Fálkinn - 15.12.1928, Side 9
F Á L K I N N
9
„Faðir 1 jóðalagsinS" hcfir
Schubert ofl verið kallaður.
Þétta er ekki rjett í Jieiin skiln-
ingi, að ljóðræn lög hafi ekki
verið samin fyrir lians daga, en
hinu verður ekki neitað, að í
Schubert hafi tónlistin ált end-
urskapanda ljóðlaganna.
Franz Peter Schubert fæddist
í Lichtental við Wien 31. jan-
úar 1797 og var faðir hans fá-
tækur kennari. Var hann næst-
yngstur af 14 systkinum. Fyrstu
tilsögn í söng fjekk hann hjá
föður sínuin, en komst 11 ára
gainall í undirbúningsdeild keis-
arakórsins vegna [iess hve fagra
rödd liann hafði. Hann lærði að
leika á fiðlu og varð brátt vara-
stjórnandi skólaorkestursins.
Ljek hann vel á slaghörpu og
skril'aði tónverk á allan nótna-
pappír sem hann komst yfir.
Fyrsta tónsmið hans er frá ár-
iiui 1810 „fantasi" fjórhent
l'yrir slaghörpu og fyrsta ljóð-
lagið frá 1811. Fyrstu „symfón-
íu“ sína samdi hann 1813 og
næsta ár kom fyrsta 1 jóðlag hans,
sem vakið hefir almenna athygli
„Greta við rokkinn“. Frá árinu
1815 liggja eftir Schubert tvær
„symfóníur", 4 „klaversónötur",
3 dramatisk verk og 137 ljóða-
lög, þar af 8 samin sama dag-
inn!
Schubert byrjaði að vinna kl.
7 á morgnana og vánn nær óslit-
ið til kl. 2. Síðdegis iðkaði hann
hljómlist ineð vinum sínum og
sat á veitingahúsum með kunn-
ingjpnum. Hann var augnabliks-
harn í fylsta skilningi, fremur
fáskiftinn við ókunnuga og eigi
bjartsýnn, en í vinahóp var liann
jafnan hrókur alls fagnaðar.
Hann var fátækur og þá sjaldan
hann eignaðist fje var það fljótt
að fára, þvi hann bar ekki á-
hyggjur fyrir morgundeginum.
Vinir hans höfðu tröllatrú á
honum að reyndu sem þeir gátu
að koma verkuin hans á fram-
færi, en þó var Schuhert lítt
kunnur þangað til óperusöngv-
arinn Vogl komst að raun um
hvað i honuin bjó.
Það var ekki fyr en 1819 að
l'yrsta lagið eftir Schubert heyrð-
ist á opinberum hljómleik í
Wien. Það var „Raunasöngur
hjarðmannsins". Árið el'tir var
sýnd ópera eftir hanh, cn hún
náði ekki hylli. 1821 fjekst loks
forleggjari, sem vildi prenta lög
eftir Schubert og var „Álfakóng-
urinn“ með texta Goethes fyrsta
Ijóðið, sein kom úl.
Vorið 1826 fór hann að kenna
heilsubrests og reyridu vinir
hans þá að útvega honum
hljómleikastjórastöðu við óper-
una í Hamborg, en það mistókst
vegna þess, að Schubert hafði
neitað að breyta kafla lir söng-
leik er hann hafði sent þessari
óperu Lil sýningar. Hann vildi
ekki láta aðra segja sjer fyrir
um hvernig hann ætti að semja
tónsmíðar, fremur en Beethoven
Schumann.
Einn einasta opinberan hljóm-
ieik hjelt Schubert sjálfur; það
var í Wien vorið 1828 og eintóni
verk eftir sjálfan hann á leik-
skránni. Hann hafði svo mikið
l’je upp úr hljómleiknum, að
hann gat fengið sjer heilsubótar-
dvöl um sumarið, en um lraustið
ágerðist sjúkdómur hans aftur.
Síðustu 5 vikurnar sem hann
lifði dvaldi hann á heimili bróð-
ur sins; samdi hann þá margt
og kendi einnig. Síðasta brjef
sem til er frá honuin er skrifað
mn þetta leyti, er það til vinar
hans, og brjefsefnið það að biðja
hann að senda sjer Indíánasögur
Coopers. Að tónlistinni sleptri
var Schubert harla óþroskaður
—— tónlistin hafði vaxið öllu öðru
yfir höfuð.
Schubért var aðeins 31 árs er
hann dó. Frá því að hann samdi
fyrstu tónsmíð sína, 13 ára gam-
all og Lil dauðadags, hafði hann
samið vfir 1100 tónsmíðar. Þar
ai' voru 18 stórar tónsmíðar fyrir
leikliús, 8 stórar tónsmíðar fyrir
kirkjulegar athafnir, 20 fyrir
blandað ltór og 50 fyrir karla-
kór, en 7 fyrir kvennakór. Yfir
700 söngvar liggja eftir hann, og
af þeim eru 72 við kvæði eftir
Goethe og 54 við kvæði eftir
Schiller. Áuk þessa samdi hann
tvo ljóðalagaflokka við texta eft-
ir Wilhelm Muller, „Malarastúlk-
an fagra“ og „Vetrarferðin“. 10
hljómkviður samdi hann, 20
strokuhljóðfærakvartetta og 24
„klaversónötur“.
Það^er nærri því ótrúlegt, að
svo nnkið skuli geta legið eftir
rúmlega þrítugan mann. En
„guðsneistinn bjó í honum“, eins
og Beethoven komst að orði, og
nafn hans verður ódauðlegt um
ókomnar aldir.
MÓÐIR MÍN.
(R. KIPLING.)
Þótt hœsta gálga eg licngi á.
ó móðir min, ó móðir min.
jeg vcit, lwers ást mjcr yrði hjá,
á móðir min, ó móðir mín.
I'ótl drelcl mjer væri i dýpstum mar.
ó móðir min, ó móðir 'min,
jeg veit, hvcrs tár min vitjuðu )>ar.
á móðir min, ó máðir min.
I'óll fordœming mig fjelli á,
á móðir min, ó móðir mín,
jeg veit, livers bæn mjer bjargar )iá
á móðir min, ó móðir min.
MA G.V ÚS ÁSGEIKSSOX
þýddi.
Sólavljós! Sólarljós! Sólarljós!
Háttvirtu húsmæður, ef þjer viljið vera vissar um að fá þá steinolíu sem hentar best lömpum vðar og suðuáhöldum, þá biðjið um
S-Ó-L-A-R-L-J-Ó-S
ATH. Aðeins hjá þeim kaupmönnum, þar sem þjer sjáið hið emal. bláa jnp oí/litl nlíll
skilti, með hvítri rönd, og rauðum og hvítum stöfum, fátð þjer hina rjettu 1&L IJLJd OLL- IIl L LL •
BENSÍNDEILD VERSLUN JES ZIMSEN