Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Page 29

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Page 29
STÚDENTABLAÐ 29 að gera sér grein fyrir, að enginn styttir sér leið til góðrar heilsu. „Betri er krókur en kelda“, skyldu menn minnast. Það er ekki til neinar „fjaðurmagnaðir undrakúrsusar“, sem geta byggt upp heilsu manna á stuttum tíma. Meginorsök hnignunar æða- kerfis og blóðrásar manna er álag það, sem menn nefna á erlendum málum ,,stress“, sem aftur er ekkert annað en óeðlileg meðferð á líkamanum, eins og t.d. ofát, langar setur, þar sem menn sitja samanhnoðaðir, mikil æsing og það, sem bersýnilegra er, mikið magn af alls konar eiturefnum eins og alkóhóli eða nikótíni, sem menn innbyrðis. Öll heilsa stend- ur eða fellur með góðri blóðrás. En rannsókn á skógarhöggsmönn- um í Finnlandi, sem voru alla daga eitthvað við skál, hefur sannað, að eiturverkanir áfengis voru hverfandi, á meðan þeir voru í fullri vinnu og árer.yslu, en jukust stórlega, þegar þeir hættu hinu erfiða skógarhöggi. Sláandi eru enn fremur niður- stöður prófa, sem áttu sér stað við Californíuháskóla, á blóð- rennsli í mannslíkamanum. I ljós kom, að 25 rúmsentimetrar af blóði streymli í gegnum hvern lítra af vöðvavef á ákveðnum tíma hjá átján ára unglingi. Ef maður stundar litla eða enga lík- amlega þjálfun fellur blóðrennsl- ið niður í 16 rúmsentimetra á tuttugu og fimm ára aldri. Og á þrjátíu og fimm ára aldri er það komið niður í 10 rúmsentimetra — 60 prósentum minna. Niðurstaða Curetons er, að reglubundnar daglegar æfingar eru eina leiðin til að forðast hrörnun fyrir aldur fram. Hlaup og sund eru einna áhrifamestu aðferðirnar, því að þá fær öndun- in bezt að njóta sín. Þetta er sá háskóli, sem við út- skrifumst aldrei úr, segir ráðu- nautur bandaríkjaforsetanna, en allt að einu mun nám okkar bera margfaldan ávöxt. íþróttaóhugi háskólastúdenta hefur fœrzt mjög í aukana að undanförnu, og hafa yfirvöld því orðið að grípa til sinna ráðstafanna, eins og myndin sýnir. • hressir m kcétír

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.