Fálkinn - 15.12.1928, Side 11
F Á L K I N N
11
)
„Það er ekki til siðs að stinga
á sig þegar maður fer úr veisl-
um“, svaraði haninn. En jeg get
haft þig með mjer upp í höllina
og reynt að skjóta þjer fram hjá
dyravörðunum kóngsins. Þú get-
ur skriðið ofan í sarpinn á mjer
á nieðan“.
Og svo gapti haninn eins og
hann gat og gleypti björninn en
hann settist hjá hinum, sem þar
voru fyrir. En nú var haninn
orðinn svo stór og lamdi vængj-
unum svo háskalega, að þegar
hann kom að hallardyrunum
urðu dyraverðirnir kóngsins laf-
hræddir og földu sig. En han-
inn rambaði beint inn i stofu til
kóngsins.
„Kíkkilíkí, þjófakóngur, viltu
koma með kvörnina, sem þú
stalst frá henni kisu minni, og
það undir eins“, galaði hann.
En kóngurinn kallaði bara í
hermennina og sagði þeim að
taka þennan hana-dóna og setja
hann út í gæsastíuna innan um
hundrað grimmu gæsirnar kóngs-
ins, svo að þær rifu hanann í
tætlur.
Hermennirnir gerðu það og
undir eins komu allar grimmu
gæsirnar kóngsins vaðandi að
hananum og ætluðu að rífa hann
í sig. En haninn kallaði:
„Út með þig, tófa mín, nú er
veislumaturinn tilbúinn handa
þjer“ — og svo gapti hann og
tófan kom þjótandi upp úr gin-
inu á honum og inn í gæsahóp-
inn og reif og sleit alt sem hún
náði til. Og eftir skamma stund
hafði hún jetið allar gæsirnar
kóngsins. Og þegar tófan liafði
fengið fylli sína sagði haninn:
„Nú er best að þú hypjir þig
burt áður en kóngurinn kemur.
Þú liefir verið svo gráðug, að jeg
vil ekki taka á mig afleiðingarn-
ar af því að þú skyldir koma í
veisluna“.
Og svo fann tófan smugu, sem
hún gat skotist út um og svo
tók hún á rás upp í holt.
Morguninn eftir sagði kóngur-
inn við gæsahirðirinn sinn, að
hann skyldi fara út í stíjuna og
hreinsa burt það sem eftir væri
af hananum, það sæjust ef til vill
nokkrar fjaðrir. En undir eins
og hann lauk upp hurðinni kom
haninn gargaði beint á inóti
honurn og stikaði beina leið til
kóngsins.
„Kíkkilíkí“, galaði hann, „þjófa-
kóngurinn þinn, viltu fá mjer
kvörnina sem þú stalst frá henni
kistu ininni — annars skal ekki
fara betur fyrir þjer en fór fyr-
ir gæsunum þínum“.
Þegar kóngurinn só hvernig
tófan hafði farið með gæsirnar
hans varð hann hræddur. En
svo kallaði hann á hermennina
sína og sagði þeim að taka þenn-
an ófjetis hana og fara með
hann niður í kvíarnar hans og
láta hann hjá öllum manneygðu
hrútunum hans — þeir voru
hundrað — svo að þeir stöng-
uðu hann og dræpu.
En ekki var haninn fyr kom-
inn inn í kvíarnar en liann kall-
aði til úlfsins og sagði honum,
að nú væri veislumaturinn lians
tilbúinn. Svo kom úlfurinn og
reif alla hrútana i sig og þegar
hann hafði jetið sig saddan,
sagði haninn, að nú skyldi hann
koma sjer undan sem fyrst, því
hann Væri svo gráðugur og ófyr-
irleitinn, að það væri skömm að
hönum í hverri veislu. Og um
morguninn þegar smalinn kóngs-
ins kom og ætlaði að fara að
sleppa hrútunum á haga, flaug
haninn á hann og beina leið inn
til kóngsins.
„Kikkilíkí“, galaði hann, „þjófa-
kóngurinn þinn, viltu koma með
kvörnina mína, sem þú stalst
frá henni kisu undir eins, ann-
ars skal jeg fara með þig eins
og jeg fór með alla hrútana
þína“.
Þegar kóngurinn fór að at-
huga kvíarnar varð hann laf-
hræddur, en svo kallaði hann
samt í hermennina sina og sagði
þeim að taka hanann og láta
hann inn i fjós, því þar átti
kóngurinn hundrað manneygða
griðunga, og þeir mundu áreið-
anlega ganga milli bols og höf-
uðs á hananum.
Og haninn var ekki fyr kom-
inn inn í fjósið en allir grið-
ungarnir settu undir sig haus-
inn og rjeðust á hann. En þá
galaði haninn:
„Út með þig, bangsi gamli
hjerna er veislumaturinn þinn!“
Og svo glenti hann upp ginið og
slepti birninum en hann rjeðist
á griðungahópinn og drap hvert
einasta naut. Og þegar björninn
hafði jetið eins og hann gat, sagði
haninn, að nú væri honuin best
að koma sjer undan, því hann
hefði alls ekki kunnað að hegða
sjer í veislunni. Og björninn
braut gat á fjósveginn og fór.
Morguninn eftir kom kóngurinn
sjálfur með alla karlmennina
sem áttu að moka fjósið, því nú
þóttist hann viss um, að ekki
væri tangur nje tetur eftir af
hana-ræflinum. En þá sat han-
inn ofan á allri nautakösinni og
galaði:
„Kíkkilíki, þjófakóngur, komdu
hingað með kvörnina mína, sem
þú stalst frá henni kisu, annars
skal jeg drepa þig og alla her-
mennina þína, alveg eins og
gæsirnar, hrútana og griðungana
þína! “
Þá varð kóngurinn svo hrædd-
ur, að hann bað hermennina að
flýta sjer að sækja kvörnina og
láta ótætis hanann fá hana aft-
ur „og komið þið honum svo
burt hið skjótasta, því annars
drepur hann okkur alla. Og læs-
ið þið vandlega á eftir honum“.
Nú fjekk haninn kvörnina sína
og fór heim með hana. Á leið-
inni flaug hann upp i trjeð, þar
sem augun úr kisu hjengu á
kvistinum, og tók þau með sjer.
Og þegar hann kom heim í kof-
ann sinn setti hann fyrst augun
i köttinn og svo hann hann:
„Nú geturðu sjeð, að jeg hefi
l'engið kvörnina aftur“.
Og svo varð kvörnin að mala
kaffi og smurt brauð og mjólk
og súltkulaði og kaffibrauð og
steik og vín og súpu og tigla-
brauð og fiskbollur — alt sem
þau gátu látið sjer detta í hug
og sem þau langaði i.
Síðan lifðu hani og kisa bæði
vel og lengi í kofanuin, af því
að nú þorði enginn að taka frá
þeim kvörnina. Og sjeu þau ekki
dauð þá lifa þau ennþá.
Stúlka, milli fermingar og tví-
tugs, var að tala við gamla konu
i litlu húsi, sem stóð á kletti við
höfnina.
„Svo að þú sjerð“, mælti
stúlkan í trúnaði, „að jeg er
komin í klípu og veit elcki, hvað
jeg á til hragðs að taka. Villi
vafði mig að sjer kveldið áður
en skipið fór úr höfninni og Ijet
mig lofa að giftast sjer, en
pabba grunar þetta einhvern
veginn, og hann hefir altaf síð-
an verið að leggja að mjer að
eiga einhvern, sem ynni fyrir
góðu kaupi í landi“.
Gamla konan svaraði:
„Þú skalt aldrei kynnast nein-
um, sem vinnur fyrir sjer á
sjónum, því að sjórinn er óvin-
ur okkar kvenna. Hann stelur
frá okkur hjörtum eiginmanna
okkar og er svikull og ægilegur.
Jeg hefi árum saman hlustað á
Jiann og gefið gætur að hans
gömlu vjelabrögðum, svo að jeg
ætti að þekkja þau. Jeg hefi horft
á hann í brimum og stórviðri
og heyrt í honum drambið og
kuldahláturinn. Þegar golan hef-
ir verið hæg og hlý, hefi jeg
staðið frammi við flæðarmál og
hlustað á hvísl hans, sem er
ekkert nema ósannindi. Ef þú
vilt að ástin fylgi þjer á lífs-
leiðinni, þá farðu langt upp í
sveit og eigðu mann, sem aldrei
stígur fæti á skipsfjöl".
„Hvernig hefirðu orðið svona
fróð uin þetta?" spurði stúlkan
hæversklega.
„Þetta stóð alt i sögu, sem jeg
las l'yrir löngu, barn. Hún var
dagsönn og jeg hefi aldrei
gleymt henni. Hún var um
stúlku, sem var rjett eins og þú
og hjó hjerna niðri við höfnina,
og einn dag var útlent seglskip
dregið inn; það hafði laskast i
ofviðri. Rárnar n því höfðu
kubbast sundur eins og eldspýt-
ur, og seglin farið i tætlur eins
og pappírsblöð. Mörgum varð
starsýnt á þetta skip, og þegar
stúlkan var hætt vinnu, gekk
hún ofan á bryggju, því að hug-
urinn var allur á sjónum og hún
var hugfangin af skipum og
þeim, sem komu og fóru á þeim.
Og þarna á skipinu var ungling-
ur, sem vanur var að vinna á
þilfarinu á kveldin, þegar allir
aðrir voru kömnir á íand og
sestir inn i veitingahúsin. Hann
hafði glóbjart hár og augun voru
blá eins og heiðrikja. Hann var
eins og harn og talaði eins og
skemtilegt barn, sein er að læra
málið, þvi að hann var útlend-
ingur, frá landi, sem heitir
Noregur. Stúlkan Ijet hann ekki
sjá að hún væri að gefa hon-
uin gætur, þegar hann var að
vinna á þilfarinu, því að henni
þótti hálfvegis gaman af að
horfa á handleggina á honum,
þegar hann var að vinna, og
henni fannst skemtilegt að
hlusta á, þegar hann söng, þó
að hún skildi ekki orðin og
kannaðist ekki við lagið. Henni
fannst hann ekki eins og aðrir
unglingar, sem hún hafði sjeð.
Hann var svo drengilegur og
bjartleitur, að það var engu lík-
ara en að einhver engillinn úr
kirkjuglugganum hefði brugðið
sjer i sjómannaföt og farið að
vinna þarna á skipinu i ein-
hverju sjerstöku augnamiði“.
„Ér þetta sönn saga?“ spurði
stúlkan undrandi.
„Hún er það, og jeg hefi al-
drei á æfi minni lesið eftir-
minnilegri sögu. Fyrstu kynni
þeirra atvikuðust svo, að hann
var altaf að vinna þar á þilfarinu,
sem skemmst var til hennar.
Einn dag kom hann með svart-
an ketling í höndunum, og þá