Fálkinn - 15.12.1928, Qupperneq 14
14
F Á L K I N N
stæðu hafa sum Etnugosin ver-
ið svo mannskæð. I gosinu 1669,
þegar hraunflóðið lagði undir sig
50 ferkílóm., hurfu 12 þorp al-
veg og i<m 90 þús. manns fórust.
Árið 1922 var sett upp kenslu-
deild í jarðeldafræði við háskól-
ann í Cataníu, með því aðal
markmiði að rannsaka Etnugos-
in. Þar starfa margir vísinda-
menn, en . frægastur þeirra er
prófessorinn G. Ponte. Hefir
hann m. a. komist að þeirri nið-
urstöðu, að hraunflóðið i'ir jarð-
sprungunum og aukagígunum
komi ekki beina lcið neðan að,
heldur liggi göng frá aðalgígn-
um einum niður í jarðeldinn. En
þegar hraunið komi upp að yf-
irborði jarðar brjótist það út til
hliðanna og myndi sprungur og
aukagíga, vegna þess að fyrir-
staðan sje meiri i aðalgígnum.
En sjóðheitar gufur, sem fylgja
jafnan gosunum leita upp á við,
þar sein fjallið er ekki algjör-
lega loftþjett fyrir. Leiðir af því
að gufustrókarnir koina jafnan
úr hærri stað í fjallinu en hraun-
útstreymið verður á. Sprenging-
arnar, sem oft fylgja' gosunum
koma af því, að gufurnar
að neðan, svo sein vatnsefni,
inethan og kolailli, bland-
ast súrefni Ioftsins og glóandi
KtniujosiO 1X79. Eftir teikningn frn þeim lima.
liraunið kveikir í þessari loft-
blöndu. Þessar lofttegundir sem
koma að neðan eru bundnar
hrauninu, en skiljast frá því
undir eins og það fer að kólna.
Við sprengingarnar inyndast inik-
ið af vatnsgufu, sem gýs upp í
loftið og tekur með sjer gjall og
tætir hergtegundirnar í fjallinu
sundur svo að þær verða að
dusti og ösku. Þess eru
díeini, að gufan tekur stóra
steiini með sjer upp í loftið.
Etna cr eina eldfjallið i Sikil-
ey. Brennisteinshverir eru þar
víða til, cn menn álita, að þeir
sjeu ekki í neinu skyldir eld-
fjöllunum, heldur myndist hilinn
í þeim við efnagreiningu líf-
rænna éfna, sem gerist í sjálfri
jarðskorpúnni.
i,.
Frá Etniigosinu 1923,
liærinn Mascali, sem gjöreijðilagðisl í gosinu í í haust.