Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1941, Blaðsíða 51

Fálkinn - 19.12.1941, Blaðsíða 51
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1941 45 Svo að liann hjálpaði til að sópa saman visnu laufi. — Og jiegar fer að rjúka að gagiii þá heldur fólkið að þetta sje al- varlegur bruni og svo heyrist i brunalúðrinum! sagði Eiríkur og kveikti bálið á miðjum veginum. Það iogaði illa, laufið varð vott, þegar hrímið bráðnaði af því. En reykurinn var þykkur og svartur og teygði sig mikilúðlegur upp fyrir girðinguna. Þetta var að takast. Þá heyrðu þeir glamra i vagni. — Þetta er á hinum veginum, sagði Eiríkur öruggur og nú fóru þeir báðir að tína þurra kvisti á bálið. En þegar þeir sátu báðir í- hognir og liorfðu á verkið, sáu þeir tvo hesta koma samsiða uppi á ásnuni; þetta var þá oddvitinn, á leiðinni með kornhlass í mylluna. Þeir þektu hann undir eins og hann kallaði til þeirra: — Biðið þið, skrattakollarnir ykkar! jpN HETJURNAR voru á flótta, ■*“"* og linuðu ekki á sprettinum fyr en þeir voru lcomnir langt inn í slcóg. Magnúsi fanst hjörtun í sjer verða orðin tvö, annað í brjóstinu og hitt utan á, svo mjög hamaðist í honum blóðið. Þeir vildu alls ekki tala sanian um málið; þeir voru liræddir livor fyrir sig, en vildu ekki láta á því bera. — Hann liefir ekki sjeð, liverjir þetta voru, lield jeg, sagði Eiríkur og' bar sig mannaiega. Og annað var ekki sagt. Á flóttanum höfðu þeir farið framhjá greniskóginum, en þeir tóku það til bragðs að taka á sig krók meðan þeir væru að jafna sig, og þeim kom saman um að fara alls ekki inn í greniskóginn fyr en farið væri að dimma, svo að ekki sæist tii þeirra. Æfntýrið og liættan hafði nú um það bil náð Magnúsi á sitt vald; á flóttanum hafði hann orðið jafn- ingi Magnúsar, eldri fjelaginn hafði alls ekki reynst hugrakkari en hinn. Þetta var þó altaf eittlivað til að vera upp með sjer af og hann not- færði sjer það. Og það hjáipaði lionum. Og nú fanst Magnúsi kraftaverkið vera að rætast á sjer, eða ælla að fara til þess. Um skóginn rann mjór, grýttur lækur; þeir höfðu alls ekki tekið eftir honum á flóttanum, en nú urðu þeir — eins og allir drengir á þeirra reki — að drepa timann með því að búa til fossa og fyrirhleðslur. Og þegar leikur- inn stóð sem iiæst — þeir urðu svo hugfangnir af honum að þeir gleymdu alveg hræðslunni áðan — íieyrði Magnús skvamp og gutl fyrir aftan sig. Hann leit við og nokkra faðma frá sjer sá hann stóran lax, sem var að berjast við að komast á dýpra vatn. Án þess vað hugsa sig um, en fyrir tilverknað eðlishvatarinnar, liljóp hann tii, greip fiskinn með báðum höndum og kastaði honum upp á land. Þetta hafði gerst svo fljótt, að Eirikur, sem var að hyggja brú yfir iækinn, gerði sjer alls ekki ijóst, hvað um var að vera, fyr en hann sá álnarlangan fiskinn sprikla fyrir framan sig. Þetta var meira æfintýrið. Fisk- urinn var langur eins og handlegg- ur og breiðari en tvær þverhandir. Eiríkur gapti: — Þú — það -— þú — livernig náðirðu í hann? — Eigum við ekki að skifta hon- unT? var það eina, sem Magnús gat sagt. — Við inegum ekki taka liann; iijerna má enginn veiða nema djákn- inn. En, jæja, skitt með það! —i Já, en við skiftum honum milli okkar, sagði Magnús. Eiríkur stóð stúndarkorn og hugs- aði sig um. Honum var sama um fiskinn — liann vissi, að liann átti að fá steik á jólunum. En þetta var mikið þrekvirki, sem Magnús hafði unnið, og liann öfundaðist yfir því. — Veistu, að laxinn er dýr? Þú skalt selja liann! — Hvað heldurðu að liann kosti? — Jeg veit það ekki, en malarinn þarna niðurfrá segir, að hann fái þrjú mörk fyrir pundið. — Hvað þungur lieldurðu að liann sje? Eiríkur tók laxinn og vóg liann í hendi sjer; hann var þungur. Það var nærri því merkilegt, að amlóð- inn hann Magnús skyldi geta kast- að honum upp á þurt. — Fimtán pund, lnigsa jeg. En hvað um það, Magnús, þú hefir allan laxinn; við segjum bara að við liöfum veitt hann báðír. Eiríkur, liinn reyndi og fróði, bjó sjer til burðarás, sem hann stakk gegnum tálknin á fiskinum; nú var það þó að minsta kosli einhvers virði að vera tveir drengir með öxi. Og þeir gengu þögulir upp í iundinn, þar sem ungu grenitrjen spruttu. Mag'núsi fanst mest til um, live hljótt var þarna. Hann liafði vaxið í áliti vinar síns. Efasemdirn- ar um greinarmun góðs og ills voru liorfnar. En þegar þeir komu að nýskóg- inum lá þeim við að stirðna af hræðslu á ný. Nú hneggjaði nefni- iega hestur og inni á milli trjánna þektu þeir aftur oddvitann og vagn- inn hans. Þeim kom þetta svo óvart, að þeir gálu alls ekki Iiugsað til flótta; þeir stóðu þar sem þeir voru komnir með laxinn hangandi á prikinu á milli sín. Oddvitinn í þykka frakkanum kom til þeirra. Hann var venjulega byrst- ur á svip en nú virlist hann svo Ijúfmannlegur. — Þei, sagði hann, — þið megið ekkert segja. Herverðirnir eru niðri við mylluna; þeir mega ekki sjá hvað jeg hefi meðferðis. Jeg verð að híða lijerna þangað til þeir eru farnir. Ef þið lofið mjer því að þegja þá skal jeg gefa ykkur sinn grjónapokann hvorum með ykkur heim! Það lá við að þeir kiknuðu, er svona margt þýðingarmikið hlóðst á þá; Eiríki lá við að segja, að þeir tæki ekki greiða fyrir að þegja, cn þá varð honum lilið á Magnús og liann sagði ekki neitt. Fjelagi hans stóð þarna og var að gráta. Hann sagði ekkert og tárin runnu i lækj- um niður kinnarnar á honum. Odd- vitinn gekk að Magnúsi og klapp- aði honum á öxlina: — Þú skalt ekki vera hræddur kunningi, jeg segi ekki neitt. Jeg veit vel að það voruð þið, sem kveiktuð bálið uppi á vegi, en jeg segi ekkert. Þá datt öxi Eiríks til jarðar. Hann glotti frekjulega til oddvitans. — Við æluðum að ná okkur i jólatrje, sagði hann, — og svo fundum við þennan lax í læknum. Magnús sá hann og jeg lamdi hann í hausinn. — Þetta er svei mjer vænn lax. — Já, og jeg hefi gefið Magnúsi minn part. Stafurinn rann ofan af öxlinni á Magnúsi og laxinn hjekk á honum. — Þú mátt fá hánn allan, sagði liann kjökrandi og áður en þeir gátu svarað nokkru orði var hánn horfinn á harða spretli niður að ströndinni. W VO skeði ekki meira í skóginum ^ þann daginn. Þetta var aftalað mál: syndararnir áttu að þegja hver um annan. En þegar kvölda tók sat Magnús einn á steini niður í fjöru og reyndi að tala við drottinn, því að hann var orðinn svo hræddur við sjálfan sig — svo ósegjanlega liræddur. Það var kanske heimska að leggja svona á flótta, það var kanske roluháttur. En þá varð liann að sætta sig við að vera hræddur; hann varð að sætta sig við það, til þess að geta horfst í augu við hann föður sinn þegar hann kæmi heim. Og ef hann ætti að geta það þá varð hann að játa syndir þessa dags og fá þær fyrirgefnar. — Góði guð, jeg skal aldrei gera þetta oftar, heyrir þú jiað, jeg skal aldrei gera það oftar! Aldrei oftar! Þögn! — -— Aðeins aldan gjálp- aði við fætur hans. Drottinn svaraði ekki. — Heyr þú, jeg- skal aldrei gera það oftar! En gef þú mjer að jeg fái svo mikið fyrir laxinn, að hún mamma geti borgað skuldina hjá bakaranum. Og láttu hann pabba koma heim með sprengjú! Og láttu oddvitann færa lienni mömmu stór- an poka af grjónum og fleskbita! Og svolítið smjör. Og vertu ekki reiður við mig! En aftur tók þögnin við. Þetta sem skeði í drengnum var það sama sem skeður með fólki á settum aldri, að það sjer fram á, að einungis með því að syndga og fljetta syndir sín- ar við syndir annara getur það komist áfram í heiminum. Börn þola ekki slíkar staðreyndir. Magnús, sem altaf fór i kirkju með móður sinni, mundi eftir sétn- ingu, sem hljómaði svo fallega og sem presturinn hafði sagt einu sinni, — „í veröld syndarinnar“. Nú var Magnús sjálfur að innlimast i þessa veröld; áður liafði hann aðeins ver- ið lieima hjá mömmu og unnið lijá góðu fólki; nú var liann einn af þessum í veröld syndarinnar. Auðvitað livarflaði það að Magn- úsi að kasta sjer í sjóinn og drekkja sjer. En móður lians mundi taka þetta svo sárt að hún mundi þá enga ánægju hafa af peningunum fyrir laxinn — svo að það mátti hann ekki gera. Hvað átti hann að gera? Magnúsi varð dauðkalt, hann var þreyttur og nú fór hann aftur að gráta. En loksins hugkvæmdist lion- um úrræði. Hann varð að flýta sjer að hlaupa heim áður en dimmara yrði. Nú hafði liann þrívegis beðið guð að fyrirgefa sjer og hann ætlaði að lialda áfram að gera það í kvöld, þangað til hann sofnaði. Þá mundi þetta vist takast. Og svo ætlaði han til oddvitans á morgun og segja honum upp alla söguna og hiðja fyrirgefningar. Og svo vonaði hann að Eiríkur tæki laxinn heim með sjer og seldi hann vel, svo að mamma gæti borgað skuldina við bákarann. Hann ætlaði að segja Eiríki, að þetta hefði verið vitleysa: að mamma hans hefði nú samt sem áður ekki efni á, að kaupa handa honum sex vásaklúta; og hann ætlaði að segja, að hann liefði orðið hræddur við oddvitann og þess vegna hefði liann flúið. Það var ekkert Ijótt í því. Og mamma mundi kaupa jólatrje fyrir laxpeningana. — Góði guð, jeg þarf víst ekki að segja þeim hvað að er, þá lilæja þau að mjer! Jeg.vil ekki lifa í veröld syndarinnar og jeg skal aldrei segja ósatt framar. En þarf jeg að segja alt? Hinn dularfulli kraftur endurtekn- ingarinnar gaf honum frið og eng- inn gelur álasað drengnum þó hann frelsaði sig frá einum ósannindun- um með því að ímynda sjer önnur ný. Því að svona er heimurinn. pN þegar jólin komu og alt hafði ■*“* farið eftir liinum ósýnilegu lög- um kraftaverksins, sem Magnús hafði trúað á þegar liann bað guð um að láta krákurnar fljúga, til merkis um að himnarnir væru hon- um náðugir, var sál drengsins full af óróa og kvíða. Hann þorði ekki að trúa neinum fyrir leyndarmál- um sínum — móður sinni ekki lield- ur, en lá í rúminu þessa liátíðis- daga og gerði sjálfan sig að mann- eskju, af kviða við að verða það, sem hann taldi vera syndara — sek- an, meðsekan og meðvitandi. Hann mun hafa þroskast of snemma; hann liefði víst orðið of góður maður á jarðríki. Pening- arnir fyrir laxinn fóru fyrir lik- kistuna hans. Hann liafði fengið lungnabólgu þarna í fjörunni og liann dó áður en nýja árið gekk í garð — árið, sem hann hafði ætlað að sýna í verkinu, að hægt væri að -lifa frómu lífi í veröld syndarinnar. Eiríkur kom til lians og heyrði hann tala í óráðinu um sprengjuna hans föður síns; Eiríkur iðraðist svo eftir þetta tal um sprengjuna, því að það hafði aðeins verið gort. Bara að hann hefði ekki gortað svona mikið, því Magnús gortaði aldrei. t' J. JL> JL, 4 4 4 Jt> 4 Jt> 4 4 4 X 4* 4* X T 4 4 4 4 4 4 4 X X, x> JL> 4 JL> x X Jt> Pabbi -Fq vildi !aS allir hefð' HtLLUofti i siofunni sinni jeinsogviS# <9^ 4 4 4 4 4 A ‘lT 4 4 4 4 4 4* 4 4* r b 4 4 4 4 4 4* 4 4 ,JL 4 ■J> T ‘í* 4*. 4 4 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.