappírinn í Guðrúnu? En hvílík hugmynd, að auglýsa fyrir Alusuisse í Laxdælu! Þórunn á einnig hrós skilið fyrir heiðarleika. Hún hefði getað gert það sama og höfundur Silkit- rommunnar og þóst vera höfundur sög- unnar. Það hefði ekki komist upp fyrr en 6 mánuðum síðar. En hún kaus að meðganga strax hlutdeild Laxdælu. Höldum okkur í þá von, að með Grasmöðkum skríði íslenskt leikhús loks saman og sýni okkur eitthvað nýtt. Við vonum að þar verði hvorki frústrer- uð kona, uppreisnargjörn dóttir, né eigingjarn eiginmaður sem heldur framhjá. Eitt er þó jákvætt: hin stíliseruðu milliatriði sem orðin eru fastir liðir í ís- lensku leikhúsi: Súperman í Jóa, kjafta- kórinn í Skilnaði, hin konan í Súkkulaði handa Silju. Það er þeim að þakka að maður fær það á tilfinninguna að vera í leikhúsi en ekki á biðstofu félags- ráðgjafa. Verðlaunin fyrir hæsta fallið fá Hjálp- arkokkarnir. Fyrstu, önnur og þriðju verðlaun; versta leikritið, versta leikstjórnin og versti leikurinn. En þetta leikrit kunni þó að draga sig í hlé af aðdáunarverðri hógværð. Á meðan öll hin leikhúsin auglýsa lymskulega hinar svokölluðu síðustu sýningar sem undir- búa falska síðustu sýningu sem sjálf undirbýr allra síðustu sýningu, sem er undanfari nokkurra aukasýninga, lædd- ust Hjálparkokkarnir hljóðlega út af sviðinu. Þessháttar hógværð, sem þrungin er slíkum tíguleika, á skilið að vera tekið sem gott fordæmi í leikhús- heiminum þar sem allir hugsa um það eitt að ota sínum tota. Verum réttlát. Ballettinn sýndi einnig mikið lítillæti þegar hann sagðist ekki hafa getað sýnt fyrr, vegna þess að í prógrammi Þjóðleikhússins væri ekki smuga. Hugsið ykkur, stóra sviðið stóð autt á þriðjudags og miðvikudagskvöld- um allt leikárið og aldrei, ekki einu sinni, þorði ballettinn að biðja um sal- inn. Það er ekki ofsögum sagt, að íslenskt leikhúslíf hafi staðið í miklum blóma í vetur. Það var eins og lítill blómareitur. Þar var hægt að spásséra léttklæddur (jafnvel nakinn) í skammdeginu og tína sér blóm í vendi, sveiga og kransa... fyrir ekta leikhúsunnendur, nota bene. Við hin fórum í Hafnarbíó. 36

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.