Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1941, Blaðsíða 14

Fálkinn - 19.12.1941, Blaðsíða 14
8 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1941 SIGURD LYBECK in nTiÍrtHfir ÍKSSSÍÍ!;-; ' T) AÐ VORU ekki nema tveir dagar til jóla og til allrar lukku hafði veðrið breyst og nú var frost og hreinviðri. Hljóm- urinn frá sleðahjöllunum endur- ómaði í fjallshlíðunum og lilát- ur unga fólksins glumdi í frost- tæru loftinu. Uppi á hlaðinu á Skarvangi stóð Ragnhildur og var að láta á sig skíðin. Við helti sjer hafði hún fest stóran Morahnif, því að hún ætlaði upp í Hvinsetursskóg og finna sjer þar jólatrje. Að visu hafði hún ekki leyfi til þess, en það gat engan skaðað, þó að hún næði sjer í ofurlitið greni- trje þarna. Það átti ekki að vera stórt — aðeins til að standa á borði. Ragnhildi varð litið upp í Hvinsetursskóg og hún hrosti um leið. Auðvitað liefði hún getað beðið Egil um leyfi til að taka trjeð, en hún gat ómögu- lega komið sjer að því. Egill var sonur bóndans þar og aðeins tveimur árum eldri en hún sjálf, en hún var nýorðin tvítug. Þau voru gamlir kunnirigjar, hún og Egill, en rifust hvenær, sem þau sáust. Alt frá því, að þau höfðu verið i skólanum, þar sem þau höfðu aldrei víl- að fyrir sjer að fara í handalög- mál, hafði verið siyrjaldarástand milli þeirra. Stundum höfðu þau verið í skam m arkrókn- um bæði sam- tímis, fyrir að fljúgast á. Egill var stórbónda- sonur og kunni því illa að láta íhjáleigubónda- dóttur standa uppi í hárinu á sjer. En hún gat hinsvegar ekki þolað, hve hann var montinn. Þau rifust líka Þetta er Ijómandi fallegt trje, sagði hán og lypti t'rjenu í hendinni. eftir að þau urðu eldri og drógu dár hvort að öðru, hve- nær sem tækifæri gafst. Nei, að henni heilli og lifandi skyldi liún ekki gera Agli það til eftirlætis að fara að biðja hann um jóla- trjesstúf. . . . og það mundi eng- inn þar i umhverfinu gera. Ragnhildur reigði sig og hjó skíðastöfunum í snjóinn. Færið var ágætt og skíðin runnu eins og á silki. Hvað hún hlakkaði til að ganga upp í skóg eftir alt tilstandið við jólaþvottinn. Hún varð að bera hita og þunga dagsins þarna á Skarvangi síðan liann faðir hennar dó? því að móðir hennar var orðin út- slitin á heilsunni. Þær áttu þrjár kýr og dálítið af smærra fjen- aði.... það var ekki mikið, en þær komust að. Hún gekk hægt og fast upp að ásnum og valdi leiðina þann- ig, að hún gæti notið sldðanna sem best. Hún hafði yndi af að fara á skiðum og hafði enda stundum telcið þátt í skíðamót- um þarna í sveitinni. Hún brosti, þegar hún mintist þess, að einu sinni hafði hún stokkið lengra en Egill. Hann hafði orðið fok- vondur yfir þvi, að hún skyldi sigra. Eiginlega var það skrítið, að hún skyldi vera að liugsa um Egil upp aftur og aftur. Hún hristi glóbjart hárið frá augun- um og andaði frá sjer. Egill var sannarlega ekki þess virði, að hún eyddi tímanum í að hugsa um hann. Svo fór hún alt í einu að raula lágt fyrir munni sjer. Henni fanst hún svo sæl — al- veg eins og hún ætti einhverja stórhamingju í vændum. En þetta var víst eingöngu af því, að hún var ung og hraust og af því, að jólin voru í nánd. Hún hló aftur, hjó stöfunum í snjóinn, svo að snjóinn bririi- aði undan skíðunum. Hún ætlaði hátt upp undir fjallsbrún, svo að hún gæti sjeð út yfir alla bygðina. Ofan frá Eggjum var Ijómandi útsýni, og henni fanst hún hafa unnið til þess að fara svo langt, eftir alt jólastritið. Hún átti ekkert eftir nema að setja upp gluggatjöldin og skreyta jólatrjeð, en það ætlaði hún að láta bíða aðfangadagsins. Það var gömul venja, að stol'- urnar tvær væru gluggablæju- lausar tvo síðustu daga fyrir jól. . . . þá var eins og þær yrðu enn vistlegri á jólakvöldið. T ÓLATRJEÐ, já. Nú var best ^ að hafa augun hjá sjer og reyna að finna hæfilegt trje, en það var ekki hlaupið að þvi þarna í skógarjaðrinum, því að ýmist voru trjen of stór eða greinarnar ekki nógu þjettar á þeim. Líklega betra að fara spöl- korn inn í skóginn. Hún nam staðar alt í einu og starði á nýja skiðaslóð framund- an sjer. Þá höfðu einhverjir fleiri verið þarna á ferð í dag. Það skyldi þó aldrei hafa verið Eg- ill? Slóðin kom að sunnan, úr áttinni að Hvinsetri. Bara að hún rækist nú ekki á hann! Að vörmu spori var liún kom- in upp að Eggjum og horfði hugfanginn yfir dalinn. Þarna sá hún alla sveitina, bæði bæ- ina niður við ána og kirkjuna, hvíta og háreista. Þarna sá liún líka kotbæinn á Skarvangi, en miklu ofar stóðu reisuleg bæjar- húsin á Hvinsetri. Þetta var Ijómandi falleg — alt saman! Þegar Ragnhildur hafði horft sig ánægða á allri þessari hvítu fegurð hjelt hún til baka gegn- um skóginn og svipaðist um eftir trje, sem væri liæfilega stórt. Loks fann hún eitt, sem var jafn limþjett á allar hliðar, hún hristi snjóinn af greinum þess, svo að hann rauk kring- um liana. Svo lagðist hún á knje við trjeð og dró hnífinn úr slíðrum, en ekki hafði hún brugðið lionum að stofninum er hún heyrði marra undan skíð- um bak við sig, svo að hún leit upp. Hún spratt á fætur og það kom fát á hana. Þarna stóð Egill og glotti til hennar, kesknislegur og ertandi. — Jæja, svo að þú ert að stela greni í skóginum okkar? sagði hann og dró seiminn. — Já, svaraði hún fullum hálsi. — Jeg hafði liugsað mjer að liafa jólatrje eins og aðrir. — Mjer finst þú hefðir þá get-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.