Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Síða 5

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Síða 5
STÚDENTABLAÐ 5 ,,Vísindin efla alla dóð", stendur letrað gullnum stöfum yfir dyrum hótíðarsalar hóskólans. Vœntanlega hefur hóskólinn eflt þó mörgu þingmenn, sem numið hafa innan veggja hans, svo mjög til dóða, að þeir hafi ekki gleymt fóstra! Dr. BJarni Guönason I bréfi dags. 19.8.1965 fer rit- stjórn Stúdentablaðsins þess á leit við mig, að ég láti í stuttu máli uppi skoðun mína á því, „hvernig með bezta móti megi bregðast við knýjandi fjárhags- vandræðum skólans“ (þ.e. há- skólans). Það fer vel á því, að stúd- entar sýni háskólanum og mál- el'num hans áhuga og beri hag hans fyrir brjósti. Þögn og sinnuleysi eru feigðarmerki. Af þeim sökum væri vanhugsað að virða blaðið ekki svars, þegar það vekur máls á mikilvægu atriði, er varðar skólann. Hinu er ekki að leyna, að spurning blaðsins er þannig orðuð, að svör við henni hljóta að verða haldlaus nema að undangenginni rækilegri könn- un og ýtarlegri greinargerð um allan rekstur háskólans, starf- semi hans og fjárhag. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að fjármagn er grund- völlur skólahalds og mótar alla starfsemi hans. Saga háskólans er öðrum þræði þrengingarsaga, glíma forráðamanna hans, ára- tug eftir áratug, við að leysa fjárhagskröggur stofnunarinn- ar, svo að það væri barnaskap- ur að ætla, að til væri sú lausn, að háskólinn gæti umsvifalaust fengið allar óskir sínar upp- fylltar. Þá mundi háskólinn vera lítilþægur. Islendingar eru fámenn og fátæk þjóð, og má teljast kraftaverk að geta hald- ið uppi nútímaþjóðfélagi með þeim kröfum, sem því fylgja. Þetta er óhjákvæmilegt að hafa í huga, en hins vegar má þetta ekki verða skálkaskjól víta- verðrar vanrækslu. Ríkissjóður hlýtur að standa straum af kostnaði við rekstur háskólans, og er því í raun og veru ekki í annað hús að venda en hann, en þar eru margir um hituna, og er því að vonum, að stund- um verði ofan á sú stefna, sem kalla mætti: flýtur, á meðan ekki sekkur. Fjárþörf skólans fer að sjálf- sögðu eftir því hlutverki, sem honum er ætlað að leysa af hendi, eða verður með öðr- um orðum ekki slitin frá al- mennri háskólapólitík. Háskóla- lög taka af öll tvímæli um það, að háskólinn skuli vera hvort- tveggja kennslustofnun og vís- indastofnun. Þar með er starf- svið skólans og um leið fjár- hagsþörf mörkuð. Háskólinn rækir yfirleitt (sbr. þó tann- læknadeild) vel skyldu sína sem kennslustofnun, en því fer fjarri, að hann gegni skyldu sinni sem vísindastofnun. Og meginorsökin er að sjálfsögðu hin sífelldu fjárhagsvandræði. Á öllum sviðum skólahalds- ins blasa við verkefni, sem bíða skjótrar úrlausnar. Verður það ekki rakið hér sem vert væri, en ég get ekki stillt mig um að minnast á örfá atriði til að sýna vanmátt og getu- leysi þessarar virðulegu stofn- unar. Þau eru talandi dæmi um fjárskort hennar. A.ðbúnaður kennara er slíkur, að ég þekki engin hliðstæð dæmi. Nýjum kennurum er ekki séð fyrir vinnuherbergj- um, síma eða vélritunarþjón- ustu. Ekki hefur háskólinn einu sinni haft bolmagn til að láta háskólakennurum eftir ritvélar til afnota. Þá má og benda á, að engin ákvæði eru til um það, að háskólakennarar skuli fá frí frá störfum á vissu ára- bili til að kynna sér nýjungar í grein sinni, eins og er við flesta ef ekki alla erlenda há- skóla. Og hér kemur svo eitt feimnismál. Laun kennara eru svo lág (þetta á ekki við lækna- prófessora, sem sumir hverjir hafa ein og hálf laun), að þeir geta ekki, þótt þeir fegnir vildu, gefið sig óskipta að rannsókn- um í grein sinni, heldur verða að sjá sér farborða með alls konar aukastörfum. Meginor- sökin er verðbólgan, sem kem- ur öllu úr skorðum. Dæmið lítur þannig út: Ríkisvaldið ætl- ast til af prófessorum, að þeir vinni vísindastörf, en launa þá þannig, að þeir geta ekki sinnt þeim, eins og vera ætti. Ei von, að vel fari? Tveir áratugir eru nú liðnir síðan Nýi stúdentagarðurinn var reistur og á sama tíma hef- ur tala stúdenta nær þrefald- azt. Húsnæðisvandræði fjötra allt félagslíf stúdenta, og segir mér svo hugur um, að íslenzk ir stúdentar hér heima fari af þeim sökum á mis við hinn sérstaka akademiska brag, sem ætti að ríkja í allri félagsstarf- semi þeirra. Þá er og húsnæði háskólans orðið allt of lítið, sem sést bezt á því, að leigja verður kennslustofur út í bæ. Þá kallar háskólabókasafnið á fé, enda var það óstyrkt af ríkissjóði til ársins 1961, og lætur það sem lygisaga í eyr- um. Allir háskólar gefa út vís- indarit og jafnvel kennslubæk- ur. Háskóli Islands gefur út tvö rit: Kennsluskrá og Árbók. Hvílíkt umkomuleysi. Sú var tíðin, að myndarleg fylgirit voru þó með Árbókinni. Hvar sem litið er, blasir fjár-

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.