Fálkinn - 15.12.1928, Qupperneq 17
F Á L K I N N
17
Jeg get ímyndað mjer, að
yngri kynslóð þessa bæjar, sem
fædd er nokkru fyrir aldamótin
spyrji, hvaða gamla pósthús sje
horfið? Því hún þekkir ekki
nema eitt pósthús, það sem er,
og hefir verið pósthús frá 1898,
en allir eldri Reykvikingar vita,
að hjer er átt við litla húsið í
Pósthússtræti, sem myndin er af,
og er alveg nýrifið.
Þegar latínuskólinn var flutt-
ur hingað l'rá Bessastöðum 1846,
fylgdu kenncndur skólans með,
og urðu að sjá sjer fyrir hús-
næði. Þcir urðu annað tveggja
að kaup'a hús eða byggja. Yfir-
kennari, dr. phil. IIall(/rímur
ScheOing kaus síðari kostinn,
enda var þá ekki völ á mörgum
húsum; hann fjekk því bvgging-
arnefndina til að mæla sjer út
lóð undir íbúðarhús; ákvað hún
á f.undi 1. mai 1847, að hann
skyldi fá byggingarlóð undir hús
á Austurvelli, . „á svonefndu
Thomsenstúni", 45 álnir frá
norðri til suðurs milli lóða Chr.
Möllers, (síðar biskups P. Pjet-
urssonar og Nathan & Olsen), og
lóðar Símonar Hansens (litla
hússins, sem enn stendur í kvos-
inni fyrir austan kirkjuna), en
50 ál. frá vestri til austurs. Bæði
byggingarnefnd, og stiptamtmað-
ur, sem áttu að samþykkja all-
ar útmælingar, höfðu áður marg-
lýst yfir því, að ekki skyldi
byggja frekar á Austurvelli en
orðið var; það er því vaíalaust
af virðingu fyrir beiðandanum,
að honum var leyft að byggja á
þessum ágæta stað. Húsalóðir
voru þá útmældar ókci/pis, en
það var ekki með framtíðargróða
fyrir augum, að hann fjekk að
byggja á þessum stað, því lóðir
voru þá i engu verði, jafnvel
ekki i miðbænum.
Dr. Scheving bygði hús á lóð-
inni sama ár (1847); var það
upphaflega fremur Htið, 15% al.
á lengd og 103/6 al. á breidd, eft-
ir því sem byggingarnefndarbók
hermir, en eftir mynd af bæn-
um frá þeim tímum, virðist það
varla hafa verið svo langt. Hús-
ið var á lóðaskrá bæjarins nefnt
„Austurvöllur nr. 1“, og hjelt því
nafni lengi síðan. Dr. Sclieving
bjó í húsi þessu meðan hann
lifði (d. 1861), og eftir það erf-
ingjar hans til 1865. Þá flutti í
húsið Ole Pcter Finsen stúdent
og verslunarstjóri; hafði þá
keypt það fyrir 1700 rdl. 1870
ljet Finsen af verslunarstjóra-
starfa, og stofnaði bókasölu í
húsinu.
Með tilskipun 26. febr. 1872
var póstmálum landsins skipað
i fast form, og var Finsen þá
skipaður póstmeistari. Hann var
þá afgreiðslumaður póstslcipsins,
og hafði skrifstofu í Kolasundi
í húsi því, er Tr. Gunnarsson bjó
síðast í; þar var fyrsta póststofa
íslands, en var bráðlega flutt í
ibúðarhúsið við Austurvöll, og
mun Finsen þá hafa stækkað hús-
ið til norðurs, og síðar ljet
hann byggja kvisti á það; nyrsti
skúrinn er bygður fyrir nokkr-
Um árum. Var gengið inn í póst-
stofuna um norðurdyr á húsinu
út að götunni; var þar úti
fyrir oft mannmargt eftir komu
pósta og skipa. Þá var ekki
farið að bera út brjefin, held-
ur varð hver og einn að sækja
sín brjef. Var það því venja,
ef margir voru komnir, að
póslmeistari, eða fulltrúi hans,
(Jón Gunnarsson samábyrgðar-
stjóri var lengi fulltrúi póst-
meistara), lásu upp viðtakendur
brjefa eftir stafrófsröð, og voru
þau svo afhent þeim, eða öðrum
fyrir þeirra hönd. Póstafgreiðsl-
an og bóksalan voru í einni stofu,
állstórri; nyrst í henni venju-
legt búðarborð, og þar fyrir utan
rúm handa á að giska 20 manns,
en oft var þar svo fult, að eng-
inn gat hreyft sig, gangurinn
fyrir framan troðfullur og alt
út á götu..
O. P. Finsen andaðist 2. mars
1897, en þó hjelt póstafgreiðsl-
an áfram þar til næsta vors. Þá
var hún flutt þangað sem hún
cr nú; var það hús áður barna-
skóli. Ekkja Finsens bjó siðan
nokkur ár í gamla pósthúsinu,
sem nú var nefnt nr. 11 í Póst-
hússtræti. Arið 1903 flutti þang-
að Thor Jensen kaupmaður, er
liafði keypt gamla biskupshúsið,
og rak þar verslun undir nafn-
inu „Godthaab“. Síðustu árin bjó
þar consul Carl Olsen. í skúrun-
um nyrst hafa verið ýmsar at-
vinnustofur, rakarabúð, prent-
smiðja, glingursbúð, hárgreiðslu-
stofa m. m. — Nú er í ráði að
byggja á þessari lóð gríðarstórt
gistihús, og mun tæplega verða
bent á heppilegri stað undir slíkt
hús, en einmitt þar.
Minningartafla Jónasar Hallgrímssonar.
Nokkrir danskir aðdáendur
„listaskáldsins góða“, í Kaup-
mannahöfn, hafa heiðrað minn-
ingu hans með því, að setja
upp minningartöflu úr marm-
ara á hús það, St. Pederstræde
22 i Höfn, sem
hann bjó siðast
í. —■ Var taflan
sett upp á fæð-
ingardegi Jónas-
ar, 16. nóvem-
ber og letrað á,
það sem hjer
fer á eflir í ísl.
þýðingu:
„fslenska skáld-
ið J 6 N A S II A L L -
G R í M S S 0 N, fædd-
ur á Hrauni í
Oxnadal 16. nóv-
embcr 1807, dáinn
i Kaupmannahöfn
26. maí 18Í5, átti
hjer siðasta heim-
ili sitt“.
Á samkomu
þeirri sem hald-
in var við af-
hjúpunina flutti
Vilhelm Ander-
sen próf. aðal-
ræðuna. — Var
fjöldi fólks við-
staddur.
JOLIN OKKAR.
Nú birtisl heiniinum heilög sól.
Nú heitsa börnunum dýröleg jól. —
Nú glaönar hið innra og ytra,
því alslaöar Ijósin glitra.
Og hundruö þúsunda lijörtu slá
í hljóöustu bœn, í æÖstu þrá,
og alheimsins taugar litra.
Á helginnar væng jeg vitja þín
og vef þig i faöminn, elskan minl
Jeg hægri hönd þína snerti,
— þú heldur á jólakerti.
Svo hvorfi jeg lengi á Ijósiö þitt
og læt þaö skína inn í hjarta mitt,
— aö sál mina ei húmiö sverti.
Jeg vitja þin eins og voriö sje. —
Þú veist það best, hvilik undur ske,
er sálirnar saman renna
og sólirnar fögru brenna.
— Svo sgng jeg þjer jólasönginn minn.
Jeg syng þjer um gleöiboöskapinn,
sem Jesús kom til aö kenna.
Jeg halla mjer blítt að hjarta þjer. —
Þú horfir fagnandi i augu mjer.
— Svo sgngjum viö bœöi sálma,
um sólskin og græna pálma.
Og biðjum englana aö bjarga þeim,
sem blóöugir þrá að komast heim
og fgrir sjer eru aö fálma.
Viö dveljum saman hjá Kristi í kvöld.
— Ilann kemur ennþá meö Ijósafjöld,
sem barniö meö bros á vörum,
og bœlir úr þungum kjörum.
Viö fórnum tárum viö fótskör hans
og finnum skgldleika guös og manni
i sælunnar hálfu svörum.
Hann markið eilifa minnir á. —
Og móti öllum, sem IjósiÖ þrá,
hann bróöurfaðminn sinn breiöir,
og börnin viö hönd sjer leiöir.
Ilann blcssar alla, sem biöja af ást,
— hann blessar alla, sem lifa og þjást,
og smœlingjans götu greiöir.
llann bendir okkur til hœða liátt.
Hjá honum finnum við nýjan mátt.
— Hann Ijómar í Ijósi sínu
á litla kcrtinu þinu.
Þar allan sannleikann sjáum viö,
og sækjum þangaö hinn djúpa friö,
sem legnist í IjóÖi minu.
J helginnar væng jeg vitja þin.
Þú veist hvaö jeg hugsa, elskan mint
Þó svipur minn sýnist fjærri,
mín sál er þjer altaf nærri. —
Þó mikiö og stórt sje heimsins húm,
viö hefjumst nú gfir tima og rúm,
i ást — sem er ennþá stærri.
Jóhannes úr Kötlum.