Fálkinn - 15.12.1928, Qupperneq 5
F Á L K I N N
5
i 11 og útlimastór veiðimaður,
sem hafði sest að við íshafs-
ströndina til þess að stunda
dýraveiðar, eftir að hann hafði
árarigurslaust reynt að grafa eft-
ir gulli nálægt Dawson. Hann
hafði ásamt nokkrum Indíánum
farið um Yukon til Fort Mac
Pherson og þaðan í Mackenzie-
dalinn. Enginn vissi neitt um
fortíð hans og þá sjaldan að fóllc
gisti hjá honum þá spurði það
hann aldrei neins, en ljet sjer
nægja þær rausnalegu viðtökur,
sem hann ljet öllum í tje.
Við komum til húsa hans eitt
vetrarkvöld í rökkrinu eftir
langa og erfiða ferð. Hjeraðið
var fagurt og mikilfenglegt út-
sýni, hrikamynduð fjöll, brött
og alsveipuð snjó. Við höfðum
ferðast um tilbreytingalausar
sljettur í marga daga og sátum
nú á sleðunum og nutum hins
fagra útsýnis þegar við komum
auga á ljós. Við vorum á harða
spretti og ljósið færðist óðum
nær. Það var svolítill kaldi á
móti, svo hundarnir sóttu á-
fram, og eftir dálitla stund
komum við auga á mann, sem
stóð einn á snjóskafli upp á hól
einum, skamt frá ármýnni. Ekk-
ert skerpir skilningarvitin eins
<>g einveran; maður venst á að
hlusta og eyrað nær hverju smá-
hljóði í hinni miklu kyrð. Og
því var það, að þessi maður,
sem ekki hafði hugmynd um að
við værum á ferð, var albúinn
til þess að taka á móti okkur.
í langan tíma hafði hann ekki
italað við aðrar lifandi verur en
hundana sína og þessvegna tók
hann á móti okkur með ein-
kennilegri og fáorðri ástúð, sem
var einskonar inngangur að hin-
uin hjartnæmu viðtökum, sem
biðu okkar. Á svipstundu höfðu
hundarnir verið leystir frá sleð-
unum, bundnir og' gefið að jeta
og þegar því var Iokið var okk-
ur boðið að koma inn og láta
okkur verða híbýlin að góðu.
Þessi mannabústaður var sann-
ast að segja ekki fullkominri.
Við fórum um löng snjógöng,
sem voru svo þröng að við urð-
um að fara úr loðstökkunum
til þess að koinast áfram og
komum inn í stofu, sem var
um þrír metrar á hvorn veg. Að
sama skapi var lágt undir loft.
Mjer til mikillar undrunar var
þetta ekki timburkofi heldur
aðeins strigatjald, sem var al-
þakið snjó. Þarna lifði maður-
inn aleinn uppi í snjónum og
hríðinni, í kulda sem oftast var
um 40 stig. í fjörunni var oftast
nær hægt að finna nægilegt reka-
timbur til þess að brenna í ofn-
inum, sem þarna var. Ofninn og
svo steinolíulampi voru einu lífs-
þægindin, sem jeg gat komið
auga á. Ekkert borð, enginn
stóll, meðfram öðrum veggnum
brík með brekáni á — og svo
svefnpoki úr hreindýrafeldum.
Undir eins var borið fram brenn-
heitt te og pönnukökur, og með
því að ekkert er betri hressing
en þetta, þeim sem -kemur úr
kuldanum, leið ekki á löngu
þangað til við vorum farnir að
tala um alla heima og geima.
Engum datt í liug að ganga til
hvílu fyrst um sinn, því nú
höfðu nokkrir feitir og fallegir
laxar verið hengdir upp tjald-
inu til þess að þiðna og hrein-
dýrslæri var komið yfir eldinn.
Hinn nærgætni húsbóndi okkar
fór með okkur eins og barnahóp
sem er nýkominn heim úr ill-
viðri og þurfti aðhlynningar.
Hann var altaf á stjái og loksins
þegar hann hafði hugsað um
það allra nauðsynlegasta, gafst
mjer tækifæri til að slcila til
hans kveðjunni, sem stóð í sam-
bandi við sögu, er Eskimóarnir
við Union og Dolphin Strait
höfðu sagt mjer rúmum hálfum
mánuði áður. Jeg hafði liugsað
mjer, að þetta skyldi koma hon-
á óvart, og þessvegna sagði jeg
formálalaust:
„Johnson, jeg kem beina leið
lrá henni gömlu vinkonu yðar,
„Vatnsdropanum"!
Hann lirökk við þegar liann
heyrði nafnið, og af því að hann
sá þegar í stað, að jeg var þess-
um hnútum of kunnugur til
þess, að hann gæti smokrað sjer
hjá að tala um málið, þá settist
hann hjá mjer og fór nú að
segja frá, ótilkvaddur, en roði
færðist í veðurbarnar kinnarnar.
„Já, en vitið þjer, að þetta bar
einmitt upp á sjálft jólakvöldið,
og meira að segja einmitt það
jólakvöldið, sem jeg hafði ætlað
mjer að hlaupa yfir“.
Og svo skaut hann inn, eins
og hann tæki fram í fyrir sjálf-
um sjer: „Nei, nei, hvernig ættu
Eskimóarnir að vita það, ekki
þekkja þeir jólakvöld, og jeg
gat ekki útslcýrt þetta“.
Og svo sagði Sam Johnson
okkur frá síðasta jólakvöldinu
sínu, atburði sein við allir fylgd-
um með hinni mestu eftirtekt,
því þessi sólskinssaga, sem var
tekin beint úr lífinu á norður-
hjara veraldar, var sögð af forn-
eskjulegum risa, sem var líkasl-
ur trölli, klæddu í dýrafeldi. Og
það kom mjúkur og heitur
hreimur í hina ryðguðu rödd
hans, þegar hann mintist vesa-
lingsins, sem hafði fært honum
mestu jólagleðina, sem hann
hafði upplifað.
„Jú“, byrjaði hann, „það hafði
verið ætlun mín að hlaupa yfir
þessi jól, og þessvegna hafði jeg
áformað að fara í langa og erf-
iða ferð og leggja upp einmitt á
aðfangadaginn. Þið, sem ferðist
svo mikið, skiljið mig. Sjáið þið
til, af gömlum vana hafði jeg
geymt mjer ýmislegt sælgæti og
svo tóbak og kaffi til jólanna, en
eftir því sem færðist nær hátíð-
inni þyngdi mjer í skapi. Jeg er
varla verri en svo margir æfin-
týramenn aðrir, sem strjúka að
heiman, en jól einbúans eru alt-
af einskonar reikningsskil við
svo margar gamlar endurminn-
ingar, og þau reikningsskil eru
oft dapurleg. Hcimþráin, sem
jeg annars finn aldrei til, kem-
ur yfir mann og — því skyldi
jeg vera að leyna því — endur-
minningar um athæfi, sem mað-
ur hefði ekki átt að gera sig
sekan í, koma og kvelja mann.
í drauinunum vitjar maður aft-
ur bernskuheimilisins og óskin
um að fá að vera, þó ekki væri
neina einn dag, ineðal manna
aftur, verður sterkari og sterkari.
a:
^wvww ww ww \\\ www \ w
✓ ^/ // // // // // // // ////// / ////<
m
WWVWW .V V WVWVV X' X\V V
/ //// S / / / / ///'S/S/.
\X\X\X\X\X,X\X\V XXV X\X\X\X X' X'X'X'X'X X X XX XXX X\X\X\X\X\VXX\XXX\X\VXX XXX,
/ / / //// / // // // // // //////////////// / / // /.////// / ///<
M
«vx v x vXnX'xx xxwxxw XXX x xxxxxxxxxx x\x x xxxxxxwxww
>!#•//: 'S/S/S/SS/S.
/// / /// ////
/ / S/S/S'S
:n
Allir þei r, sem
góðum
cigarettum unna,
biðja um
Abdulla.
m
Þær mæla með
sjer sjálfar.
Í. X X X X X X X X X X XXXX X X X X X X\X X.VXWXX X X X X V\X\X X X XXX X
’////////////////////////////////////////
HUSMÆÐUR
Munið að biðja kaupmenn yðar um
kaffið í röndóttu pokunum
frá kaffbrenslu okkar.
f >
M
Það mun tryggja yður að Jólasopinn
verði ósvikinn.
X X X X X X X X nX X X X X X XX XnVX X,X'X\X\VX,X\X\X\X\X\X\X\X\X\X\X\X\X\V'X\X\X\X\XWX' XX'XWWW X VVXW VX '
//////////////// ////////////////////////////// ss ss///////////
íslendingar
reykið
HUDDENS
FINE
GINIA
'/ $
eru Ijúffengar
\ / 1 if s s
J t r t s s s $ ódý
. -XW m ^ .X \
,ML
Fást alstaðar þar
sem verslað er með
tóbaksvörur.
VWW.XWX XWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWW X X.XWWWX ,x\
r S. S/S/S/S. S. S'S/S/S/S/S/S/Æ/S/S/M/S/S/S/S/S/S/S/S, */*/*, S/S/S. s///
::íh