Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Side 14

Stúdentablaðið - 01.12.1952, Side 14
6 STÚDENTABLAÐ þess sinnis að láta friðunarlínuna koma í stað fiskveiðalandhelgislínu, enda þótt það hafi ekki ennþá komið skýrt fram. 1 viðræðum talsmanna íslenzku stjórnarinnar við brezk stjórnarvöld, áður en reglugerðin var sett, lét fulltrúi íslenzku ríkisstjórnarinnar orð falla á þá leið, „að Islendingar ættu löglegan rétt til að víkka landhelgina," þ. e. víkkun land- helginnar var boðuð, en í stað hennar kom reglugerðin um 4 sjómílna friðunarlínu. Má því Ijóst verða, hverjum augum Bretar líta á friðunarlínuna. Orðsendingaskipti islenzkra og brezkra stjórnvalda eru óljós að þessu leyti, en virðast þó vekja grun um, að friðun- arlínan eigi að jafngilda landhelgislínu, og eru þau orðsendingaskipti einkum varhuga- verð að því leyti. Freistandi hefði verið að taka orðsendingaskiptin til nánari athug- unar hér, en það skal þó ekki gert. En ég get þó ekki stillt mig um að benda á þá óná- kvæmni í orðsendingu íslenzku stjórnarinnar, að þegar talað er um, að Island hafi áður haft 4 mílna landhelgi, þá er ekki lögð á það á- herzla, að þetta voru jarðmálsmílur eða 16 sjómílur, heldur aðeins talað um mílur á sama hátt og um sjómílur væri að ræða. íslenzk stjórnarblöð, sem önnur, tala um rýmkun landhelginnar og um orðsendingar varðandi landhelgina, þegar um friðunarlínuna er að ræða, og fleira mætti nefna, sem allt ber að sama brunni. Það er undarlegt, að íslenzka ríkisstjórnin skyldi senda fulltrúa sinn til Lundúna til við- ræðna við Breta um landhelgismálin í stað þess að bjóða þeim og öðrum þjóðum, sem sótt hafa á íslenzk fiskimið, að senda fulltrúa hingað til lands. Þá hefðum við haft gullið tækifæri til að skýra fyrir þeim landhelgis- mál Islands, m. a. með fyrirlestrum sérfróðra manna, og ekki hvað sízt með því að fara með þá þangað sem heil byggðarlög eru að leggjast í auðn vegna langvarandi offiski, svo sem á Vestfjörðum, og láta þá sjá ástandið með eig- in augum. Að því búnu hefði átt að gefa hlut- aðeigandi þjóðum til kynna, að við teldum okkur hafa rétt til alls landgrunnsins, en til þess að hafa sem bezt samkomulag við þjóðir þessar hefði mátt fallast á, að fyrst um sinn skyldi lögsaga varðandi fiskveiðar aðeins lát- in ná til 16 sjómílna landhelgi, í samræmi við gamlar tilskipanir. Á meðan mundi land- grunnskenningunni án efa vaxa viðurkenning sem alþjóðlegri reglu. — Viðræður þær, er fyrr greinir, hafa þó haft eitt gott í för með sér, á þann hátt, að þær hafa sannað, að það er ekkert vænlegi’a til framgangs málum vor- um að halda einungis fram lágmarkskröfun- um, nema síður sé, og ætti það að verða lær- dómur fyrir þá, sem þannig vilja fara að. Það hefur stundum verið sagt við mig, að það væri ekki rétt af okkur að halda fram fornum rétti vorum, þ. e. landgrunnskröfunni eða kröfunni til 16 sjómílna landhelgi, því að þá muni grannþjóðir okkar og vinaþjóðir styggjast. Slíkur undirlægjuháttur er engum íslendingi samboðinn, þeir sömu menn gætu alveg eins sagt, að tilvera Islendinga væri móðgun við aðrar þjóðir. Aðrir hafa talið þetta mál'„við- kvæmt vandamál“. Tilveruréttur íslenzku þjóðarinnar getur ekki og á ekki að vera nein- um Islendingi „viðkvæmt vandamál", enda eru slíkar staðhæfingar bábilja ein. Friðunarreglugerðin frá 19. marz s. 1. er ágæt á sinn hátt, en hún er ekki að mínu áliti frambúðarlausn á landhelgismálinu, því að ef hún á að skoðast sem slík, þá gengur hún of skammt og gæti beinlínis orðið málstað vorum til tjóns í framtíðinni, þegar þjóðin vill krefj- ast forns réttar síns. Eigi friðunarlínan hins vegar að skoðast sem sérstök markalína innan miklu rýmri landhelgi, t. d. 50 sjómílna land- grunnshelgi, þá hefði verið rétt, að í kjölfar hennar kæmi yfirlýsing Alþingis um eignar- rétt Islands á landgrunninu eða löggjöf um íslenzka 16 sjómílna lögsögu varðandi fisk- veiðar eða hvorttveggja; og innan þess svæð- is allt inn að friðunarlínunni gætu íslenzk fiskiskip ein stundað togveiðar. En ríkis- stjórn Islands virðist fyrst og fremst hafa miðað aðgerðir sínar við það, sem hún taldi, að Bretar myndu fallast á andstöðulaust, en þær vonir brugðust hrapallega, svo sem kunn- ugt er. Hins vegar er ólíklegt, að meiri alvara hefði fylgt hótunum Breta, þótt við hefðum hagað aðgerðum okkar í samræmi við það, sem fyrr segir. En á það skal lögð áherzla, að eigi má láta slíkt hafa áhrif á gerðir vorar, heldur hitt, hvaða rétt vér teljum oss eiga. Því hefur verið lýst yfir, nú nýlega, af hálfu íslenzku ríkisstjórnarinnar, að í engu verði hvikað frá rétti Islendinga í landhelgismál- inu. Manni verður spurn, hvort átt sé við hinn forna eða sögulega rétt íslendinga eða aðeins lágmarksréttinn, sbr. friðunarlínuna frá 19. marz. Svarið virðist ótvírætt vera, að ennþá hafi hinum forna rétti vorum eklci verið haldið fram. — Það hefur ávallt reynzt happasælast að halda strax fram öllum rétti sínum og geta þá, ef svo ber undir, látið undan síga í bili, heldur en að herða á smám saman og valda með því nýjum og nýjum árekstrum, og bet-

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.