Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 7
STÚDENTABLAÐ 7 Böðvar Guðmundsson, stud. mag.: Framtíðardraumur Þegar Island verður skóm klætt og uppblástur landsins græddur 02 malbikið komið um kring o o vcrður gaman að lifa. Þá verður komin betri stjórn og tckið fyrir gengisfellingar og tvöhundruð mílna landhclgi umhverfis okkur. Og blessaðir sjómennirnir okkar róa loksins syngjandi á miðin og drekka rauðvín með steikinni sinni o áður cn þeir bífa og lesa Islendingasögurnar í pásunni á toginu. Enginn lítur lengur í klámrit og skverblöð. Og bændurnir munu ljúka heyönnum um miðjan ágiist og ríða í litklæðum á skjóttum gæðingum með nesti við bogann oc bikarinn með o o í lundi nýrra skóga, þar sem menningin vex. Og borgararnir ætJa óg þá, að muni ekki framar þurfa að fárast út af sköttunum sínum oo- lenda í ástarsors. o o En menntamennirnir ganoa dao hvern o o o frjálsir og stoltir í handritasafnið og drekka af brunni íslenzkrar gullaldarmenningar og lesa á kvöldin í sjónvarpið úr handritunum fyrir alþýðuna. Oo verkamennirnir O syngja af glcði og hamingju í skurðunum sínum: A meðan blómin anga og sorgir okkar sofa er sælt að vera fátækur, og slá taktinn með liaka og skóflu, haka og skóflu, haka, skóflu. Og húsmæðurnar þcssi langkúgaða stótt hristir klafann oo sór hún er volduo oo sterk. o o o Og þá ganga goð öll, sjómenn bændur boroarar menntamenn verkamenn og húsfreyjur á rökstóla og að því gæta hvort skuli þau sig ekki úr NATO segja hvort skuli þau ekki kommúnistaflokkinn banna h.vort skuli þau ekki kirkjur brenna, og allt verður einróma samþykkt, og allir geta sofið rólegir, það sem eftir er.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.