Fálkinn


Fálkinn - 15.12.1928, Side 10

Fálkinn - 15.12.1928, Side 10
10 F Á L K I N N Einn sinni var hani, sem bjó með ketli í moldarkofa. Og þeir áttu kvörn, sem þannig var úr gerði gerð, að ekki þurfti ann- að en snúa henni og biðja um það sem mann vantaði. Þá malaði hún það undir eins: kaffi, smurt brauð, kaffibrauð, mjólk og súkkulaði, vín og steik og súpu og tiglabrauð og fisk- bollur —- hvað sem manni datt í hug. Svo bar það við einn góðan veðurdag að kóngurinn og for- sætisráðherrann voru úti að ganga sjer til skemtunar. Og þá varð þeim gengið hjá kofanum. „Aumingja fólkið, það hlýtur að vera fátækt úr því að það býr í svona hreysi“, sagði kóngurinn. „Farðu inn og gefðu því þúsund krónur, ráðherra sæll“. „Þau þurfa þess varla með“, svaraði forsætisráðherrann, „því þau eru ríkari en sjálfur kóng- urinn. Það er hani og kisa, sem eiga þarna heima og þau eiga kvörn, sem er svona og svona ....“, og svo sagði hann kóng- inum hvernig kvörnin væri. „Hana verð jeg að kaupa“, sagði kóngurinn, því hann sá undir eins, að ef hann eignaðist kvörnina þyrfti hann ekki að vera i vanda staddur með að fá peninga og mat handa öllum her- mönnunum sínum. Og svo fóru þeir inn og forsætisráðherrann sagði við köttinn, að kóngurinn vildi kaupa kvörnina hans fyrir hundrað þúsund krónur. „Nei, jeg þori ekki að selja kvörnina“, sagði kötturinn, „han- inn er ekki heima og jeg sel hana ekki án þess hann leyfi. Ekki að nefna“. En nú varð kóngurinn fok- vondur og sagði, að hann væri nú ekki að spyrja vesælan hana- ræfil að því, hvort kvörnin væri föl eða ekki, og að hann, sjálf- ur kóngurinn, gerði eins og hon- uin sýndist. Og svo tók hann kvörnina, lagði peningana á borð- ið og fór leiðar sinnar. Aumingja kisa varð svo hrædd, að hún þorði ekki að segja eitt einasta orð. En þegar haninn kom heim varð hann bálreiður, af því að kisa hafði ekki kvöldmatinn handa honum tilbúinn. „Ja, sjer er nú hver húsfreyj- an“, sagði hann, „þú þarft ekki annað en snúa kvörn nokkra snúninga, og svo kemur alt á borðið, sem við viljum, og samt nennirðu ekki að hafa matinn til“. „Elsku besli hani minn, vertu ekki svona reiður, því þetta er ekki mjer að kenna“, sagði kisa. „Kóngurinn var hjerna og tók kvörnina okkar - —“ og svo sagði hún frá hvernig í öllu lá. En þá varð haninn ennþá reiðari og sagði, að úr því að ltisa hefði látið kónginn fara með kvörnina, yrði hún að gera svo vel að hypja sig upp í konungs- liöllina og ná í hana aftur, „og vilji kóngurinn ekki sleppa henni með góðu, þá verðurðu að klóra úr honum augun“. Það var ekki um nema eitt að velja; kisa varð að fara af stað, þó henni væri það sárnauðugt. En ekki var hún fyr komin upp í höllina og hafði sagt frá er- indinu, en hermennirnir kóngsins ráku hana út, og svo siguðu þeir ö11 - um grimmu hundunum fjj'lslll kóngsins á hana. Hún varð svo hrædd að hún stökk upp í trje og reif úr sjer bæði augun á kvisti. Og svo hrædd var hún við grimmu hund- ana kóngsins, að hún þorði ekki ofan aftur fyr en komin var hánótt. En þegar hún kom heim til hanans aftur fjekk hún ekki aðra huggun en þá, að haninn sagði að hún væri heimskasta kisan sem til væri í veröldinni. „Og við l'áum hvorki kvörnina nje aug- un þín aftur nema jeg fari og sæki það“. Morguninn eftir fór haninn. Og hann var svo reiður, að hann liljes út á sjer allar fjaðrirnar. Þegar hann hafði gengið dálitla stund mætti hann tófu. „Sæll vertu, hani minn“, sagði tófan, „hvert ert þú að halda, og mikill er asinn á þjer núna“. „Jeg er boðinn i veislu hjá kónginum", sagði haninn. „Æ, góði hani minn, viltu ekki stinga svolitlu af veislumatnum á j)ig handa mjer“, sagði tól'an. „Jeg er svo glorhungruð, það eru þrir dagar síðan jcg hefi bragðað mat“. „Nei, ekki get jeg það, sagði haninn. „Þú ættir að vita, að ])að er ósiður að stinga á sig i veisl- um. En þú getur komið með mjer upp í höllina, og svo skul- um við sjá til hver veit nema jeg geti skotið þjer fram hjá dyravörðunum. Þú getur skriðið ofan í sarpinn á mjer á meðan“. Og svo gapti haninn eins og hann gat og tófan skreið ofan í sarpinn og sat þar. Og nú varð haninn enn stærri og tilkomu- meiri en áður og fetti sig og sþerti, svo það var skelfing að sjá lil hans. Þegar hann hafði gengið spölkorn mætti hann úlf- inum. „Sadl vertu, hani minn“, sagði úlfurinn. „Óskapa flýtir er á jijer, hvert ætlarðu?" „Jeg er boðinn í veislu hjá kónginum“, svaraði haninn. „Elsku vinur minn, viltu ekki hafa með jijer bita jiegar j)ú keinur þaðan og vikja að mjer. Jeg er svo glorhungraður, það eru jirjár vikur síðan jeg hefi bragðað ætilegan bita“. „Ertu genginn af göflunum“, svaraði haninn. Heldurðu að jeg sje svó illa að mjer í manna- siðum, að injer detti í hug að steía mat, þegar jeg er í veisl- um. Þú ættir heldur að reyna að koma með mjer, hver veit nema jeg geti laumað þjer fram hjá dyravörðunum kóngsins. Þú get- ur skriðið ofan í sarpinn á mjer“. Og svo gapti haninn aftur og úlfurinn stakk sjer ofan í sarp- inn á honum og sat þar. Nú var haninn orðinn enn stærri og státnari og digrari og baðaði vængjunum, galaði og reigði sig alt hvað af tók og svo hjelt hann áfram og þegar hann hafði gengið spottakorn enn, hitti hann björn. „Góðan daginn, hani sæll“, sagði björninn. Iivert ert þú að fara og mikið liggur þjer á“. „Jeg er boðinn í veislu hjá kónginum", svaraði haninn. „Elsku besti hjartans vinur minn“, sagði björninn, hafðu með þjer svolítið af veislumat þegar þú keuiur aftur, jeg er al- veg banhungraður, það eru þrír inánuðir síðan jeg hefi Iiragðað niat“.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.